Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 17
Það er almenn regla í við-skiptum að seljandi getur ekki upp á sitt eindæmi ákveðið bæði verðið á þjónustu sinni og hversu mikla þjónustu viðskiptavinir hans eru fúsir að kaupa. Seljandinn verður að velja. Annaðhvort ákveður hann verðið og umfang viðskiptanna ræðst þá af því eða hann ákveður hversu mikla þjónustu hann vill veita og verðið fer þá eftir því. Ef leigubílstjóra er frjálst að ákveða sjálfur gjaldið sem hann setur upp þá stillir hann því væntanlega í hóf til að flæma við- skiptavinina ekki burt. Peningar … Sama regla á við um seðlabanka. Þeir þurfa að velja líkt og leigubíl- stjórinn. Þeir ákveða annaðhvort hversu mikið af peningum þeir setja í umferð (því seðlabankar prenta peningana) og vaxtastigið ræðst þá af peningamagninu á markaði eða þeir ákveða vextina með handafli og peningamagn í umferð fer þá eftir því. Fyrri aðferðin, þ.e. bein stjórn peningamagns í umferð, var algengust víðast hvar þar til um og eftir 1990. Seðlabankar reyndu þá yfirleitt að hemja peningamagn til að hamla verðbólgu einkum með því að kaupa og selja ríkisskuldabréf eftir atvikum. Þyrfti að sporna gegn þenslu var reynt að draga úr vexti peningamagns til að hefta útlána- getu bankanna. Harðari samkeppni um minna lánsfé var ætlað að leiða til hærri vaxta á markaði og minni umsvifa. Þessi aðferð hefur þann annmarka að seðlabankar geta ekki haft fulla stjórn á peningamagni í umferð m.a. af því að viðskiptabankar geta einn- ig búið til peninga t.d. með því að endurlána erlent fé líkt og þeir gerðu hér heima fyrir hrun. Árangursrík peningastjórn útheimtir að hemill sé hafður á útlánum bankakerfisins í heild, bæði seðlabankans og við- skiptabanka. Þessi hugsun hefur legið til grundvallar ráðgjöf Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um peningamál frá fyrstu tíð til að koma böndum á bæði seðlabanka og viðskiptabanka, m.a. með skilvirku fjármálaeftirliti. Reynslan sýnir að ráðin duga jafnan bærilega sé farið eftir þeim. … eða vextir? Um og eftir 1990 söðluðu margir seðlabankar um og tóku upp vaxtastjórn í stað beinnar peninga- stjórnar. Seðlabanki Íslands tók þessa stefnu 2001. Hér var hugsunin sú að seðlabankarnir settu sér verð- bólgumarkmið, t.d. 2% eða 3% á ári, og ákváðu síðan stýrivexti sem var ætlað að halda verðbólgunni sem næst settu marki. Nú voru vextirnir komnir í framsætið og peninga- magnið í aftursætið. Seðlabankar ákveða stýrivexti, þ.e. þau ávöxt- unarkjör sem viðskiptabönkum bjóðast í seðlabönkum. Ætlunin er að viðskiptabankar sjái sér ekki hag í að veita viðskiptavinum sínum lán við vöxtum sem eru lægri en stýrivextirnir. Með þessu móti er hækkun stýrivaxta ætlað að draga úr útlánum viðskiptabanka og þá um leið úr þenslu í efnahagslífinu ef með þarf – og öfugt með lækkun stýrivaxta ef verkefnið er að hefja efnahagslífið upp úr lægð í lítilli verðbólgu eins og gert hefur verið í Ameríku og Evrópu með góðum árangri síðustu ár. Stýrivöxtunum er ætlað að vera eins og grundvöllur eða gólf undir vaxtaflórunni, gólf sem hægt er að hækka og lækka á víxl eftir atvikum. Tveir annmarkar Vaxtastjórn með verðbólgumark- miði hefur reynzt hafa tvo ann- marka. Í löndum þar sem verðbólga er mikil og þrálát freistast seðla- bankinn til að hækka svo vexti að erlent fé tekur að streyma inn til lands í stórum stíl til að njóta þar hærri vaxta en bjóðast í útlöndum. Innstreymi erlenda fjárins ýtir þá undir verðbólgu þvert gegn vilja seðlabankans. Á móti kemur að innstreymið hækkar gengi gjald- miðilsins sem dregur að sínu leyti úr verðbólgu eins og gerðist hér heima fyrir hrun. Af þessu leiðir að hávaxtastefna Seðlabanka Íslands dregur minna úr verðbólgu en að var stefnt og getur jafnvel kynt undir verðbólgu eins og raunin varð í hruninu þegar verðlag rauk upp um 25% árin 2008 og 2009 eftir langt hávaxtaskeið sem varir enn. Gengi krónunnar er nú aftur orðið fjallhátt líkt og fyrir hrun en það stafar einkum af gjaldeyrisinn- streymi til ferðaþjónustunnar sem aflar nú orðið meiri gjaldeyris en sjávarútvegurinn og stóriðjan afla samanlagt. Seðlabankinn gerir rétt í að hefta nú skammtímainnstreymi erlends fjár með sérstakri bindi- skyldu til að slæva áhuga spákaup- manna á vaxtamunarviðskiptum eins og þeim sem tíðkuðust fyrir hrun. Hinn gallinn við vaxtastjórn með verðbólgumarkmiði er að háir vextir draga e.t.v. ekki eins verulega úr lánveitingum banka og að er stefnt, a.m.k. ekki úr lánveitingum til þeirra sem reynslan hefur kennt að þeir þurfa ekki alltaf að standa skil á lánum sínum. Bankar hafa afskrifað mikið af óreiðuskuldum. Hvers vegna skyldu þeir sem var hlíft við að standa í skilum láta háa vexti aftra sér frá frekari lántökum? Þeir taka gjarnan sem mest af lánum við hvaða vöxtum sem er ef þeir telja sig vita af reynslu að vanskilaskellurinn lendir á skattgreiðendum eða hlut- höfum bankanna ef í harðbakkann slær. Þannig uxu bankarnir og útlán þeirra efnahagslífinu langt yfir höfuð fyrir hrun þrátt fyrir hávaxta- stefnu Seðlabankans og aðhaldið sem í henni átti að felast. Þessi hlið málsins var mörgum hulin fyrir hrun en hún ætti nú í miskunnar- lausu ljósi reynslunnar að blasa við. Tvær flugur í einu höggi Að öllu þessu athuguðu virðist gamla leiðin greiðust. Það er leiðin sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði upp með fyrir 1950. Hún felst í að setja lánsfjárþök, þ.e. takmark- anir á leyfilegan hámarksútlánavöxt seðlabanka og viðskiptabanka frá ári til árs. Þessi leið á við hvort sem menn nota eigin þjóðmynt eða evruna, hún kemur böndum á seðla- banka og viðskiptabanka samtímis og nær til beggja lögbundinna hlut- verka seðlabanka: að stuðla að lítilli verðbólgu og stöðugu fjármálakerfi. Peningamál á villigötum Bankar hafa afskrifað mikið af óreiðuskuldum. Hvers vegna skyldu þeir sem var hlíft við að standa í skilum láta háa vexti aftra sér frá frekari lántökum? Þeir taka gjarnan sem mest af lánum við hvaða vöxtum sem er ef þeir telja sig vita af reynslu að vanskilaskellurinn lendir á skattgreiðendum eða hlut- höfum bankanna ef í harð- bakkann slær. Þorvaldur Gylfason Í dag Í sérblaði Fréttablaðsins um vegan fæði þann 1. nóvember 2017 var því haldið fram að kúamjólk væri einn helsti áhættu- þáttur fyrir hormónatengdum krabbameinum á borð við brjósta- krabbamein. Þessi staðhæfing á sér enga stoð samkvæmt þeim fjölmörgu rann- sóknum sem gerðar hafa verið til að kanna hvort neysla á mjólk og mjólkurvörum sé áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Árið 2011 var birt safngreining (meta-ana- lysis) þar sem teknar voru saman niðurstöður 18 ferilrannsókna með alls um milljón þátttakendum. Niðurstaðan var sú að ekkert sam- band fannst á milli mjólkurneyslu og brjóstakrabbameins og í raun mátti sjá vísbendingar um lækkaða áhættu hjá konum með aukinni neyslu mjólkurafurða. Svipaðar niðurstöður komu fram í safngrein- ingu frá árinu 2015 þegar skoðaðar voru 27 rannsóknir, með alls um 1,5 milljón þátttakendum. Aftur bentu niðurstöður til minnkandi áhættu á brjóstakrabbameini með aukinni neyslu mjólkurafurða, sérstaklega meðal asískra kvenna. Þess ber einnig að geta að bæði Bandaríska krabbameinsrann- sóknastofnunin og Alþjóðakrabba- meinsrannsóknasjóðurinn (Amer- ican Institute of Cancer Research og World Cancer Research Fund) gefa reglulega út ítarlegar skýrslur um tengsl mataræðis, hreyfingar og krabbameins þar sem farið er yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Í skýrslu sem gefin var út á árinu 2017 var það mat þeirra að neysla á mjólkurvörum væri ekki áhættu- þáttur fyrir brjóstakrabbamein. Þvert á móti fundust vísbendingar um að neysla á mjólkurvörum gæti dregið úr hættu á brjóstakrabba- meini sem greinist fyrir tíðahvörf. Mun minna hefur verið rannsak- að hvort neysla mjólkurafurða eftir greiningu á brjóstakrabbameini hafi áhrif á framgang sjúkdómsins og gefa þær örfáu rannsóknir sem til eru misvísandi niðurstöður. Árið 2013 birtist bandarísk rann- sókn sem benti til þess að neysla á fituríkum mjólkurafurðum, smjöri og eftirréttum með rjóma, hefði tengingu við verri horfur kvenna með brjóstakrabbamein, auk þess sem tenging við aukna dánartíðni af öðrum orsökum en brjóstakrabba- meini sást samhliða neyslu fituríkra mjólkurvara eftir greiningu. Engin tengsl fundust hins vegar milli neyslu á fituminni mjólkurafurðum og lífshorfa kvennanna. Í sambæri- legri ítalskri rannsókn fannst hins vegar ekki samband á milli neyslu fituríkra mjólkurafurða og verri lífs- horfa eftir greiningu. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum á áhrifum mjólkurneyslu á framgang brjósta- krabbameins. Almennar ráðleggingar varðandi áherslur í mataræði má finna hjá Embætti landlæknis. Þar er ráðlagt að velja fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætu- efna. Hæfilegt magn er talið vera tvö glös, diskar eða dósir af mjólk eða mjólkurvörum á dag (500 ml). Veldur kúamjólk brjóstakrabbameini? Álfheiður Haraldsdóttir doktorsnemi í lýðheilsu- vísindum Laufey Tryggvadóttir framkvæmda- stjóri Krabba- meinsskrár Krabbameinsfé- lags Íslands Þvert á móti fundust vís- bendingar um að neysla á mjólkurvörum gæti dregið úr hættu á brjóstakrabba- meini sem greinist fyrir tíða- hvörf. Settu heilsuna í fyrsta sæti á árinu 2018. Frábær tilboð á ölmörgum heilsuvörum. Kíktu við í Ly u eða verslaðu í netverslun á ly a.is. Heilsutjútt Tilboðsdagar 9.–21. janúar lya.is S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F i M M T u d a g u R 1 1 . j a n ú a R 2 0 1 8 1 1 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 6 -D 5 7 0 1 E B 6 -D 4 3 4 1 E B 6 -D 2 F 8 1 E B 6 -D 1 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.