Morgunblaðið - 12.08.2017, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.08.2017, Qupperneq 37
við. Ég einbeitti mér að Bandaríkja- markaði og það kom í ljós að hægt væri að selja ýmsar íslenskar afurðir sem sælkeramat ef öllum kröfum um hollustuhætti, hreinlæti, dýravernd og umhverfissjónarmið yrði full- nægt. Erfiðast var að sannfæra full- trúa kúabænda um að hægt yrði að selja skyr sem sælkeraafurð. Það tók mig tvö ár að sannfæra menn um þetta. Nú er skyr vinsæl mjólkur- afurð í Bandaríkjunum og Evrópu en framleidd erlendis úr erlendum kúm, í stað þess að nýta sérstöðu ís- lensku mjólkurinnar. Aðrar afurðir sem fóru á markað á þessum tíma og eru þar enn eru ís- lenskt súkkulaði, eldisbleikja og lax, ferskur línufiskur, ostar og smjör, lindarvatn og þörungar og söl.“ Baldvin vann að þessu verkefni til 2015 og var þá búsettur í Bandaríkj- unum á árunum 2005-2015. Hann stofnaði matarhátíðina Food and Fun sem notuð var til að kynna íslensk matvæli fyrir erlend- um meistarakokkum. Food and Fun er enn í fullum gangi og hefur aukið mjög hróður íslenskra matvæla. Þá má geta þess að Baldvin hélt hér tónleika með hljómsveitinni Kinks 1965 og með Herman’s Her- mits árið 1966. Hann var með Feg- urðarsamkeppni Íslands á árunum 1982-88 en allan þann tíma komust allar drottningarnar í 10 efstu sæti Miss World og tvær þeirra urðu Miss World. Nú er Baldvin að nýta reynslu sína til að sameina krafta okkar á sviði orkumála, ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu í því skyni að gera Ísland að sjálfbæru landi á grundvelli þessara gæða, öllum til mikilla hagsbóta: „Við eigum að leggja áherslu á gæðin, hollustuna, umhverfismálin, félagslega þætti, menninguna, söguna og þjóðlegu sérkennin, í stað rányrkju á sviði umhverfis- og menningarmála.“ Fjölskylda Eiginkona Baldvins er Margrét Björnsdóttir, f. 24.12. 1946, hús- freyja. Hún er dóttir Björns Guð- mundssonar, f. 14.6. 1925, bílamál- ara í Garðabæ, og k.h., Sigurlaugar Þóru Sophusdóttur, f. 25.11. 1923, d. 15.12. 1998, húsfreyju. Börn Baldvins og Margrétar eru Björn Helgi Baldvinsson, f. 8.11. 1965, framkvæmdastjóri í Garðabæ, en kona hans er Dori Baldvinsson danskennari og á hann þrjú börn; Þóra Margrét Baldvinsdóttir, f. 1.3. 1971, athafnakona í Garðabæ, en maður hennar er Bjarni Benedikts- son forsætisráðherra og eiga þau fjögur börn, og Jón Haukur Bald- vinsson, f. 24.11. 1976, veitinga- maður í Garðabæ, og á þrjú börn. Systkini Baldvins eru Ólafur Örn, f. 13.6. 1951, skipstjóri í Reykjavík; Konráð Ingi, f. 14.1. 1956, prent- smiður í Reykjavík; Helga Þóra Jónsdóttir, f. 24.3. 1957, forstöðu- maður Fossvogskirkju, búsett í Kópavogi, og Þormóður, f. 27.2. 1961, athafnamaður í Garðabæ. Foreldrar Baldvins voru Jón Haukur Baldvinsson, f. 13.3. 1923, d. 30.1. 1994, loftskeytamaður, og Þóra Margrét Jónsdóttir, f. 11.8. 1925, d. 31.12. 2009, húsfreyja. Baldvin Jónsson Ingibjörg Hjálmsdóttir húsfr. á Syðra-Vatni Konráð Magnússon b. á Syðra-Vatni í Lýtingsstaðahr. Sesselja Konráðsdóttir skólastj. í Stykkishólmi og í Rvík Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson kaupm. í Stykkishólmi og í Rvík Þóra Margrét Jónsdóttir húsfr. í Rvík Margrét Þormóðsdóttir húsfr. á Hafgrímsstöðum og víðar Eyjólfur Einarsson b. á Hafgríms- stöðum og víðar í Skagafirði Helga Þóra Jónsdóttir snyrtifr. í Rvík, síðar í Kópavogi Ólafur Örn Jónsson skipstj. í Rvík Ásta Baldvinsdóttir húsfr. í Rvík Auður Jónsdóttir húsfr. í Bandar. Jón Steinar Gunn- laugsson lögm. og fyrrv. hæstarétt- ardómari Konráð Ingi Jónsson offsettljósmyndari í Rvík Halldór Baldvinsson stýrim. í Hafnarfirði Björgvin Halldórsson söngvari Svala Kari- tas Björg- vinsdóttir söngkona Hafsteinn Baldvinsson hrl. í Rvík.Baldvin Haf- steinsson hrl. í Rvík Ingibjörg Jónsdóttir bóksafns- vörður í Rvík Jón Einar Eyjólfsson fjárfestir Konráð Jónsson lögm. í Rvík Gunnlaugur Jónsson framkv. stj. í Rvík Sigurður Birkis söng- málastjóri þjóðkirkjunnar Regína Birkis húsfr. í Rvík Þormóður Eyjólfsson forstj. og bæjarfulltr. á Siglufirði Þormóður Jónsson verslunarm. í Garðabæ Eyjólfur Konráð Jóns- son alþm. og ritstj. Morgunblaðsins Benedikt Eyjólfsson forstj. Bílabúðar Benna Ívar Páll Jónsson framkv.stj. í Rvík Gunnlaugur Jónsson lögreglum. og form. NLFÍ Jóhanna Arnbjörnsdóttir húsfr. í Rvík Jón Jónsson skósmiður í Rvík, af Víkingslækjarætt Helga Jónsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Baldvin Halldórsson skipstj. í Hafnarfirði Guðrún Baldvinsdóttir húsfr. í Gíslholti og víðar Halldór Þórður Magnússon b. í Gíslholti í Holtum og sjóm. víða Úr frændgarði Baldvins Jónssonar Jón Haukur Baldvinsson loftskeytam. og fasteignasali í Rvík ÍSLENDINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 Hulda Svava Elíasdóttir fædd-ist í Arnartungu í Staðar-sveit fyrir einni öld. For- eldrar hennar voru bóndahjónin þar, Elías Kristjánsson og Sigríður Guð- rún Jóhannesdóttir sem var barna- barn Sigríðar í Skarfanesi, laundótt- ur Bjarna skálds Thorarensen. Elías var sonur Kristjáns Elías- sonar, bónda í Straumfjarðartungu og á Elliða, bróðir Jóns á Klúku, afa Jóns M. Bjarnasonar, eiginmanns Huldu. Móðurafi Huldu var Jóhann- es Magnússon, bóndi á Laugabökk- um, bróðir Jóns í Sauðhúsatúni í Fljótshlíð, langafa Guðmundar Ing- ólfssonar píanósnillings. Jón, eiginmaður Huldu, var bóndi á Skarði í Bjarnarfirði á Ströndum og þar bjuggu þau lengst af. Börn þeirra eru Bjarni Snæland útgerðarm., látinn 1999; Elías Snæ- land, rithöfundur og fyrrv. ritstjóri; Jóhannes Snæland bankamaður og Valgerður Snæland kennari. Hulda ólst upp í Arnartungu en fjölskyldan flutti að Elliða í Staðar- sveit 1921. Hún var 11 ára er hún missti móður sína af barnsförum og 10 árum síðar lést faðir hennar. Hulda sótti farskóla á Ölkeldu í Staðarsveit, stundaði nám við ungl- ingaskólann í Stykkishólmi 1936-37 og lauk síðan prófi frá Húsmæðra- skólanum á Staðarfelli í Dölum 1939. Hulda var í vist 1936-38, vann við veitingasölu á Vegamótum og var í vist í Reykjavík 1939. Það ár trúlof- aðist hún Jóni, eiginmanni sínum, á Þingvöllum og 1940 hóf hún búskap með honum á Skarði. Þar var harð- býlt og bærinn afskekktur. Haustið 1941 brann íbúðarhúsið til grunna en kornabarn hafði vaknað og vakið heimilisfólkið með gráti sínum. Fólkið komst í fjárhús og hafðist þar við, bjó í tjöldum næsta sumar en fyrir jól flutti fjölskyldan inn í reisu- legt steinhús. Þau Hulda og Jón bjuggu á Skarði til 1952, síðan á Svarfhóli í Stafholtstungum til 1954, fluttu þá í Ytri-Njarðvík og í Kópa- vog 1963. Hulda lést 3.5. 2002. Merkir Íslendingar Hulda Svava Elíasdóttir Laugardagur 90 ára Anna Hermannsdóttir Birna Benjamínsdóttir 85 ára Aðalsteinn Vestmann 80 ára Gíslína Vilhjálmsdóttir 75 ára Anna K. Ívarsdóttir Birgit Henriksen Guðrún Margrét Antonsdóttir Hulda Þórðardóttir Jakob Friðþórsson Valdimar Stefánsson 70 ára Baldvin Jónsson Erla Lára Guðjónsdóttir Sigurður Jónsson 60 ára Einar Örn Þorvarðarson Guðlaug Valdís Ólafsdóttir Guðmundur Kristján Kristjánsson Laufey Jónsdóttir Sigurþór Stefánsson Trausti Pálsson 50 ára Anna Guðný Helgadóttir Aurel Iamandi Bjarný Sigmarsdóttir Björn Heiðar Hallbergsson Guðmunda Þorsteinsdóttir Gunnhildur Gunnarsdóttir Hörður Þór Harðarson Sigrún Karlsdóttir Unnur Runólfsdóttir 40 ára Anna María Reynisdóttir Björg Marta Gunnarsdóttir Elsa Jónsdóttir Gísli Borgfjörð Þorvaldsson Harpa Birgisdóttir Ingólfur Helgi Jóhannsson Marek Majchrzak Monica Feth Pawel Marek Maszewski Sigurður Friðfinnsson Svanhildur F. Hjörvarsdóttir Sylwester Penke Þóra Jóna Kemp Árbjörnsdóttir 30 ára Ásta K. Guðmundsd. Michelsen Birgir Daði Jóhannsson Einar Freyr Ingason Elínborg Ósk Jensdóttir Elín Hrafnsdóttir Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir Gústaf Línberg Kristjánsson Hallur Símon Salómonsson Hans Jakob Hilmarsson Mateusz Marcin Dzwonkowski Márcia Franco Araújo Monika Kinga Chruslicka Sigurbergur Sveinsson Soffía Marý Másdóttir Vala Stefánsdóttir Sunnudagur 95 ára Gerða Doretz Hermannsdóttir 90 ára Halldór Hinriksson Kristín Sigurjónsdóttir Unnur Jóhannsdóttir 85 ára Guðný Jónsdóttir Gunnar Valur Svavarsson Stefán Ásberg Sveinn G. Sveinsson 80 ára Ása Jörgensdóttir Bergsveinn Jóhannesson Jarmila Hermannsdóttir Pétur Leví Elíasson Vilhelmína Þórarinsdóttir 75 ára Bergljót Hulda Sigurvinsdóttir Eysteinn Orri Illugason Sigríður B. Guðmundsdóttir Thi Lý Nguyen 70 ára Auður Daníelsdóttir Guðbjartur Bjarnason Gunndís Gunnarsdóttir Magnús S. Jónsson Ragnheiður Elín Jónsdóttir Snjólaug Petrína Sveinsdóttir 60 ára Einar Daníel Bragason Elísabet Anna Pétursdóttir Elísabet Magnúsdóttir Guðrún Indíana Gísladóttir Jón Sigursteinn Gunnarsson Kjartan R. Guðmundsson Kristján Lilliendahl Selma Dröfn Guðjónsdóttir Sigrún Gunnarsdóttir 50 ára Aðalheiður Sigurjónsdóttir Andrzej Waldemar Truss Guðlaug Linda Guðjónsdóttir Hildur Aðalsteinsdóttir Ingólfur Hreiðar Bender Marian Wozniak Sigrún Erla Hill Sigurjón Bjarnason Sóley Stefánsdóttir Steinn Ólafsson Wojciech Sienda Ynja Sigrún Ísey Pálsdóttir Þórður Kristinsson 40 ára Enrika Aleksejenko Hallfreður Ragnar Björgvinsson Lucy R. Eiríksson Oddgeir Einarsson Ólafía B. Ásbjörnsdóttir 30 ára Adam Bartosik Everton Gehlen Chiamulera Ingi Þór Stefánsson Íris Bjarnadóttir Karolina Zawadzka Michal Rychlowski Sasithorn Phuangkaew Silviu Rotariu Sylwia Danowska Sæunn Magnúsdóttir Til hamingju með daginn Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Ú T S Ö L U l o k LO K A D A G U R L A U G A R D A G i n n 1 2 . á g ú s t 2 0 - 5 0% a f s l á t t u r a f ú t s ö l u v ö r u m 1 0% a f s l á t t u r a f n ý j u m v ö r u m o g s é r p ö n t u n u m -40% Cross skenkur kr. 137.800 Nú kr. 82.680 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.