Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2017/103 257 Útilokað er að læknar geti munað allar milliverkanir og frá- bendingar lyfja nema hugsanlega fyrir örfá lyf sem þeir ávísa að staðaldri. Þar að auki geta fæðubótarefni og vissar matvörur milliverkað við lyf og áfengi milliverkar vissulega við fjölda lyfja. Ef leitarorðin „drug interactions“ eru slegin inn í Google Scholar koma upp 1,6 milljónir vefsíðna þannig að úr vöndu er að ráða. Einfaldast er oftast að fletta þessu upp í Sérlyfjaskrá þar sem allt það helsta er að finna en einnig eru á netinu sérhæfðar síður og hjálpartæki; sjá til dæmis medicine.iupui.edu/clinpharm/ddis/ eða- medicinkombination.dk/ Frábendingar eru tvenns konar, algerar og afstæðar en langflestar eru afstæðar. Milliverkanir eru tvenns eðlis, áhrif á lyfjahvörf eða lyfhrif. Þegar um er að ræða fjöllyfjanotkun geta milliverkanir skapað verulega hættu fyrir sjúklinginn eða hind- rað að tilætlaður árangur náist af meðferðinni. Til að tryggja hámarksöryggi fyrir sjúklinginn verður að gefa sér tíma til að kanna hugsanlegar frábendingar og milliverkanir hverju sinni. Hér eru dæmi. Örvandi lyf Lyfin sem hér um ræðir eru aðallega metýlfenídat og amfetamín. Þessi lyf hækka blóðþrýsting og auka hjartsláttartíðni sem stund- um getur skapað hættu. Samtímis meðferð með MAO-hemlum geta þau valdið háþrýstingskreppu og ber að forðast slíkar lyfjablöndur. Almennt séð þarf að gæta sérstakrar varúðar við meðferð með örvandi lyfjum hjá sjúklingum með hjarta- og æða- sjúkdóma. Sama gildir um sjúklinga með geðsjúkdóma eins og geðrof, oflæti, geðhvörf, kvíða og fleira. Helst ætti ekki að gefa sjúklingum með fíkn eða fíknisögu örvandi lyf en ef það er talið nauðsynlegt þurfa þeir að vera undir sérstöku eftirliti. Metýlfenídat getur hamlað umbrotum kúmarín-segavarnalyfja sem getur leitt til blæðinga. Lyfið getur sennilega líka hamlað umbrotum flogaveikilyfja og þunglyndislyfja. Lyf með slævandi verkun eins og svefnlyf, róandi lyf, kvíðastillandi lyf og ópíóíðar draga úr verkunum örvandi lyfja og örvandi lyf geta valdið svefn- truflunum og kvíða sem aftur kallar á lyf með slævandi verkun; örvandi lyf og slævandi ætti þess vegna helst ekki að gefa saman. Ef sjúklingur á örvandi lyfi á erfitt með svefn er oft besta leiðin að minnka skammta eða gefa lyfið fyrr að deginum. Áfengi getur aukið hættu á aukaverkunum og sjúklingar á örvandi lyfjum ættu að forðast áfengi. Talsverður fjöldi einstak- linga er að fá ávísað ýmsum lyfjum sem milliverka við örvandi lyf, sjá töflu I. Tafla I. Fjöldi einstaklinga sem fékk örvandi lyf og önnur tiltekin lyf í marsmánuði 2017. svefn- og róandi lyf róandi og kvíða- stillandi ópíóíðar pregabalín samtals á örvandi lyfjum örvandi lyf 468 303 208 47 4114 Eins og taflan sýnir fengu yfir 10% þeirra sem voru á örvandi lyfjum jafnfram svefn- og róandi lyf en samhliða notkun þessara lyfja er óheppileg. Sterk verkjalyf (ópíóíðar) Ópíóíðar koma við sögu í stórum hluta lyfjadauðsfalla hér á landi eins og í nágrannalöndunum. Í mörgum þessara dauðsfalla koma einnig við sögu áfengi, svefnlyf og róandi lyf. Ein hættulegasta aukaverkun ópíóíða er öndunarbæling og svefnlyf og róandi lyf auka þá hættu og áfengi eykur verkanir ópíóíða, svefnlyfja og róandi lyfja. Þess vegna má segja að þessi blanda, það er ópíóíðar, svefnlyf, róandi lyf og áfengi sé einhver hættulegasta blanda lyfja og áfengis sem um getur. Forðast ber að gefa þessi lyf saman og vara ætti sjúklinga sem taka stóra lyfjaskammta við áfengi. Hugtakið ópíóíðar nær til allra lyfja sem tengjast sömu viðtökum og morfín og öll þessi lyf hafa svipaðar verkanir og aukaverkanir. Því er enginn teljandi munur á þessum lyfjum að því er varðar hætturnar sem hér hafa verið raktar. Rétt er samt að nefna að munur er á verkunarlengd mismunandi ópíóíða sem getur þurft að taka tillit til; til dæmis þarf að gefa oftar lyf með stuttan verk- unartíma sem getur flýtt fyrir myndun þols og fíknar. Stundum vill gleymast að lyf eins og kódein, tramadól og oxýkódon eru eins og hverjir aðrir ópíóíðar með svipaðar aukaverkanir. Al- mennt er talið óæskilegt að sami einstaklingur taki mismunandi ópíóíða á sama tíma. Milliverkanir og frábendingar lyfja Magnús Jóhannsson læknir magjoh@hi.is, Anna Björg Aradóttir sviðsstjóri, Jón Pétur Einarsson lyfjafræðingur, Ólafur B. Einarsson sérfræðingur F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S 1 8 . P I S T I L L Gegnsæi og ábyrgð Í lok júní munu aðildarfyrirtæki Frumtaka og EFPIA birta ársskýrslu með upplýsingum um tilteknar greiðslur vegna samstarfs við heilbrigðis starfsfólk og heilbrigðisstofnanir sem inntar voru af hendi á síðasta ári. En hvers vegna? Samstarf heilbrigðisstarfsfólks og lyfjafyrirtækja hefur haft jákvæð áhrif á þróun meðferða og lyfja. Þessir aðilar taka iðulega höndum saman við rannsóknir og fræðslu, til hagsbóta fyrir sjúklinga. Með innleiðingu siðareglna hafa lyfjafyrirtækin og heilbrigðisstarfsfólk unnið að því að efla þær reglur sem samstarf þeirra byggist á. Almenningur á að geta treyst því að slíkt samstarf hafi ekki áhrif á klínískar ákvarðanir og að heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi, veiti eða kaupi viðeigandi meðferð og þjónustu sem byggist eingöngu á klínískum niðurstöðum og reynslu. Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út reglur um eflingu góðra stjórnunarhátta í lyfjaiðnaðinum sem allir hags­ munaaðilar samþykktu árið 2013. Þessar reglur gera ráð fyrir að upplýsingar um tilteknar greiðslur verði gerðar opinberar. EFPIA, Frumtök og öll okkar aðildarfyrirtæki styðja þessar reglur um birtingu upplýsinga. Reglurnar kveða á um að öll aðildarfyrirtæki birti upplýsingar um greiðslur til heilbrigðis­ starfsfólks og ­stofnana. Þær greiðslur sem reglurnar ná til eru t.d. styrkir til heilbrigðisstofnana, ráðgjafagreiðslur fyrir fyrirlestra, ferða­ og dvalarkostnaður og skráningargjöld á ráðstefnur. Þessar upplýsingar verða birtar á heimasíðu Frumtaka, www.frumtok.is Markmiðið er að efla samstarf lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsfólks með því að gera það gegnsærra fyrir sjúklinga og aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta. Við hlökkum til að vinna áfram að því að auka gæði meðferða, rannsókna og almennrar umönnunar sjúklinga. Frekari upplýsingar og kynningarefni: transparency.efpia.eu | pharmadisclosure.eu Frumtök – samtök framleiðenda frumlyfja Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík Sími 588 8955 www.frumtok.is frumtok@frumtok.is DISCLOSURE CODE

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.