Morgunblaðið - 12.08.2017, Page 45

Morgunblaðið - 12.08.2017, Page 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Við ákváðum að halda samstarfinu áfram þó að þrír okkar hafi flutt frá New York og tókum upp plötu í lok sumars 2015 í kjölfar Evróputúrs sem við fórum í,“ segir Ari Bragi Kárason trompetleikari um nýja plötu kvartettsins Melismetiq. Þeir Shai Maestro, Rick Rosato, Arthur Hnatek og Ari Bragi stofnuðu sveit- ina í New York árið 2010 og hafa nú gefið út sína fyrstu plötu, Mesmetiq. Þeir verða með útgáfutónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur í Eldborg- arsal Hörpu í kvöld klukkan 19. „Platan fór óvart á flakk milli plötufyrirtækja og við vorum allir með mörg járn í eldinum en svo ákváðum við að drífa þetta af og setja plötuna í framleiðslu. Okkur bauðst svo að vera með útgáfu- tónleikana á Jazzhátíðinni,“ segir Ari Bragi. Melismetiq kom líka fram á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2012 en Ari Bragi segir spilamennsku þeirra hafa tekið breytingum síðan þá. „Við erum allir mjög góðir vinir og til að byrja með þá spunnum við bara á staðnum. Við fórum bara á svið án þess að vera búnir að ákveða neitt hvað við ætluðum að spila og gerð- um það á hátíðinni 2012. En svo þeg- ar við fórum að taka upp plötuna ákváðum við að róa þetta niður og fara í meiri einfaldleika og sterkari melódíur og sömdum þetta svolítið í sameiningu.“ Á plötunni eru þrjú lög eftir Ara Braga, en tvö þeirra er einnig að finna á plötu með íslensku hljóm- sveitinni Annes. „Áhugasamir geta borið þau saman, þessar mismun- andi nálganir frá mismunandi menn- ingarheimum. Svo er eitt tökulag með Björk á plötunni, lagið „Uni- son“ af plötunni Vespertine,“ segir Ari Bragi. Hann hlakkar mikið til og segir þetta verða í fyrsta sinn sem þeir hittast allir fjórir síðan þeir tóku plötuna upp. „Við iðum allir í skinn- inu að fá að spila lögin á plötunni eft- ir hafa hlustað mikið á þau og pælt fram og til baka. Ég held að það verði mikil spilagleði hjá okkur og músík frá hjartanu.“ Ari Bragi segir þetta verða einu útgáfutónleikana fyrir plötuna, en það sé fleira á döfinni. „Við settum fókusinn á að láta þetta ganga upp, það er meira en að segja það. Píanó- leikarinn er maður sem spilar 240 tónleika á ári úti um allan heim. Hann kemur einmitt á laugardags- morguninn og tónleikarnir eru um kvöldið, hann má ekki missa af neinu flugi eða neitt, þá er þetta búið. Við ætlum að leggja áherslu á þetta og svo í byrjun næsta árs erum við að fara í smá Evróputúr og ætlum hugsanlega að taka upp aðra plötu í leiðinni.“ „Það hefur alltaf verið draumur minn að standa á sviðinu í Eldborg og spila músíkina mína með mínum bestu vinum. Ég get ekki beðið, þetta er eitt mesta tilhlökkunarefni ársins hjá mér, ekki spurning,“ segir Ari Bragi að lokum. Draumurinn að spila í Eld- borg með bestu vinunum Tilhlökkun Ari Bragi Kárason hlakkar til útgáfutónleikanna í kvöld.  Kvartettinn Melismetiq fagnar útgáfu Melismetiq Fjöldi viðburða er í boði á lokadög- um Jazzhátíðar Reykjavíkur.  Í dag, laugardag, kl. 11 ræða gítarleikarinn Taulant Mehmeti frá Kósóvó og trommuleikarinn Aym- an Boujlida frá Túnis hvernig þeir nota tónlist heimalanda sinna í djassnálgun sinni. Fólk er hvatt til að mæta með hljóðfæri.  Kl. 15 leika Gaukur Hraundal & Reykjavík Swing Syndicate á Classic-sviðinu.  Kl. 16 troða söngkonan Mar- ína Ósk Þórólfsdóttir og gítarleik- arinn Mikael Máni Ásmundsson upp á Classic-sviðinu.  Kl. 17 verður píanistinn Fred Hersch með listamannaspjall á Classic-sviðinu þar sem hann ræð- ir um reynslu sína af því að vera samkynhneigður og alnæmissmit- aður listamaður. Aðgangur er ókeypis.  Kl. 19 fagnar Melismetiq út- gáfu fyrstu plötu sinnar í Eldborg. Kvartettinn skipa Ari Bragi Kára- son, Shai Maestro, Rick Rosato og Arthur Hnatek.  Kl. 20.30 leikur Fred Hersch Trio í Eldborg Hörpu. Tríóið skipa auk Hersch þeir John Hebert á kontrabassa og Eric McPherson á trommur. Bæði tónleikarnir og listamannaspjall Hersch eru í sam- starfi við Hinsegin daga.  Kl. 22:15 leikur Stórsveit Þrándheima í Eldborg tónlist eftir bassaleikaranna Ole Morten Våg- an  Kl. 23 hefst „jamsession“ á Classic-sviði.  Á morgun, sunnudag, kl. 15 verður kastljósinu beint að vel völdum hinsegin höfundum djass- ins, þeirra á meðal Cole Porter, Billy Strayhorn og Billie Holiday. Högni Egilsson, Kristjana Stef- ánsdóttir, Stína Ágústsdóttir og Þór Breiðfjörð syngja við undirleik Hjartar Ingva Jóhannssonar á pí- anó, Andra Ólafssonar á bassa og Magnúsar Trygvasonar Elíassen á trommur. Fjöldi spennandi viðburða LOKAHELGI JAZZHÁTÍÐAR REYKJAVÍKUR Brautryðjandi Píanistinn Fred Hersch tekur þátt í listamannaspjalli í dag. Jazzhátíð Reykjavíkur 2017 Atvinna Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Dæmi: COSMETAL AVANT Nýjasta brúsavatnsvélin Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 18. ágúst NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 14. ágúst. SÉRBLAÐ Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu valkosti sem í boði er fyrir þá sem stefna á að auka við þekkingu sína og færni í haust og vetur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.