Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 2
Verðþróun seldra fasteigna í fjölbýli í sex póstnúmerum í Reykjavík Frá fyrsta ársfjórðungi 2013 til annars ársfjórðungs 2017 Meðalkaupverð á fermetra Meðalkaupverð á fermetra Meðalkaupverð á fermetra Allar fjölbýliseignir Án nýbygginga Allar fjölbýliseignir Án nýbygginga Allar fjölbýliseignir Án nýbygginga PÓSTNÚMER 101 PÓSTNÚMER 109 PÓSTNÚMER 105 2013, 1. ársfj. 322.870 307.014 213.383 213.383 279.200 279.078 2013, 4. ársfj. 342.053 330.265 223.383 223.383 289.335 289.188 2014, 4. ársfj. 381.261 367.403 248.506 248.506 342.489 332.491 2015, 4. ársfj. 413.727 412.866 274.433 274.433 364.094 365.628 2016, 4. ársfj. 466.881 467.003 326.471 326.471 428.628 428.013 2017, 2. ársfj. 527.799 523.270 374.037 374.037 473.540 475.521 Breyting frá 1. ársfj. 2013 63,5% 70,4% 75,3% 75,3% 69,6% 70,4% Breyting frá 4. ársfj. 2016 13,0% 12,0% 14,6% 14,6% 10,5% 11,1% PÓSTNÚMER 111 PÓSTNÚMER 107 PÓSTNÚMER 112 2013, 1. ársfj. 218.244 200.269 296.904 296.904 230.237 230.237 2013, 4. ársfj. 215.927 213.849 320.041 320.041 246.633 246.633 2014, 4. ársfj. 245.027 245.027 350.509 350.509 271.871 271.871 2015, 4. ársfj. 283.964 283.658 396.280 396.280 302.101 302.101 2016, 4. ársfj. 325.226 325.226 438.161 442.418 345.901 344.489 2017, 2. ársfj. 369.345 370.455 496.373 488.188 401.622 401.622 Breyting frá 1. ársfj. 2013 69,2% 85,0% 67,2% 64,4% 74,4% 74,4% Breyting frá 4. ársfj. 2016 13,6% 13,9% 13,3% 10,3% 16,1% 16,6% Heimild: Þjóðskrá Íslands Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meðalverð seldra fasteigna í fjölbýli í Grafarvoginum í Reykjavík var að meðaltali yfir 400 þúsund á fermetra á öðrum ársfjórðungi í ár. Grafar- vogur hefur póstnúmerið 112. Meðalverðið var nálægt 500 þúsund krónum á fermetra í Vesturbænum, 107 Reykjavík, og um 530 þúsund í miðborginni, 101 Reykjavík. Þetta kemur fram í greiningu Þjóðskrár Íslands fyrir Morgunblað- ið. Meðal annarra niðurstaðna er að meðalverðið er að nálgast 475 þús- und í Hlíðunum og Holtunum, í 105 Reykjavík, og 370 þúsund í Breið- holtinu, 111 Reykjavík. Hástökkvar- inn í prósentum talið er Seljahverfið, 109 Reykjavík, en þar hefur meðal- verð hækkað úr 213 þúsund á 1. ársfj. 2013 í 374 þúsund krónur. Samkvæmt því hefur verð á 100 fermetra íbúð í Seljahverfi hækkað úr að meðaltali 21,3 milljónum í 37,4 milljónir á tímabilinu, eða um 75%. Annað dæmi er að í 101 hefur verðið hækkað úr 32,3 í 52,7 milljónir. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir lítið fram- boð samhliða mikilli eftirspurn eiga þátt í mikilli hækkun fasteignaverðs. Þá hafi hækkandi leiguverð þrýst upp fasteignaverði. Eðlisbreyting hafi orðið á leigumarkaði. Áður hafi verið rætt um að þrír hópar væru á leigumarkaði; erlendir ríkisborgar- ar, námsmenn og einstaklingar sem ekki fengju íbúðalán, og jafnframt að erfitt væri að finna stöðuga og góða leigjendur. Nú séu leigjendur miklu fjölbreyttari hópur. Framboðið af leigueignum sé miklu meira og markaðurinn mjög virkur. Þar með talið markaður fyrir ferðamenn. Ný áhrif leigumarkaðarins „Það er nýtt á síðari árum að hækkanir á leigumarkaði þrýsta á hækkanir á eignamarkaði, sem við höfum kannski ekki séð áður. Það er erfitt að sjá að núverandi launastig geti stutt við frekari hækkanir á fasteignaverði nema þá aðeins að frekari lækkun langtímavaxta komi til sögunnar. Eignamarkaðir eru eðli málsins samkvæmt brokkgengari og ávallt hætta á verðbólum vegna óraunhæfra væntinga,“ segir Ásgeir. Hafa hækkað um 75% frá 2013  Kaupverð 100 fermetra íbúðar í Seljahverfi var að meðaltali 21,3 milljónir 2013 en er nú 37,4 milljónir  Kaupverð íbúða í sex póstnúmerum í Reykjavík hefur hækkað um 63,5%-75,3% frá 1. ársfj. 2013 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 Síðumúla 21, Selmúlamegin, sími 533 6040, www.stimplar.is Mikið úrval af hurða- og póstkassaskiltum, barmmerkjum og hlutamerkjum og fleira Stimplar eru okkar fag það eru skiltin líka Áratuga reynslaÖrugg þjónusta Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Gert er ráð fyrir að framlög rík- isins til málefna útlendinga og hæl- isleitenda verði tvöfalt hærri en áætlað var við fjárlagagerð. Har- aldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður fjár- laganefndar Alþingis, segir líklegt að heildarútgjöld ríkisins til mála- flokksins á þessu ári verði á sjötta milljarð króna. „Nú er ég aðeins ryðgaður í töl- unum, hef ekki notað þær í trakt- ornum í sumar. Það eru um 2,5 milljarðar áætlaðir í málaflokkinn og samkvæmt grófum framreikn- ingi sem við vorum með í maí gat þetta stefnt í 2,5-3,0 milljarða í um- framkeyrslu. Það var einfaldlega of lítið áætlað í þetta í fjárlagagerð- inni í fyrra,“ segir Haraldur í sam- tali við blaðið. Umfang málaflokksins hefur vaxið hratt á undanförnum árum og veldisvöxtur orðið í umsóknum um alþjóðlega vernd hérlendis. Stjórnvöld hafa unnið að því að skerpa á málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi og stytta málsmeðferðartímann. Tíu sérfræðingar verða ráðnir Ríkisstjórnin kom í gær saman í fyrsta sinn eftir sex vikna sum- arfrí. Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra tilkynnti á ríkisstjórnar- fundinum að tíu sérfræðingar yrðu ráðnir til starfa hjá Útlendinga- stofnun á næstunni. Þeir verða al- farið í því að sinna hælisumsókn- um. athi@mbl.is, omfr@mbl.is Of lítið áætlað til útlendingamála  Líklegt að útgjöld ríkisins til mála- flokksins verði á sjötta milljarð króna Rúmlega þrjátíu keppendur taka þátt í Íslandsmóti kæna, sem fram fer um helgina í umsjón Siglinga- klúbbsins Þyts í Hafnarfirði. Pétur Th. Pétursson, formaður Þyts, segir keppnina spennandi. „Það eru rúm- lega þrjátíu bátar sem keppa um Ís- landsmeistaratitil í þremur flokk- um,“ segir Pétur. Keppt er í flokkum Optimist- og Laser Radiant-báta, auk þess sem keppt er í opnum flokki. „Það verður að vera ákveðinn fjöldi til að það sé hægt að keppa í sérstökum flokki. Þeir fara í opinn flokk sem eru ekki nógu margir til að keppa innbyrðis.“ Keppni gærdagsins fór fram innst í Hafnarfirði og var lögð braut með baujum alveg upp við Fjarðargöt- una. Of hvasst var til að keppa á fyr- irhuguðu keppnissvæði í Hraunavík í gær. „Það á að lægja svo við getum kannski fært okkur þangað,“ segir Pétur. athi@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Hafnarfjörður Vegna hvassviðris var keppni gærdagsins færð frá Hraunavík og inn í innri höfnina í Hafnarfirði. Spennandi keppni á þrjá- tíu kænum í Hafnarfirði  Keppt um Íslandsmeistaratitil í þremur flokkum báta Kænukappar Siglt var nánast alveg upp við Fjarðargötuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.