Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fjörutíu sjóðfélagar annarra lífeyr- issjóða hafa gert samning við Frjálsa lífeyrissjóðinn um greiðslu tilgreindrar séreignar inn í sjóðinn, í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið ítrekaði á dögunum í dreifibréfi að sjóðfélagar sem ráðstöfuðu hluta í séreignasjóð réðu sjálfir í hvaða séreignasjóð það yrði. Almenni líf- eyrissjóðurinn hefur sömuleiðis tek- ið við sambærilegum umsóknum, og mikill áhugi er á slíkum sparnaði hjá Íslenska lífeyrissjóðnum. Fjármálaeftirlitið birti bréf sitt í tilefni breytinga sem urðu á lífeyr- iskerfinu 1. júlí þegar framlag at- vinnurekenda hækkaði um 1,5% upp í 10% af launum og launþegum bauðst að setja allt að 2% af laun- um í svokallaða tilgreinda séreign. Ánægður með fjöldann „Ég er mjög ánægður með þenn- an fjölda í ljósi þess að aðeins eru um tvær vikur síðan Frjálsi lífeyr- issjóðurinn gat tekið á móti til- greindri séreign,“ segir Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, í samtali við Morgunblaðið. „Jafnframt býst ég við mikilli fjölgun samninga við Frjálsa á næstu vikum miðað við þann fjölda fyrirspurna sem sjóðn- um hefur borist að undanförnu.“ Arnaldur telur að núna eftir sum- arfrí muni margir sjóðfélagar taka ákvörðun um hvernig þeir kjósi að ráðstafa hækkun á mótframlagi sínu. „Eflaust verður umræða um þessi mál á fjölmörgum vinnustöð- um og sumir launagreiðendur munu eða hafa nú þegar kynnt sínu starfsfólki hvaða valkosti það hef- ur.“ Arnaldur lýsir ánægju með að FME hafi eytt óvissu um málið. „Það er mjög jákvætt að Fjármála- eftirlitið hafi eytt óvissu um val á vörsluaðila fyrir tilgreindu séreign- ina og að allir launþegar á almenn- um vinnumarkaði geti loks valið hvert þeir greiða hluta af skylduið- gjaldi sínu.“ Ólafur Páll Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska lífeyris- sjóðsins, sem rekinn er af Lands- bankanum, segir að viðskiptavinir Landsbankans hafi sýnt tilgreindri séreign mikinn áhuga og fjölmargar fyrirspurnir berist á hverjum degi. Margir vilji greinilega nýta sér þann kost að greiða iðgjaldið til annars vörsluaðila en viðkomandi skyldulífeyrisssjóðs. „Áhuginn er í samræmi við væntingar, en nú þeg- ar hafa um 600-700 fyrirspurnir borist vegna tilgreindrar séreignar. Margir eru reyndar hálf ringlaðir í þessu öllu enda kerfið orðið flókið fyrir marga. Breytingarnar eru hins vegar í grunninn mjög jákvæð- ar enda gefst fólki nú kostur á að safna meiri séreign en áður,“ segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að sjóðurinn verði með aukaársfund í næstu viku þar sem fjallað verði um samþykkt- abreytingar vegna tilgreindrar sér- eignar. Fjórar ávöxtunarleiðir í boði „Boðið verður upp á fjórar ávöxt- unarleiðir fyrir tilgreindu séreign- ina. Þeir sem greiða lögbundinn líf- eyrissparnað til Íslenska lífeyrissjóðsins og njóta hærra ið- gjalds, þ.e. 14% lögbundins ið- gjalds, þurfa hins vegar ekkert að aðhafast, þar sem viðbótin rennur öll til frjálsrar séreignar,“ segir Ólafur. Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyris- sjóðsins, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að margir sjóðfélagar annarra sjóða hafi haft samband og sótt um að greiða tilgreinda séreign í Almenna lífeyrissjóðinn. Tugir í nýju séreignina Morgunblaðið/Þórður Eftirlaun Tilgreind séreign hefur aðra skilmála en önnur séreign.  40 umsóknir borist Frjálsa lífeyrissjóðnum  Nálægt 700 fyrirspurnir borist til Íslenska lífeyrissjóðsins  Margir hafa skilað inn umsókn hjá Almenna Sparnaður » Er laus til útborgunar við 67 ára aldur eða í jöfnum greiðslum frá 62-67 ára aldurs. » Von er á lagabreytingu vegna séreignarinnar. » Hluti af samkomulagi SA og ASÍ frá því í janúar 2016. tækið La Rinascente kaup á Illum og hefur undanfarin ár lagt mikið fjármagn í að endurbæta útlit og skipulag verslunarinnar, að hans sögn. „Við finnum fyrir miklum með- byr í Danmörku og áhugi á vöru- merkinu er stöðugt að aukast og ekki síst fyrir tæknilegum fatnaði sem hannaður er fyrir daglega notkun í borginni. Danir hjóla og ganga mikið í og úr vinnu og því teljum við fatnað okkar henta danska markaðinum gríðarlega vel líkt og þeim íslenska,“ segir Helgi Rúnar. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is 66°Norður hefur opnað sína þriðju verslun í Kaupmannahöfn í Dan- mörku. Um er að ræða verslun inni í dönsku versluninni Illum. Helgi Rúnar Óskarsson, for- stjóri 66°Norður, segir í samtali við Morgunblaðið að fyrsta versl- unin í Danmörku hafi verið opnuð árið 2014. „Við höfum séð stöð- ugan vöxt frá þeim tíma,“ segir hann. Fyrir rekur 66°Norður verslanir við Østergade á Strikinu og við Sværtegade sem einnig er í mið- bænum. Það selur einnig í Magas- in du Nord, í Illums Bolighus og síðar í haust verða vörur einnig fáanlegar í 14 verslunum Samsøe & Samsøe. Helgi segir að 66°Norður selji í heildsölu til Bandaríkjanna, Sví- þjóðar, Þýskalands og víðar. Hann vill ekki upplýsa hve stóran hluta af tekjum fyrirtækisins megi rekja til Danmerkur en vekur athygli á að á Íslandi séu reknar tíu versl- anir en þrjár í Danmörku. Árið 2013 festi ítalska fyrir- Opna 66°Norður verslun í Illum  Reka þrjár búðir í Danmörku Verslun Úr 66°Norður í Illum. Kókosjógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt: Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Nýtt Zodiac Bankastræti 12, 101 Reykjavík, sími 551 4007, www.skartgripirogur.is Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 11-17 Gott úrval - gott verð hálsmen Verð 26.900 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á 12. ágúst 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.94 106.44 106.19 Sterlingspund 137.71 138.37 138.04 Kanadadalur 83.18 83.66 83.42 Dönsk króna 16.681 16.779 16.73 Norsk króna 13.293 13.371 13.332 Sænsk króna 12.976 13.052 13.014 Svissn. franki 109.64 110.26 109.95 Japanskt jen 0.9646 0.9702 0.9674 SDR 149.15 150.03 149.59 Evra 124.1 124.8 124.45 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.9656 Hrávöruverð Gull 1288.3 ($/únsa) Ál 2023.0 ($/tonn) LME Hráolía 52.72 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.