Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 4
Rekstrarland verslun Vatnagörðum 10 104 Reykjavík Sími 515 1500 rekstrarland.is Rekstrarland er hluti af Olís
Nilfisk fæst í Rekstrarlandi, Vatnagörðum 10. Þetta danska vörumerki þekkja flestir enda
gæðaryksugur sem hafa þjónað íslenskum heimilum dyggilega í áratugi. Komdu og skoðaðu
Nilfisk ryksugurnar og úrvalið af fylgihlutum, hausum, börkum og ryksugupokum.
Rekstrarland er opið alla virka daga kl. 9–18.
NILFISK er nauðsyn á heimilið
✿ Kröfur Landspítalans vegna ótryggðra erlendra
0
100 millj.
200 millj.
300 millj.
400 millj.
500 millj.
600 millj.
700 millj.
800 millj.
2013 2014 2015 2016 2017*
*Upphæð ársins 2017 mun hækka þar sem eftir er að gefa út reikninga.
✿ Komur ótryggðra erlendra einstaklinga
0
200
100
300
400
500
2015
2016
2017
2014
2013
jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des
HEILBRIGÐISMÁL Innlagnir erlends
fólks án sjúkratryggingar á Land-
spítalanum voru ríflega þrefalt fleiri
í fyrra en árið 2013. Jöfn og þétt
aukning hefur verið undanfarin ár.
Hlutfallið helst í hendur við komur
sama hóps á spítalann en þær hafa
tæplega þrefaldast á sama tímabili.
Sömu sögu er að segja af upphæð
viðskiptakrafna spítalans vegna
ótryggðra á tímabilinu. Árið 2013
námu kröfurnar rúmlega 261 millj-
ón en árið 2016 var upphæðin tæpar
566 milljónir. Um áramótin síðustu
námu kröfur vegna ársins 2017
tæpum 725 milljónum en sú upp-
hæð mun hækka þar sem enn á eftir
að gefa út einhverja reikninga fyrir
síðustu vikur ársins.
„Staðgreiðsla er misjöfn eftir deild-
um, en að meðaltali er hún um 80
prósent,“ segir í svari fjármálasviðs
spítalans. Verði ekki af staðgreiðslu
er krafa stofnuð í netbanka en sé
hún ekki greidd er gripið til frekari
innheimtuaðgerða. Ekki liggur fyrir
hver kostnaður er við innheimtu
þessara krafna en „gera má ráð fyrir
að vinna fjármálasviðs vegna þess-
arar aukningar hafi aukist um hálft
til eitt stöðugildi“.
Kostnaður við innheimtu
skuldanna liggur ekki fyrir. Komu-
gjöld eru innheimt á um tuttugu
stöðum víðsvegar á spítalanum og
þeir starfsmenn, auk starfsmanna
fjármálasviðs, sinna að auki ýmsum
öðrum störfum. Því þyrfti að reikna
út beinan launakostnað, kostnað við
tölvukerfi auk annars kostnaðar sem
til fellur við verkin.
„Þessi innheimta er lögbundin
samkvæmt reglugerðum sem vel-
ferðarráðherra setur og það hefur
ekki verið talin þörf á að leggja í þá
vinnu að kostnaðargreina hana sér-
staklega,“ segir í svari spítalans.
Langflestir erlendir ferðamenn
leita til spítalans í júlí og ágúst en
september fylgir þar á eftir. Í takt
Þreföldun á fimm ára tímabili
Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á
síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið.
við auknar heimsóknir ferðamanna
yfir vetrarmánuðina má einnig sjá að
komum hefur fjölgað stöðugt í nóv-
ember, desember og janúar.
Þeim sem leggjast inn á spítalann
hefur einnig fjölgað. 133 ótryggðir
erlendir einstaklingar lögðust inn á
spítalann árið 2013 eða um þrettán
prósent þeirra sem þangað leituðu.
Árið 2016 var fjöldinn 361 og 436 í
fyrra eða rúmur fimmtungur þeirra
sem þangað leituðu.
„Mun lengri tíma tekur að fá legu-
reikninga greidda, [heldur en stað-
greiðslukröfur], enda eru trygginga-
félög oft greiðendur í þeim tilfellum,“
segir í svari spítalans.
johannoli@frettabladid.is
Vinna fjármálasviðs
spítalans hefur aukist um að
einu stöðugildi vegna aukn-
ingarinnar
SLYS Einn kínverskur ferðamaður
liggur enn á gjörgæslu Landspítal-
ans eftir rútuslysið við Kirkjubæjar-
klaustur. Einn liggur á almennri
legudeild. Einn fórst í slysinu.
Slysið varð þann 27. desember
síðastliðinn með þeim hætti að
rúta fór út af hringveginum um sex
kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri.
Í bílnum voru 44 kínverskir ferða-
menn auk íslensks bílstjóra.
Alls voru tólf manns flutt á Land-
spítalann með þyrlum Landhelgis-
gæslunnar, þar af níu alvarlega
slösuð. Tíu hinna slösuðu hafa nú
verið útskrifaðir af spítalanum. – jóe
Enn á gjörgæslu
eftir rútuslysið
Tólf voru fluttir með þyrlu Land-
helgisæslunnar á Landspítalann.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugsaldri
var í gær dæmdur í tveggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir mann-
dráp af gáleysi.
Maðurinn stýrði hjólabát sem
bakkað var yfir kanadíska ferða-
konu við Jökulsárlón sumarið 2015
með þeim afleiðingum að konan
lést.
Að auki var maðurinn sviptur
ökuréttindum í sex mánuði og
dæmdur til að greiða allan sakar-
kostnað, um tvær milljónir króna.
Saksóknari málsins hafði farið
fram á þriggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi og tíu mánaða
sviptingu ökuréttinda. Ekki liggur
fyrir hvort saksóknari eða hinn sak-
felldi muni una dómnum.
Dómurinn hafði ekki verið birtur
þegar Fréttablaðið fór í prentun
í gærkvöldi. Í ákæru í málinu var
stjórnandi bátsins sakaður um
að hafa ekki sýnt af sér nægilega
aðgæslu með fyrrgreindum afleið-
ingum.
Við aðalmeðferð fyrir dómi bar
skipstjórinn því við að hann hefði
ekki getað sýnt af sér meiri aðgát
við aksturinn og undir það tók sam-
starfsfólk mannsins. Bakkmyndavél
bátsins var biluð daginn sem slysið
varð.
Dómurinn var kveðinn upp af
Héraðsdómi Austurlands í húsnæði
Héraðsdóms Reykjavíkur. – jóe
Skipstjóri á Jökulsárlóni dæmdur fyrir manndráp af gáleysi
Hjólabátasigling á Jökulsárlóni er vinsæl meðal ferðafólks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BanDaRíKIn „Nú er nóg komið af
þessu upplogna Rússaplaggi,“ segir í
tísti frá Michael Cohen, lögfræðingi
Donalds Trump Bandaríkjaforseta,
sem höfðaði í fyrrinótt mál gegn
rannsóknafyrirtækinu Fusion GPS
og gegn fjölmiðlinum BuzzFeed.
Málin snúast um rannsóknarskjöl
frá Fusion GPS sem BuzzFeed birti
fyrir ári, þó með þeim fyrirvara að
það sem í þeim stæði væri óstaðfest.
Skjölin fjalla um Trump og segir
meðal annars í þeim að Rússar búi
yfir myndefni þar sem hann sést
sænga hjá vændiskonum. – þea
Krefja BuzzFeed
um skaðabætur
n Greitt n Ógreitt
1 1 . j a n ú a R 2 0 1 8 F I M M T U D a G U R4 F R é T T I R ∙ F R é T T a B L a Ð I Ð
1
1
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
B
6
-E
4
4
0
1
E
B
6
-E
3
0
4
1
E
B
6
-E
1
C
8
1
E
B
6
-E
0
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K