Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Með því að skila umsögn um umsækj- endur um embætti héraðsdóm- ara rétt áður en dómar- arnir áttu að hefja störf var settum ráðherra í reynd stillt upp við vegg. Þetta kann að þykja róttæk kenning – en dómara-skipan er ekki einkamál Sjálfstæðismanna. Hún er ekki einu sinni einkamál lögmanna heldur varðar alla landsmenn. Það er ein forsendan fyrir heil- brigðu þjóðlífi að dómstólar séu sjálfstæðir og lausir við íhlutun hins pólitíska valds, klíkuvalds og auðvalds. Það er góðra gjalda vert hjá forsætisráðherra að skipa ágæta nefnd með ágætu fólki um að auka traust á stjórnmálum. En óneitanlega gerir ýmislegt nefndinni erfitt fyrir. Til dæmis þetta: Dómsmálaráðherra hefur fengið á sig dóm Hæstaréttar um að hún hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt – en situr þó enn. Og ekkert fararsnið á henni enda nýtur hún trausts for- sætisráðherra. Og enn lætur Sjálfstæðisflokkurinn eins og skipan dómara sé innanflokksmál þar á bæ. Þetta er áhyggjuefni. Það hefur verulega reynt á dómstóla hér á undanförnum árum vegna flókinna fjársvikamála sem komu upp við Hrunið. Auðugir sak- borningar berjast um á hæl og hnakka við að ónýta mál á hendur sér og hafa reynt með öllum ráðum að koma í veg fyrir eðlilega málsmeðferð. Þessir aðilar vilja eflaust hafa hönd í bagga með því hverjir dæma í fjársvika- málum sem þeim tengjast. Við vitum líka að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ein- skært lífsskoðunarfélag heldur rammgert tengslanet auðs og valda og að auðmenn hafa þar mikil ítök. Ráðningar dómara þurfa að vera hafnar yfir vafa og því er afar óheppilegt fyrir dómsvaldið, rannsóknar aðila og þjóðina almennt, að Sjálfstæðismenn skuli hunsa niðurstöður hæfnisnefnda til að koma að þóknanlegri dómurum eða fara að niðurstöðum með hundshaus. Mikilvægt er að standa vörð um þrígreiningu ríkis- valdsins – og sjálfstæði dómstóla gagnvart ásælni hins pólitíska valds og auðmanna sem sjá hag sinn í því að vita af vinsamlegum dómurum að störfum. Þetta snýst nefnilega um traust: Almenningur verður að geta treyst því að dómarar landsins dæmi eftir lögum burtséð frá tengslum við Flokk og fjárplógsmenn. Þó að hitt sé vissulega góðra gjalda vert: að skipa ágætar nefndir með ágætu fólki. Þetta snýst um traust Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður Almenningur verður að geta treyst því að dómarar landsins dæmi eftir lögum burtséð frá tengslum við Flokk og fjárplógs- menn. lyftarar og hillukerfi www.velaborg.is velaborg@velaborg.is s. 414 8600 V Sögulegur frambjóðandi Viðar Guðjohnsen sker sig nokk­ uð áberandi úr hópi þeirra sem gáfu kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viðar hefur um árabil hringt nánast daglega í símatíma Útvarps Sögu og viðrað þar skoðanir sem hafa fallið í grýttan jarðveg. Viðar kynnir sig jafnan sem „harðlínu hægri“ og amast ekki síst við feitu fólki og fíklum sem koma sér upp lífs­ stílssjúkdómum með tilheyrandi kostnaði fyrir „skattborgarann“. Þá hefur hann meðal annars talað af sannfæringu fyrir fjölkvæni og að flugeldar, sem hann kallar „dýraníð“, verði bannaðir. Enginn Sögumaður Viðar nýtur takmarkaðra vin­ sælda hjá öðrum hlustendum og innhringjendum og er ekki lík­ legur til þess að sækja fylgi í þeirra raðir. Öryrkjar og eldri borg­ arar eru áberandi í því mengi og sárnar mörgum hverjum harkaleg viðhorf frambjóðandans til þeirra sem minna mega sín. Sjálfsagt væri ráð fyrir Viðar að byrja að strjúka „sögufólkinu“ rétt. Það vegur nefnilega þyngra en margan grunar. Þannig fleyttu hlustendur Pétri Gunnlaugssyni, umsjónar­ manni símatímans, í stjórnlaga­ ráð á sínum tíma og talið er að velgengni Miðflokksins og Flokks fólksins í alþingiskosningunum megi mikið til rekja til þess þeir hafa notið mikillar velvildar hjá hlustendum Sögu. thorarinn@frettabladid.is Orðalag bréfs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til dómsmálaráðherra í kjölfar skip-unar átta héraðsdómara var meira en lítið athyglisvert. Settur ráðherra telur mikilvægt að koma leikmönnum að umsagnarferlinu um dómara að danskri fyrirmynd til að draga úr „hættu á klíkumyndun í vali dómara“. Þetta orðalag er ekki tilviljun vegna þess að þeir sem kynna sér umsagnir dómnefndarinnar um hæfni dómara við skipanir síðustu ára, sérstaklega í Hæsta- rétt Íslands, sjá í hendi sér að dómnefndin hefur lagt sig fram við að veita þeim umsækjendum sem eru þóknanlegir góða umsögn en útiloka aðra sem eru ekki „í klíkunni“ þótt þeir séu hæfari. Afleiðingar þessa eru mun alvarlegri en ætla mætti við fyrstu sýn því með þessu er smátt og smátt búið að veikja Hæsta- rétt. Í réttinn eiga að veljast færustu lögfræðingar þjóðarinnar og stofnunin á að búa yfir besta mögu- lega mannauði sem er til staðar úr stétt lögfræðinga hverju sinni. Þegar lögum um dómstóla var breytt árið 2010 var ráðherra gert ómögulegt að fara gegn niðurstöðu dóm- nefndarinnar nema bera þá ákvörðun undir Alþingi. Atburðarás síðustu vikna hefur leitt í ljós að þetta fyrir- komulag getur sett ráðherrann, sem fer með veitingar- valdið og ber pólitíska ábyrgð á skipuninni, í vonlausa stöðu. Núverandi dómnefnd undir forystu Jakobs Möllers lagði sig fram um að útiloka tiltekna umsækj- endur án skýringa, skilaði niðurstöðum allt of seint og svaraði síðan með hroka þegar settur dómsmála- ráðherra vildi gera athugasemdir við umsögn hennar. Þetta eru ekki boðleg vinnubrögð hjá fagfólki. Eins og settur dómsmálaráðherra rekur í bréfi sínu var honum nauðugur sá kostur að fylgja áliti nefndar- innar og skipa þá átta umsækjendur sem nefndin taldi hæfasta. Jafnvel þótt hann hefði engar forsendur til að meta hvort sú ákvörðun væri rétt þar sem nefndin veitti ekki fullnægjandi svör við athugasemdum hans. Eftir lestur svarbréfs dómnefndarinnar er maður engu nær um það hvernig nefndin komst að sumum niður- stöðum, eins og að telja mann með 20 ára dómara- reynslu minna hæfan en dómara sem hefur starfað sem settur dómari í átta ár. Í ljósi dóma Hæstaréttar í málum tveggja umsækj- enda um dómaraembætti við Landsrétt sem kveðnir voru upp 19. desember 2017 liggur fyrir að íþyngjandi rannsóknarskylda er lögð á dómsmálaráðherra sem vill víkja frá umsögn dómnefndarinnar. Með því að skila umsögn um umsækjendur rétt áður en héraðs- dómararnir áttu að hefja störf var settum ráðherra í reynd stillt upp við vegg. Ef hann hefði farið gegn áliti nefndarinnar án þess að fyrir lægi sambærilegt umsagnarferli þá hefði það bakað ríkinu bótaskyldu gagnvart þeim umsækjendum sem nefndin taldi hæfasta en fengu ekki embætti. Það má taka undir það sjónarmið að brýnt sé að breikka þann hóp sem kemur að tilnefningum í dómnefndina til að draga úr hættu á klíkumyndun og minnka áhrif dómaranna sjálfra á val á samstarfs- mönnum sínum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Klíkumyndun 1 1 . j a n ú a r 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð SKOÐUN 1 1 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 6 -C B 9 0 1 E B 6 -C A 5 4 1 E B 6 -C 9 1 8 1 E B 6 -C 7 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.