Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 38
250 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Kristinn R. G. Guðmundsson yfirlæknir kristann@mmedia.is Upphaf og umfjöllun fjölmiðla Haustið 2016 voru liðin 45 ár frá því heila- og taugaskurðlækningar hófust fyrir alvöru hér á landi. Þær byrjuðu með því að tveimur íslenskum sérfræðingum í greininni var veitt aðstaða á Borgarspít- alanum. Það má með sanni segja að við fé- lagarnir höfum vakið talsverða athygli fyrst eftir upphaf starfsemi okkar. Um það bera vitni bæði fréttir og viðtöl í dag- blöðum. Umfjöllunin hefði þó sjálfsagt mátt vera meiri því vissulega var þetta einstakur viðburður, en eins og fleiri slíkir í læknisfræði, fara þeir gjarnan lágt. Í Morgunblaðinu haustið 1971 segir að nú séu fyrstu sérfræðingar í heilaskurð- lækningum komnir heim til Íslands eftir sex ára nám og störf í Bandaríkjunum. Það séu Bjarni Hannesson og Kristinn Guð- mundsson. Síðan hafi þeir leyst af hendi 18 höfuðuppskurði, þar af 9 vegna heila- æxla og 10 aðrar skyldar aðgerðir. Þá liggi inni á þeirra vegum 14 sjúklingar og fari sú tala vaxandi. Leggðu læknarnir áherslu á að nauðsynlegt væri að þeir störfuðu tveir saman. Þeir væru hvor um sig annan hvern sólarhring á bakvakt. Ekki vildu þeir þó kalla það of mikið álag. Væru ekki óvanir því frá Bandaríkjunum þar sem þeir hefðu stundum verið alla daga á bakvakt. Hins vegar væri lágmark að tveir læknar væru fyrir hendi til að svona starf- semi gæti hafist. Læknarnir virtust hinir ánægðustu og kváðust vonast til að vera komnir alkomnir heim til starfa á Íslandi. Í Vísi sumar 1975 segir svo: „Þeir sem óttuðust, að verkefni fyrir tvo sérfræðinga í heilaskurðlækningum yrðu ekki nóg hér á landi reyndust ekki sannspáir. Frá því deildin tók til starfa rétt fyrir áramótin 1971 og 1972 hafa 1400 sjúklingar verið lagðir inn og tæplega 600 aðgerðir verið gerðar. Það sem af er árinu hafa rúmlega 100 aðgerðir verið gerðar.“ Þetta var sem sagt á rúmlega þremur og hálfu ári. Þá segir og að mörg þessara tilfella hafi verið hin alvarlegustu. Aðgerðir heilaskurð- læknanna séu með þeim vandasamari sem hægt sé að framkvæma og séu þeir því ávallt báðir viðstaddir. Sumarið 1975 var það fyrsta þar sem við gátum tekið sumarfrí án þess að leggja tvöfalda vinnu á þann sem eftir varð hverju sinni, og byggðist á því að við feng- um afleysara frá Sahlgrenska-sjúkrahús- inu í Gautaborg, Odd Árnason, en hann var þar aðstoðaryfirlæknir. Það var mikill léttir að fá hann til liðs við okkur og mikil ánægja. Hann var fæddur árið 1921, fékk sérfræðingsleyfi í Svíþjóð 1975 og lést þar 2013, á tíræðisaldri. Síðar fengum við aðra sérfræðinga til afleysinga hér, Claus Mos- dal og Svend Børgesen frá Danmörku og Jörgen Boetius frá Svíþjóð. Allir reyndust þeir okkur ágætlega en það vakti athygli okkar hvað Danirnir virtust fjölhæfari en Svíinn, sem aftur var kannski sérhæfðari. Og svo fengum við „Rós í hnappa- gatið!“ Það var í Alþýðublaðinu í ágúst 1975. Í umsögn um þann skemmtilega virðingarvott stóð að það væri mikið ánægjuefni þegar ungir og vel lærðir sérfræðingar í læknavísindum og öðrum vísindagreinum kysu heldur að koma til starfa hér á landi, stundum við erfiðar að- stæður, en að ganga til starfa sinna erlend- is. Eigi þeir Bjarni og Kristinn ekki hvað síst rós (eða hrós) skilið fyrir þá ákvörðun sína. Árin fyrir 1971. Rannsóknir og aðgerðir á Íslendingum erlendis Það var kannski ekki að furða þótt við vektum athygli. Íslendingar höfðu í langan tíma þurft að fara til Danmerkur til rann- sókna og aðgerða á heila og miðtaugakerfi, og vafalaust orðnir þreyttir á því. Með tilkomu sérfræðinga í heilaskurð- aðgerðum reyndist ekki lengur nauðsyn- legt að leggja sjúklinga með höfuðáverka eða heilaskemmdir í þá hættu að flytja þá við misjafnar aðstæður til aðgerða erlend- is. Friðrik Einarsson, yfirlæknir skurð- lækningadeildar Borgarspítalans, hafði þetta um það að segja: „Þörfin fyrir heila- skurðlækningar á Íslandi var orðin mjög brýn. Bjarni Oddsson og síðar Bjarni Jóns- son unnu giftudrjúgt starf við aðgerðir á höfuðslysum, en allar aðgerðir vegna æxla og annarra sjúkdóma í höfði varð að gera utan landsteinanna. Það er mikið andlegt álag fyrir sjúklinga og aðstandendur að fara til annarra landa í hættulegar aðgerð- ir. Við erum ekki að segja að læknismeð- ferð hafi á nokkurn hátt verið ábótavant þegar sjúklingurinn var kominn á spítala í Danmörku en mikilvægast tel ég að hægt skuli hafa verið að leggja niður hin mörgu og erfiðu ferðalög. Sum tilfelli eru líka það bráð og alvarleg að flutningur kemur ekki til greina.” Lækningaferðir utan höfðu auk þess mikinn kostnað í för með sér og má geta þess sem dæmi að á sínum tíma leigði íslenska ríkið íbúð í Kaupmannahöfn fyrir sjúklinga og aðstandendur sem urðu að fara utan með þeim. Þegar við Bjarni hófum hér störf var talið að um 60-70 sjúk- Upphaf og þróun heila- og taugaskurðlækninga á Íslandi 1971-2017 – Afmælisgrein

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.