Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 34
Grundvöllur fyrir nánast allri listsköpun er texti. Héraðið okkar er ríkt af bókmennta-
arfi, hér voru bæði þekkt skáld
eins og Guðmundur Böðvarsson
og Halldóra B. Björnsson en einnig
minna þekkt skáld sem sömdu afar
góða texta. Fyrir nokkrum árum
leituðum við til Tónlistarskóla
Borgarfjarðar eftir samstarfi um
listsköpun ungs fólks á grund-
velli borgfirskrar bókmenningar
og svo eru árlega tónleikar með
afrakstrinum,“ útskýrir Guðrún.
Nemendur skólans munu túlka
sérvalin ljóð við eigin tónsmíðar og
flytja á tónleikum á sumardaginn
fyrsta næstkomandi. Í ár, á hundrað
ára afmælisári fullveldis Íslands, er
þemað „Ísland og ástin til landsins“.
„Við höfum valið tuttugu og sjö
kvæði, eftir 22 höfunda, 9 konur
og 13 karla. Elsti höfundurinn er
Júlíana Jónsdóttir, fædd 1838, og
yngstur er Ívar Björnsson, fæddur
1929. Vinnuferlið er þannig að
krakkarnir kynna sér ljóðin og
höfundana, hvað þeir sömdu og
hvernig. Þegar þau lesa ljóðin finna
þau blæbrigði og takt í textanum;
hvar er gleði og hvar harmur og
tregi. Svo semja þau verkin undir
handleiðslu kennara sinna, útsetja
þau og flytja sjálf. Tónleikarnir
verða opnir almenningi og allir vel-
komnir,“ segir Guðrún.
„Það er vart hægt að lýsa með
orðum áhrifunum af því þegar ung
manneskja kemur með ferskan
huga og ómótaðan að kvæði sem
var skrifað fyrir margt löngu,
vinnur með það og setur í tóna.
Um leið velta nemendur líka fyrir
sér, hvað þetta hugtak sjálfstæði
þýðir og hvert er mikilvægi þessa
viðburðar 1. desember 1918. Þetta á
erindi við ungt fólk í dag og íslensk
bókmenning á reyndar alltaf erindi
við alla.“
Ljóðaheftið mun liggja frammi í
Safnahúsinu og tónleikarnir verða í
Safnahúsi kl. 15.00 þann 19. apríl.
Ísland og ástin
til landsins
Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar túlka ættjarðar-
ljóð í tónum í vor, í tilefni 100 ára fullveldis. Guðrún Jóns-
dóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, segir
ljóðin eiga erindi til unga fólksins.
Ráðstefna um áhrif skóla-halds á Hólum, Frá fullveldi til framtíðar, verður haldin
að Hólum í Hjaltadal í tilefni
100 ára fullveldis. Erindi á ráð-
stefnunni munu varpa ljósi á áhrif
Hólamanna á umhverfi sitt með
hliðsjón af sjálfstæði, byggða-
þróun, menntunarstigi og tækni-
framförum. Þetta verður reifað
í málstofum með yfirskriftinni:
sjálfstæði, byggðaþróun, menntun
og tækniframfarir. Ráðstefnan
verður öllum opin.
Frá fullveldi til framtíðar
Sögur – verðlaunahátíð barnanna verður haldin í Eldborgarsal Hörpu sunnu-
daginn 22. apríl. Sýnt verður frá
hátíðinni í beinni útsendingu á
RÚV og hefst útsendingin kl. 20.00.
Á hátíðinni verðlaunum við alls
konar sögur fyrir og eftir krakka.
Bókaverðlaun barnanna verða
veitt og við fáum að heyra og sjá
hvað krökkum fannst standa upp
úr á barnamenningarárinu 2017,
t.d. rappari ársins, leiksýning
ársins og lag ársins.
Sögur – verðlaunahátíð barnanna
Jón Gunnar er ritstjóri Vísindavefsins
en þangað leita margir eftir svörum.
Jón Gunnar Þorsteinsson, bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins, segir
að sérstök áhersla verði lögð á að
svara spurningum um allt sem
tengist á einhvern hátt vísindum
og árinu 1918, hvort sem er hér á
landi eða erlendis. „Inn í þennan
flokk getur hver sem er sent inn
spurningar sem vísinda- og fræði-
menn við Háskóla Íslands og víðar
munu síðan svara. Við hvetjum
sérstaklega áhugasama nemendur
og kennara í grunn- og framhalds-
skólum til að kynna sér þetta
verkefni en bekkir geta sent okkur
inn spurningar sameiginlega. Einn-
ig hvetjum við allan almenning til
að senda inn spurningar af þessu
tilefni,“ segir Jón Gunnar.
Hann segir að áður hafi t.d. verið
spurt um frostaveturinn mikla og
spænsku veikina. „Nú viljum við
einbeita okkur að vísindunum. Er
til dæmis eitthvað í samtímanum
sem stofnun fullveldis 1918 hefur
haft áhrif á? Einnig má spyrja um
ótengda atburði eins og hver fékk
Nóbelsverðlaun í eðlisfræði þetta
ár og fyrir hvað. Árið 1918 var
fyrri heimsstyrjöldinni að ljúka og
ýmislegt sem tengdist vísindum var
notað í stríðinu eins og sinneps-
gas. Hvað var fólk að hugsa um á
þessum tíma eða gera?“ spyr Jón
Gunnar og bendir á að ungt fólk
hafi verið mjög duglegt að senda
Vísindavefnum spurningar frá því
hann var stofnaður.
„Við reynum að svara öllum
spurningum sem berast þótt sumir
þurfi kannski að bíða lengur en
aðrir eftir svari. Spurningarnar geta
verið flóknar. Við fengum styrk
til að vinna að þessu verkefni og
getum einbeitt okkur að því. Mark-
miðið er að fjalla almennt um það
sem átti sér stað árið 1918 og um
leið að vekja áhuga fólks á vísindum
og fræðum almennt,“ segir hann.
„Þá höfum við verið í góðu sam-
starfi við Stofnun Árna Magnússon-
ar í íslenskum fræðum og ætlum að
veita svör er tengjast handritum og
handritamenningu á afmælisárinu.
Stofnunin verður með handritasýn-
ingu á árinu. Ég vona að við getum
vakið áhuga fólks á árinu 1918 og
veitt um leið fróðleik og jafnvel sýnt
öðruvísi mynd en við höfðum áður
af þessu ári.“
Svara spurningum
um árið 1918
Vísindavefurinn fjallar um hvers konar vísindi og hefur
verið í uppbyggingu frá árinu 2000. Á þessu ári var stofn-
aður sérstakur flokkur í tilefni 100 ára fullveldisafmælis
Íslands. Flokkurinn ber heitið „1918“.
Á fullveldisvorhátíðinni í Sundlaug Akureyrar verður boðið upp á fjölmarga ólíka
viðburði sem allir hafa það að
markmiði að bregða fjölbreyttu
ljósi á hugtakið fullveldi og þannig
að þeir höfði til breiðs aldurshóps.
Á kafi í fullveldi – viðburður
í Sundlaug Akureyrar
Sýningin Verksmiðjustúlkan Jana í Höfða eða Júlíana Andr-ésdóttir eins og hún hét réttu
nafni fer fram í Iðnaðarsafninu á
Akureyri. Jana í Höfða er sögumað-
ur eða samnefnari fyrir líf og störf
þeirra er unnu á vélunum eins og
það var kallað frá upphafi vélvæð-
ingar í ullariðnaði á Gleráreyrunum
árið 1897 og langt fram eftir síðustu
öld. Sýningin er byggð að hluta til á
viðtali sem tekið var Jönu.
10. febrúar - 8. desember
Verksmiðjustúlkan Jana í Höfða
28. apríl - 19. ágúst
22. apríl
20. maí
Kammerkór Norðurlands flytur nýja og nýlega íslenska tónlist sem að stærstum
hluta hefur verið samin eða útsett
fyrir kórinn og gefin var út á
geisladiskinum Ljúflingsmál. Þar
á meðal tvö lög við verðlaunaljóð
sem ort voru í tilefni af lýðveldis-
hátíðinni 1944, „Hver á sér fegra
föðurland“ og „Land míns föður“,
hið þriðja er „Ísland ögrum
skorið“. Tónleikarnir fara fram
á Húsavík þann 24. febrúar og á
Akranesi 25. febrúar.
24. og 25. febrúar
Kammerkór Norðurlands
Listasafn Akureyrar stendur að sýningu 10 ólíkra myndlistar-manna á verkum sem gerð eru
sérstaklega í tilefni af 100 ára afmæli
fullveldis Íslands. Útisýning sem
sett verður upp á völdum stöðum
í miðbæ Akureyrar. Markmiðið
er að sýna nýja hlið á stöðu full-
veldis Íslands á okkar tímum og fá
áhorfendur til að velta fyrir sér hug-
myndum, útfærslum og fjölbreyttum
sjónarhornum tengdum fullveldinu.
28. apríl - 19. ágúst
Fullveldið endurskoðað
4 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . JA N úA R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RföGNum SAmAN
1
1
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
B
6
-D
A
6
0
1
E
B
6
-D
9
2
4
1
E
B
6
-D
7
E
8
1
E
B
6
-D
6
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K