Morgunblaðið - 12.08.2017, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.08.2017, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 Fiskidagurinn á Dalvík Gunnar Reimarsson, Geir Jón Þórisson, Ásgeir Páll Matthíasson, Auður Helgadóttir og Arna Hafsteinsdóttir gáfu gestum súpu í gærkvöldi og skemmtu sér vel. Atli Rúnar Halldórsson Mér er það minn- isstætt að sá merki maður Kristleifur Þor- steinsson í Húsafelli sagði í viðtali haustið 1981 að margir, ekki síst bændur, „gera sér ekki ljóst hve ferða- málin gætu orðið ótrú- lega mikill þáttur í af- komu bænda og landsmanna allra, ef rétt er á málum haldið.“ Hann hafði þá ferðast markvisst um landið til þess að hitta bændur og ræða þessi mál. Um þetta leyti var efnt til sam- taka meðal bænda um faglega áherslu í ferðamálum og hægt og bítandi þróaðist ferðaþjónusta bænda í blómlega nýsköpun. Sagan geymir samofinn arf ferða- þjónustu og landbúnaðar. Löngu áð- ur en orðið ferðaþjónusta varð okk- ur tamt var móttaka gesta ríkur þáttur í líf- inu til sveita. Greiða- sala við vegamót og brúarsporða varð einn fyrsti vísirinn að al- mennri ferðaþjónustu í sveitum. Tengslin milli ferðaþjónustu og land- búnaðar eru því byggð á langri sögu. Ullin, lambið, hesturinn og sveitabærinn verða að mikilvægum tákn- myndum í ferðaþjón- ustu á sokkabandsárum. Í þessum mánuði stendur Heimsmeistaramót íslenska hestsins og eru keppn- ishestar frá 16 löndum. Engum blöðum er um það að fletta að ófáir ferðamenn hafa komið til landsins vegna mynda og umfjöllunar um ís- lenska hestinn. Rétt á haldið Greiðasala í sveitum hefur þróast í einn helsta sprota íslenskrar ferða- þjónustu. Á nærri 200 stöðum um allt land hafa þróast ferðaþjónustu- fyrirtæki á bújörðum. Flest hafa þau dafnað með hægum og örugg- um vexti og náð að falla inn í það menningarlandslag sem fyrir er og mikilvægt er að hafa í huga við alla uppbyggingu. Búgreinin ferðaþjón- usta í sinni fjölbreytilegu mynd er sú grein sem helst hefur komið í stað fækkunar búa í heðfbundnum landbúnaði. Þannig má segja að Kristleifi heitnum hafi orðið að ósk sinni. Umfram allar aðrar atvinnugrein- ar er ferðaþjónustan að breyta sveitum landsins nú um stundir. Það er ævintýri líkast að fylgjast með því hvernig mörg byggðarlög og sveitir eru á nýjan leik að vaxa og dafna. Nýtt uppbyggingarskeið er hafið og þar leikur ferðaþjónustan lykilhlutverk. Það er styrkleiki ferðaþjónustu bænda að byggt er á traustum grunni. Tækifærin felast í þeim arfi sem sveitin og landbún- aðurinn geyma. Fólkið í byggðunum sem hefur þekkingu á landslagi, þjóð- og staðháttum og kann að vinna úr arfleifðinni gerir landið eft- irsóknarvert að ferðast um. Áhrifa- maður í íslenskri ferðaþjónustu ávarpaði búnaðarþing fyrir um 20 árum og sagði að ef ekki væri fyrir landbúnað hefði Ísland lítið fram að færa sem ferðamannaland. Ekki sundur slitið Stórbrotið landslag er að sjálf- sögðu mikilfenglegt en oft leynast einnig tækifæri í hinu smáa. Í lönd- um verksmiðjubúskapar er ekki lengur sjálfgefið að sjá skepnur ganga frjálsar um haga. Það er sannarlega upplifun að sjá kúahóp í haga þótt okkur bændum þyki það ekki merkilegt. Sjá alla lita- fjölbreytnina sem íslenski kúastofn- inn hefur að geyma. Þetta eru mikil verðmæti og vekja spurn í augum ferðamanna sem eiga þessu ekki að venjast. Landbúnaður og ferðaþjónusta vinna saman að því að gera dvöl ferðamannsins innihaldsríka og þjónustuna verðmæta þannig að landið okkar haldi áfram að verða ferðamanninum ógleymanlegt æv- intýr. Þar eru margir snertifletir og sameiginleg viðfangsefni. Það eru því hagsmunir landbúnaðarins að ferðaþjónustan fái að dafna á eðli- legum og fyrirsjáanlegum for- sendum og hagsmunir ferðaþjónust- unnar að íslenskur landbúnaður og athafnalíf um allt land geti fengið forsendur til vaxtar. Vel má færa rök fyrir því að hagsmunir beggja greina verði ekki sundur slitnir. Breytingin er ævintýri líkast Eftir Harald Benediktsson »Umfram allar aðrar atvinnugreinar er ferðaþjónustan að breyta sveitum landsins nú um stundir. Það er ævintýri líkast að fylgj- ast með því hvernig mörg byggðarlög og sveitir eru á nýjan leik að vaxa og dafna.Haraldur Benediktsson Höfundur er alþingismaður. Nú þegar halla tek- ur á Lúthers-árið mikla 2017, er rétt að benda áhugasömum lesendum um kristna menningu á bók séra Gunnars Kristjáns- sonar, fyrrv. prófasts á Reynivöllum í Kjós. Árið 2017 miðast við atburði ársins 1517, þegar Marteinn Lúth- er negldi 95 greinar sínar á dyr Hallarkirkjunnar í Wit- tenberg og hratt af stað atburðarás, sem á vissan hátt markaði endalok miðalda og upphaf nýaldar. Bók séra Gunnars, Marteinn Lúther. Svipmyndir úr siðbótarsögu, sem kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi 2014, er viðamesta verk sem birst hefur á íslensku um siðbótarmanninn. Höfundur einblínir ekki aðeins á ævisögu Lúthers, heldur gerir hann því pólitíska og menningarlega sam- hengi, sem hann er sprottinn upp úr, góð skil. Séra Gunnar gerir og grein fyrir áhrifum Lúthers á siðbreytt kristnihald og mótun þeirrar menningar, sem þró- aðist á þeim svæðum, sem siðbót hans og samherja hans festi rætur. Að sjálfsögðu ræðir höfundur áhrif Lúthers á pólitíska þróun Þýska- lands, áhrif hans á kirkjuskipan og stjórnskipan hinna siðbreyttu kon- ungs- og furstadæma. Sú tæknibylt- ing, sem prentlistin var, gerði Mar- tein Lúther að „poppstjörnu“ sinna tíma og kom í veg fyrir að þaggað væri niður í honum Persónuleiki Marteins Lúthers var „á mörgum hæðum“, ef svo má að orði kveða. Hann var guðfræð- ingur og prestur, textarýnir, rithöf- undur, snjall og skapandi þýðandi, enda talinn hafa lagt grundvöllinn að þýsku ritmáli með biblíuþýðingum sínum. Þá var hann skáld og söng- maður og hafði einnig mótandi áhrif á myndlist sinnar samtíðar. Og ekki má gleyma heimilsföðurnum Lúth- er. Hann hóf hjónabandið til vegs og virðingar. Hann giftist nunnunni Katrínu af Bora og þau hjónin gáfu heimilislífinu og barnauppeldinu aukið vægi og virðingu. Katrín var hinn mikli máttarstólpi í lífi siðbót- armannsins. Kjarni og nýjungin í guðfræði Lúthers er kenning hans um hinn „almenna prestdóm“, þar sem hver og einn er með lífi sínu og breytni kallaður til prestdóms. Öllu þessu gerir sér Gunnar skil af mikilli þekkingu og alúð. Hann hefur siðbótarmanninn ekki á stall og dregur ekki fjöður yfir galla hans og krankleika, sem hrjáðu hann á síðari hluta ævinnar. Í þessum texta liggur geysimikil vinna. Bókina prýðir mik- ill fjöldi sjaldgæfra mynda, en ómæld vinna liggur í að smala sam- an slíku myndaefni. Þessa vinnu ber að þakka séra Gunnari. Þess bera að geta að eiginkona hans, Anna M. Höskuldsdóttir, aðstoðaði mann sinn á ýmsan hátt við þetta viðamikla verk. Það er því mikill fengur að þessari bók og ástæða til þess að hvetja alla þá, sem láta sig kirkju- og menning- arsögu nokkru skipta að lesa hana. Bókmenntaverk, kirkjutónlist og myndlist, sem spruttu upp í Þýska- landi eftir daga Lúthers, er kennd við barokk. Með Hallgrími Péturs- syni eignuðust Íslendingar sinn bar- okkmeistara. Hins vegar urðu þeir – vegna krappra kjara – að bíða fram á 20. öld til þess að geta flutt og hlýtt á verk barokkmeistaranna Bachs og Händels. Svipmyndir úr siðbótarsögu Eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur » Sú tæknibylting, sem prentlistin var, gerði Martein Lúther að „poppstjörnu“ sinna tíma og kom í veg fyrir að þaggað væri niður í honum. Vilborg Auður Ísleifsdóttur Höfundur er sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.