Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 10
fyrir að VG hafi ekki verið jákvætt
fyrir samstarfi við Viðreisn í lands-
málunum.
Samfylkingin mun líklega bjóða
fram óbreyttan lista eða því sem
næst, enda gefa allir sitjandi borgar-
fulltrúar kost á sér aftur með Dag B.
Eggertsson í forystu.
Miðflokksmenn eru einnig harð-
ákveðnir í að bjóða fram og hyggjast
stofna Reykjavíkurfélag í lok mánað-
arins. Þá stefna bæði Alþýðufylking-
in og Flokkur fólksins að framboði
í borginni. Dögun er enn að íhuga
málið.
Borgarfulltrúum verður fjölgað
í vor úr 15 í 23 eftir lagabreytingu.
Breytingin hefur í för með sér að
flokkarnir þurfa að bjóða fram lista
með 46 frambjóðendum. Ætla má
að það geti reynst sumum af minni
flokkunum erfitt að fylla listana
en verði fjórtán flokkar í framboði
þýðir það að á sjöunda hundrað
manna verði á framboðslistum fyrir
kosningarnar.
adalheidur@frettabladid.is
1990 kr.stk.
Kjötkompaní Bolognaise, 1 kg
Krónan
mælir með!
Stjórnmál Línur eru langt frá því
skýrar fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar í vor. Fjórtán flokkar íhuga
að bjóða fram lista í Reykjavík og
margir þeirra funda í kringum
næstu mánaðamót til að ákveða
hvernig raðað verði á lista. Leið-
togakjör Sjálfstæðismanna fer
fram 27. janúar næstkomandi. Í
framboði verða borgarfulltrúarnir
Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan
Magnússon, Eyþór Arnalds, kaup-
sýslumaður og fyrrverandi odd-
viti Sjálfstæðismanna í Árborg, Vil-
hjálmur Bjarnason fyrrverandi
alþingismaður og Viðar Guðjohn-
sen athafnamaður.
Margir vilja einnig fram fyrir
Pírata. Fjórir Píratar staðfestu við
Fréttablaðið að þau hygðu á fram-
boð til forystu; Alexandra Briem,
Arnaldur Sigurðsson, Svafar Helga-
son og Þórlaug Ágústsdóttir. Hall-
dór Auðar Svansson hyggst ekki gefa
aftur kost á sér.
„Það er mikill áhugi á framboði
í borginni í stórum hópi kvenna,“
segir Sóley Tómasdóttir aðspurð um
kvennahópinn sem hittist á dögun-
um til að ræða kvennaframboð. Sjálf
útilokar Sóley ekki framboð, verði
af því að konurnar bjóði fram lista.
Þótt Sveinbjörg Birna Svein-
björnsdóttir hafi sagt sig úr Fram-
sóknarflokknum er hún enn í
fullu fjöri og ekki á því að setjast í
helgan stein. Hún útilokar þó fram-
boð með bæði Miðflokki og Fram-
sókn en segist hafa rætt málin með
baklandi sínu og yfirlýsingar sé
að vænta frá sér í lok mánaðarins.
Guðfinna Jóhanna Guðmunds-
dóttir, borgarfulltrúi og Miðflokks-
kona, ætlar hins vegar að snúa sér
að lögmennsku að loknu yfirstand-
andi kjörtímabili.
Þá er Ingvar Mar Jónsson, flug-
maður og formaður Framsóknar-
félags Reykjavíkur, sagður stefna á
oddvitasæti Framsóknar í borginni.
Eins og Fréttablaðið hefur greint
frá leitar Viðreisn nú samstarfs
við önnur frjálslynd öfl á sveitar-
stjórnarstiginu og hafa óformleg
samtöl farið fram milli forsvars-
manna Viðreisnar og Bjartrar fram-
tíðar um samstarf. Björt framtíð er
mikill borgarflokkur og hefur allt frá
stofnun verið í meirihlutasamstarfi
í borginni. Fyrst undir merkjum
Besta flokksins og núna í meiri-
hlutasamstarfi með Samfylkingu,
Vinstri grænum og Pírötum.
Líf Magneudóttir vill leiða lista
VG í borginni. Hún segir meiri-
hlutasamstarfið hafa gengið vel og
bindur vonir við að það haldi áfram
eftir kosningar. Aðspurð um afstöðu
til samstarfs með Viðreisn segist Líf
alls ekki vilja útiloka samstarf, þrátt
Helstu leiðtogaefnin í Reykjavíkurborg
Stjórnmálaflokkarnir leita nú að framboðsefnum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Endurnýjun verður mismikil innan flokk-
anna í borginni. Engin endurnýjun er í kortunum hjá Samfylkingunni en nýr leiðtogi gæti tekið við hjá Sjálfstæðisflokki og Pírötum.
Borgarbúar hætti að borga fyrir aumingjavæðingu
Leigusalinn og athafnamaðurinn Viðar Guð-
johnsen er sjálfsagt lengst til hægri af þeim sem
sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Hann leggur þunga áherslu á að skatt-
greiðendum sé ekki sendur reikningurinn vegna
afleiðinga þess sem hann kallar „aumingja-
væðingu“ í samfélaginu.
„Það sem hræðir mig núna er að Reykjavík
ráði ekki við fjármál sín. Jafnaðarmenn vilja
alltaf vera ofan í vösum annarra, ræna skatt-
borgarann. Með miðstýringu vilja þeir hjálpa
öllum. Það er ekki nóg að vera góður við alla og
taka helst að sér allan heiminn. Þetta hugarfar
jafnaðarmanna mun koma okkur í koll og er
þegar byrjað að gera það. Ég verð bara að segja
það að þessi undirlægjuháttur er farinn að
smita og heltaka Sjálfstæðisflokkinn sem á að
gera út á frelsi einstaklingsins og að hann fái að
njóta sín. Það vantar góðan leiðtoga með þessa
sýn. Einhvern sem getur gert Sjálfstæðisflokk-
inn eins og hann á að vera.“ – þþ
Fimm verða í kjöri í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og fjögur íhuga að bjóða sig fram til forystu fyrir Pírata. Færri nöfn eru komin fram fyrir
aðra flokka. Minnst tólf flokkar íhuga að bjóða fram lista. Dagur B. Eggertsson og Líf Magneudóttir eru einu oddvitarnir sem gefa aftur kost á sér til forystu.
Ingvar Mar
Jónsson
Á útleIð:
Guðfinna
Jóhanna
Guð
munds
dóttir
Nicole
leigh
Mosty
Á útleIð:
Björn
Blöndal
Áslaug
María Frið
riksdóttir
eyþór
Arnalds
Kjartan
Magnús
son
Viðar Guð
johnsen
Vilhjálmur
Bjarnason
Á útleIð:
Halldór
Halldórs
son
Alexandra
Briem
Arnaldur
Sigurðar
son
Svafar
Helgason
Þórlaug
Ágústs
dóttir
María Rut
Kristins
dóttir
Pawel
Bartozek
Dagur B.
eggertsson
Ö
nn
ur
Fr
am
bo
ð
Sveinbjörg
Birna
Svein
björns
líf
Magneu
dóttir
Sóley
tómas
dóttir
Á útleIð:
Halldór
Auðar
Svansson
✿ Þessi hafa ákveðið sig eða íhuga framboð í borginni
ekkert efni
komið
fram
ekkert efni
komið
fram
PróFkjÖr Fulltrúaráð Sjálfstæðis-
flokksins í Vestmannaeyjum felldi í
gær tillögu um að valið yrði á fram-
boðslista flokksins fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar með
prófkjöri. Kosið var tvisvar og var
tillagan felld í bæði skiptin.
Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi,
er einn þeirra sem var mjög áfram
um prófkjör og var hann mjög von-
svikinn eftir fundinn. Svo mjög að
hann lýsti yfir framboði í prófkjöri
flokksins áður en lá ljóst fyrir að af
prófkjöri yrði.
„Bæjarstjórinn hefur sagst vera til
í allt en það er eins og hugur fylgi
ekki máli þar sem hann hefur ekki
svarað áskorunum um að efnt verði
til prófkjörs,“ segir Elís.
„Það er smá óánægja í gangi sem
skýrist af því að afmarkaður hópur
fólks er að þrjóskast við að halda
prófkjör sem er að vísu hin lýð-
ræðislega leið sem almennt er farin
hjá Sjálfstæðisflokknum og í raun
er alveg einstakt að þetta hafi ekki
verið gert í Eyjum síðan 1990.“
Elís segist telja víst að bæjarbúar
vilji flestir prófkjör en vill ekki
ganga svo langt að segja að í fram-
boði hans felist vantraust á Elliða.
„Hann hefur ekki nokkurn skap-
aðan hlut að hræðast við þetta og
þetta er albesta leiðin fyrir hann til
að fá þá endurnýjað umboð.“
Elliði Vignisson, bæjarstjóri
í Vestmannaeyjum, hefur verið
oddviti Sjálfstæðisflokksins í tólf
ár. Hann sagði í samtali við Frétta-
blaðið áður en atkvæði voru greidd
um prófkjör að yfirlýsing Elísar
breyttu engu hvað hann varðaði.
„Það er öllum frjálst að gefa kost
á sér ef af prófkjöri verður. Fólk
þekkir mín störf og ég hef gefið út
yfirlýsingu um að ég gefi kost á mér
áfram, óháð því hvernig valið verð-
ur á lista. Það stendur og að öðru
leyti hef ég ekkert um orð þessa
annars ágæta manns að segja.“ – þþ
Vélstjórinn á Herjólfi fær ekki prókjör í Eyjum
elís Jónsson
Borgarfulltrúum verður
fjölgað í vor úr 15 í 23 eftir
lagabreytingu. Breytingin
hefur í för með sér að flokk-
arnir þurfa að bjóða fram
lista með 46 frambjóðendum.
Það er mikill áhugi
á framboði í borg-
inni í stórum hópi kvenna.
Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi
borgarfulltrúi Vinstri grænna.
14
flokkar íhuga að bjóða fram
lista í borginni í næstu sveitar-
stjórnarkostningum.
Sjálfstæðismenn í eyjum verða ekki með prófkjör. FRéttABlAðIð/PJetuR
1 1 . j a n ú a r 2 0 1 8 F I m m t U D a G U r10 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð
1
1
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
B
7
-0
6
D
0
1
E
B
7
-0
5
9
4
1
E
B
7
-0
4
5
8
1
E
B
7
-0
3
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K