Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2017, Page 39

Læknablaðið - 01.05.2017, Page 39
LÆKNAblaðið 2017/103 251 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R lingar af þessu tagi væru sendir utan á hverju ári, flestir til Danmerkur en einnig til Svíþjóðar, Bretlandseyja og Bandaríkj- anna. Er þá ótalinn allur sá fjöldi aðstand- enda sem varð að fara með. Var þetta gert á kostnað Tryggingastofnunar og sótt til hennar um leyfi. Mig minnir að á ein- hverju tímabili hafi slík ferð sjúklings og meðferð kostað um eina milljón íslenskra króna. Hér hefur verið getið um þá Bjarna Oddsson (1907-1953), Bjarna Jónsson (1909- 1999) og Odd Árnason (1921-). En til við- bótar má nefna að Guðmundur Hannesson hafði gert aðgerðir vegna „heilaæxla“ um aldamótin 1900. Eina slíka aðgerð fram- kvæmdi hann árið 1903 vegna sulls í heila og tvo aðra heilaskurði áður. Einnig starf- aði í Bandaríkjunum íslenskur heilaskurð- læknir, Friðrik Kristófersson (1912-1956), meðal annars við Duke háskólann. Bjarni Oddsson var fæddur í Reykja- vík 19. júní 1907. Hann var sérfræðingur í handlækningum, kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Doktorsritgerð hans fjallaði hins vegar um Spinal meningioma (góð- kynja mænuæxli) enda hafði hann árin 1942-1944 starfað á taugahandlækninga- deild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn og þar er nafn hans greypt í borðbrún. Bjarni Jónsson átti einnig sitt nafn greypt í borðbrún fundarsalar taugahand- lækningadeildarinnar því þangað fór hann eftir andlát nafna síns og kollega Odds- sonar til að kynna sér meðferð höfuðslysa. Hann var ásamt Friðriki Einarssyni kjör- inn heiðursfélagi Heila- og taugaskurð- læknafélags Íslands árið 1998. Ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn og Professor Eduard Busch Við taugahandlækningadeild Ríkisspítal- ans höfðu Íslendingar alltaf mætt einstakri vinsemd og fengið þar rannsóknir og með- ferð, oft með stuttum sem engum fyrir- Nokkrar myndir úr starfi félagsins. A. Mynd frá árshátíð HTFÍ: Aron Björnsson, Hjálmar Bjartmarz, Elfar Úlfarsson, Kristinn R. Guðmundsson og Ingvar H. Ólafsson. B. Tveir heilaskurðlæknar að störfum. C. Heilaaðgerð D. Stofugangur: Kristinn R. Guðmundsson, Ragnar Jónsson, Bjarni Hannesson, sjúkraþjálfarar og hjúkr- unarfræðingar árið 1983. E. Bjarni Hannesson. F. Kristinn R. Guðmundsson og Bjarni Hannesson. G. Íslenskir heila- og taugaskurðlæknar: Elfar Úlfarsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hulda Brá Magnadóttir og Garðar Guðmundsson. Aftari röð: Arnar Ástráðsson, Ólafur Guðjónsson, Ingvar H. Ólafsson, Þorsteinn Gunnarsson, Þórir S. Ragnarsson, Bjarni Hannesson, Steen Friðriksson, Kristinn R. Guðmundsson, Hannes Stephensen, Hjálmar Bjartmarz og Aron Björnsson. A B G CD F E

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.