Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 48
Þegar svona stórt verk er valið á svið er það mikil áskorun fyrir alla sem að því koma,“ segir Egill Heiðar Anton Jónsson, leikstjóri sýningarinnar Himnaríki og helvíti sem frum- sýnd er í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hún byggir á þríleik Jóns Kalmans rithöfundar, Himnaríki og hel- víti, Harmur englanna og Hjarta mannsins. Bjarni Jónsson leikskáld skrifaði leikgerðina og Jón Kalman er líka búinn að vera með í ráðum, að sögn Egils Heiðars. „Hér er búið að eiga sér stað skemmtilegt sam- tal um hvað gerist þegar fullkomið verk, eins og þrílógían er, breytist í annað listform, leikgerð, sem svo breytist í sýningu. Ef við hugsum okkur þetta sem heilaga þrenningu þá er fórnarstallur í þeim öllum. Jón þurfti að ganga í gegnum ritskoðun, leikgerðin gerir það líka og leiksýn- ingin. Titillinn á þriðja þætti hjá okkur er Ein veröld verður að farast svo önnur verði til. Það gerist alveg við sköpun sýningar upp úr höf- undarverki eins og þessu. Ýmislegt í bókunum tekur á sig annað form og við samþjöppunina falla út per- sónur og staðir.“ Sýningin tekur fulla þrjá tíma með tveimur hléum. „Höfundur- inn lætur okkur kíkja hundrað ár aftur í tímann til hinna ímynduðu Vestfjarða sem hann býr til. Það er kór hinna framliðnu sem stígur á svið og fer að segja okkur nútíma- fólkinu sögu sína. Sagan hverfist um strák og það hvernig hann upp- lifir heiminn. Þetta er raunasaga og þroskasaga,“ segir Egill Heiðar og lýsir uppsetningunni nánar. „Við erum að leika okkur með að láta verkið hreyfast milli þriggja forma, frásagnar kórsins, sem þéttist og verður að dramatík, leiknum senum sem svo geta lyft sér upp í hið ljóð- ræna. Tónlist og hljóðmynd er öll lifandi gerð. Hjálmar H. Ragnarsson stendur fyrir henni og Pétur Eggerts- son og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir spila. Orgelin voru hljóðfæri þessa tíma, því náðum við í þau, ekki bara til að spila tónlist heldur líka til að skapa vind. Helga E. Sigurðar- dóttir búningahönnuður hefur lagt mikla rannsóknarvinnu á sig, við að ná fram klæðnaði við hæfi, það er meðal annars búið að framleiða hér aldamótasjóstakka.“ Við erum stödd á stóra sviði Borgarleikhússins. Ég hafði séð fyrir mér að þar væru leiktjöld með grýlukertum og snjósköflum en þar er þá bara einn stór trékassi og nokkur orgel. „Sjáðu til,“ segir leik- stjórinn. „Hann Egill Ingibergsson sér um leikmyndina og með honum vinnur Þórarinn Blöndal mynd- listarmaður. Þeir eru búnir að vera niðri í dýflissu leikhússins að teikna ofboðslega fallegar kolateikningar, sex til átta þúsund talsins, listaverk sem eru notuð sem leiktjöld og færa okkur inn í þennan vestfirska heim sem sýningin gerist í.“ Leikhópurinn er líka hæfileika- ríkur og vinnur af miklum heilind- um gagnvart höfundinum, að sögn Egils Heiðars. „Það er leikhópurinn sem myndar kórinn og klofnar svo niður í persónur sem leika ólík hlut- verk,“ útskýrir hann. En hvernig skyldi honum hafa gengið að finna leikara í hlutverk stráksins, aðalper- sónu verksins? „Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kenna við leiklistardeild Listaháskólans og þar kynntist ég Þuríði Blæ Jóhannsdóttur. Þegar ákveðið var að ráðast í það þrek- virki að leikgera þessar bækur datt mér Þuríður Blær í hug. Í sögunni er talað um hversu sérstakur drengur- inn sé og öðruvísi en flestir, hann er kominn af draumum, hann er kominn af himni, hann er skáld- legur, hann hefur einhvers konar ofurnæmi og skynjar tvo heima samtímis, hinn raunverulega heim og heiminn fyrir handan. Því það er gríðarleg draugasaga í öllum þessum bókum, enda eru þeir í raun fram- liðnir sem segja söguna og strákur- inn er að kljást við draug Bárðar, Ástu draug og svo framvegis. Þetta er svolítið sérstakur frásagnarmáti. Strákurinn er ekki gerandi, heldur upplifir hann heiminn og í gegnum hann upplifum við heiminn. Til þess þarf leikara sem hefur ákveðið gegnsæi og því býr Þuríður Blær yfir – fallegu gegnsæi.“ Búningum og myndum sem heyra Himnaríki og helvíti til verður komið fyrir í anddyri leikhúss- ins. „Það er svo mikið handverk í kringum þessa leiksýningu, mörg handtök. Það er svolítið gaman vegna þess að í bókunum er einmitt talað um að það hafi þurft svo mörg handtök áður fyrr, bara til að lifa af. Við vorum allt í einu komin í sama pakka,“ segir Egill Heiðar. Bækur Jóns Kalman, sem leik- ritið er unnið úr, eru gefnar út á árunum 2007, 2009 og 2011 sem voru umbrotatímar í íslensku sam- félagi. „Jón Kalman var duglegur að skrifa í blöð og var aktífur sam- félagsrýnandi,“ rifjar Egill Heiðar upp og  segir skilning á því  hver við séum eiga að ljúkast upp fyrir leikhúsgestum. Tekur líka fram að mikil  kvennasaga  sé í bókunum. „Við kynnumst Geirþrúði, Helgu, Andreu, Salvöru, Ragnheiði og Álf- heiði. Auðvitað sterkum körlum líka, enda karlmennskan sjálf krufin sem og hið karllæga vald. Í þessum karllæga heimi eru konur sem ögra þeim og það verða úr því gríðarleg átök.“ Egill Heiðar er vissulega með stórt verkefni milli handanna. „Maður er með raunasögu, pólitískan þriller og ofboðslega valdabaráttu. En þó fyrst og fremst sögu af fólki og lífsbaráttu þess í heimi sem er svo harður að allt sem er mjúkt deyr. Húmor? Já, mikinn húmor. Jón nær svo fallega utan um þjóðarsálina og persónurn- ar sem við erum og þekkjum að það verður til sterk tragikómedía. Hún er besta formið af tragedíum.“ Hann er kominn af draumum, kominn af himni Með sýningunni Himnaríki og helvíti gefur Borgarleikhúsið fólki nýtt færi á að upplifa hinn ríka hugar- heim sem Jón Kalman skapaði í Vestfjarðabókunum. Egill Heiðar leikstjóri lýsir glímunni við verkið. „Hér er búið að eiga sér stað skemmtilegt samtal um hvað gerist þegar fullkomið verk, eins og þrílógían er, breytist í annað listform,“ segir Egill Heiðar um Himnaríki og helvíti. Fréttablaðið/anton brink Leikarahópurinn í Himnaríki og helvíti bergur Þór ingólfsson birna rún Eiríksdóttir björn Stefánsson Hannes Óli Ágústsson Haraldur ari Stefánsson katla Margrét Þorgeirsdóttir Margrét Vilhjálmsdóttir Sigrún Edda björnsdóttir Valur Freyr Einarsson Þuríður blær Jóhannsdóttir Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 1 1 . j a n ú a r 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r32 M e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð menning 1 1 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 6 -D 5 7 0 1 E B 6 -D 4 3 4 1 E B 6 -D 2 F 8 1 E B 6 -D 1 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.