Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 30
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Mér finnst skemmti-legt að blanda saman ólíkum stílum og klæðist stundum fínum pels við mjög grófa skó. Ég er mikið í svörtum fatnaði en reyni þó að brjóta hann upp með einhverjum lit, svo sem grænum pels eða töff stutterma- bol í lit,“ segir Anna Katrín Richter þegar hún er spurð út í hvernig fatastíll hennar sé. „Ég spái stundum í tískustrauma og á það til að fylgjast með hönn- uðum og ákveðnum fatamerkjum á Instagram. Síðan kíki ég af og til á hin og þessi tískublogg,“ segir Anna, sem vinnur við umönnun og kann því vel. Hún starfar einnig sem fyrirsæta fyrir Eskimo Models. „En aðaláhugamálið mitt er að semja lög, syngja og spila á gítar,“ greinir hún frá. Strigaskór með hæl á bannlistanum Fötin sín kaupir Anna aðallega í verslunum á borð við Galleri Sautján, Zara og H&M. „Síðan er ég nýlega farin að kaupa föt á ASOS, sem er verslun á netinu og ótrúlega sniðug síða. Svo finnst mér alltaf gaman að fara í „vintage“ búðir og finna gullmola sem eru sjaldgæfir,“ segir hún brosandi. Þegar Anna er spurð hvaða föt séu í mestu uppáhaldi kemur í ljós að hún er mjög hrifin af hettupeys- um og pelsum. En hvernig fötum myndi hún aldrei ganga í? „Það sem ég tel vera algjört „fashion faux pas“ eru strigaskór með háum hæl,“ segir hún og brosir. Uppáhaldshönnuðir Önnu eru Cristobal Balenciaga og Alexander Wang en Kate Moss og Olsen-tví- eykið eru hennar helstu tískufyrir- myndir. Heyrðist í efninu um allan bæ Anna þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hún er innt eftir því hvað séu bestu og verstu fatakaupin. „Ég verð að segja að bestu kaupin séu Bonnie boots frá UNIF, verstu kaupin eru vínil-buxur frá ASOS. Ég gat hreinlega ekki gengið í þeim án þess að allur bærinn heyrði í efninu smella saman. Hins vegar gæti ég ekki verið án græna pelsins sem ég keypti í Galleri Sautján,“ segir Anna að lokum. Færi aldrei í háhælaða strigaskó Anna Katrín Richter hefur fjölbreyttan fatastíl og finnst gaman að blanda saman fötum í ólíkum stíl. Þykkar hettupeysur og pelsar eru í mestu uppáhaldi. Anna Katrín heldur mikið upp á græna pelsinn sem hún fékk í Galleri Sautján. MYNDir/ViLHELM Úlpuna keypti Anna Katrín á ASOS-síðunni sem hún segir mjög sniðuga. Anna Katrín poppar svartan fatnað upp með litríkum bolum eða yfir- höfnum. Kate Moss og Olsen-tvíeykið eru helstu tískufyrirmyndir Önnu Katrínar. ÚTSALA KRINGLUNNI | 588 2300 40% 70% AFSLÁTTUR T I L Útsala Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 6 KYNNiNGArBLAÐ FÓLK 1 1 . jA N ÚA r 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 1 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 6 -E 9 3 0 1 E B 6 -E 7 F 4 1 E B 6 -E 6 B 8 1 E B 6 -E 5 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.