Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 Það er eitt hasaratriði íAtomic Blonde sem er svoflott að það væri þess virðiað sjá myndina þótt allt annað væri ömurlegt: Charlize The- ron í hlutverki MI6-njósnarans Lor- raine Broughton berst þar við hóp af sovéskum útsendurum niður stiga- gang berlínskrar blokkar og svo út á götu, þar sem slagurinn breytist í bílaeltingaleik. Þetta atriði er klippt saman þannig að það virðist vera ein samfelld taka sem endist í heilar sjö mínútur. Á þessum sjö mínútum eru Lorraine og Sovétmennirnir svo lurkum lamin að maður kveinkar sér nánast með þeim. Þökk sé því hvern- ig atriðið flæðir sem ein heild upp- lifir maður sig nánast sem þátttak- anda í slagnum inni í blokkinni. Þetta hasaratriði er tvídæmalaust hápunktur myndarinnar en sem bet- ur fer er myndin sem fylgir því líka nokkuð góð. Í henni er Lorraine send til Berlínar fáeinum dögum fyr- ir fall Berlínarmúrsins til þess að rannsaka morð eins útsendara MI6 sem hafði undir höndunum lista af nöfnum allra njósnara Sovétríkj- anna, þ.á m. dularfulls uppljóstrara innan MI6 að nafni Satchel. Lor- raine fær til liðs við sig útsendara MI6 á staðnum, David Percival, en fer fljótt að gruna að hann hafi eitt- hvað óhreint í pokahorninu. Hingað til hefur það orð farið af myndinni að hún sé sterkari hvað varðar stíl en söguþráð. Þetta er al- veg rétt en mér þótti það ekki koma að sök, a.m.k. ekki upp að sama marki og í mörgum öðrum myndum. Handritið fer varla að vinna nein verðlaun en það er þó langt því frá að vera slæmt. Undir lokin er reynt aðeins um of að koma áhorfandanum á óvart og verður það helst til flókið, en þó ekki svo mjög að ekki sé hægt að skilja hvað gengur á. Eitt sem ég kunni ekki að meta við handrit myndarinnar er fremur ógeðfelldur dauði einnar persón- unnar undir lokin. Þegar persónan deyr veltir maður fyrir sér hvers vegna hún var í myndinni til að byrja með vegna þess hve lítil áhrif hún hafði haft á söguþráðinn. Leikarar myndarinnar standa sig með prýði; sérstaklega sannar Char- lize Theron með þessari mynd ásamt Mad Max: Fury Road að hún er einn mesti töffari meðal hasarhetja í kvikmyndum í dag. Útlit myndar- innar er einnig mjög flott – myndin dregur upp mynd af Berlín undir lok kaldastríðsáranna, hún er bæði gruggug og niðurbrotin en á sama tíma lokkandi á sinn eigin hátt. Þeg- ar skipt er á milli atriða sjáum við staðarheiti spreyjað á skjáinn í gló- andi neonlitum. Þetta er eiginlega lýsandi fyrir stíl allrar myndarinnar: Glansandi hlutir á gruggugum bak- grunni. Dreypt er stökum dropum af glans og glamúr inn í grotnandi pönkheim undirheima Austur- Berlínar. Töffari Charlize Theron í hlutverki Lorraine Broughton í Atomic Blonde. Glansdropar í pönkheimi Borgarbíó, Laugarásbíó, Háskólabíó, Smárabíó. Atomic Blonde bbbmn Leikstjórn: David Leitch. Handrit: Kurt Johnstad, Antony Johnston og Sam Hart. Aðalhlutverk: Charlize Theron, James McAvoy og John Goodman. Bandaríkin, 2017, 115 mínútur. ÞORGRÍMUR KÁRI SNÆVARR KVIKMYNDIR Myndlistarmaðurinn Egill Sæ- björnsson mun leiða sérstakan keppnisflokk stuttmynda á Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, stuttmynda sem eru ein mínúta að lengd. Flokk- urinn er samstarfsverkefni RIFF og The One Minutes, sem er al- þjóðlegt samstarfsverkefni lista- manna með aðsetur í Amsterdam og verða myndirnar frumsýndar á sama tíma í Reykjavík á RIFF og í Bonnefanten-safninu í Maast- richt í Hollandi. Samkeppnin er öllum opin og er skilafrestur 15. ágúst Í tilkynningu vegna þessa segir að Egill óski eftir fleiri myndum í samkeppnina en komnar eru og hvetur hann kvikmyndagerð- armenn til að skapa persónur og jafnvel finna sitt innra sjálf en þema keppninnar er „Create Cha- racters“, þ.e. skapið persónur. Frekari upplýsingar má finna á theoneminutes.org/participate. Fjölhæfur Egill Sæbjörnsson, myndlistar- og tónlistarmaður. Egill leiðir keppnisflokk mínútumynda Out of thin air Myndin hefst á hinni drama- tísku sögu af hvarfi Guð- mundar Einarssonar og svo Geirfinns Einarssonar árið 1974 IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 20.00 Hjartasteinn Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 22.15 Sing Street Metacritic 79/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 18.00 Who’s afraid of Virginia Woolf? Breska Þjóðleikhúsið teflir hér fram einu magnaðasta leikhúsverki sem sett hefur verið upp. Bíó Paradís 20.00 The Other Side of Hope Metacritic 88/100 IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 22.00 Heima Bíó Paradís 18.00 The Midwife Bíó Paradís 17.30 The Dark Tower 12 Metacritic 39/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.00 Smárabíó 19.50, 22.05 Háskólabíó 18.10, 21.10 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Spider-Man: Home- coming 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 73/100 IMDb 8,0/10 Smárabíó 13.40, 16.40, 19.40, 22.30 Háskólabíó 15.20 Borgarbíó Akureyri 17.20 Fun Mom Dinner 12 Metacritic 33/100 IMDb 3,3/10 Sambíóin Álfabakka 19.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Akureyri 18.00 War for the Planet of the Apes 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 82/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 22.30 Wonder Woman 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 76/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 22.00 Sambíóin Egilshöll 15.00, 18.00 The House 16 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 The Bleeder 12 Sambíóin Egilshöll 22.20 Baywatch 12 Morgunblaðið bbnnn Metacritic 37/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Baby Driver 16 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 86/100 IMDb 8,3/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Háskólabíó 20.50 Ég man þig 16 Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,8/10 Háskólabíó 15.30, 18.00, 21.00 Bíó Paradís 20.00 Pirates of the Caribbean: Salazar’s Revenge 12 Metacritic 39/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Storkurinn Rikki Metacritic 55/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 14.00, 15.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.50 Sambíóin Kringlunni 13.40, 14.00, 16.00 Sambíóin Akureyri 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 16.00, 18.00 Aulinn ég 3 Metacritic 55/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Álfabakka 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 16.00, 18.00 Smárabíó 13.00, 15.20, 17.40 Háskólabíó 15.30, 17.50 Borgarbíó Akureyri 15.30, 18.00 Bílar 3 Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40 Sambíóin Egilshöll 15.00 Sambíóin Kringlunni 13.20, 15.30 Sambíóin Akureyri 15.20 Valerian 12 Morgunblaðið bbmnn Metacritic 52/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 14.00, 19.50 Smárabíó 14.00, 16.50, 19.40 Heiða Laugarásbíó 14.00, 17.00 Lorraine Broughton er frábær njósnari sem jöfn- um höndum notar kynþokka sinn og grimmd til að lifa af í hörðum heimi njósnara á dögum Kalda stríðsins. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 63/100 IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00, 20.00, 22.25 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Smárabíó 14.00, 14.30, 16.40, 17.10, 19.30, 20.00, 22.10, 22.30 Háskólabíó 15.30, 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22. Atomic Blonde 16 Annabelle: Creation 16 Nokkrum árum eftir dauða dóttur sinnar skjóta brúðugerðarmaður og kona hans skjólshúsi yfir nunnu og nokkrar stúlkur frá nálægu mun- aðarleysingjahæli. Metacritic 71/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 21.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Dunkirk 12 Myndin fjallar um Operation Dynamo árið 1940, þegar 340 þúsund hermenn bandamanna voru frelsaðir úr sjálfheldu. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 96/100 IMDb 9,2/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.40, 20.00, 21.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 15.40, 18.00, 20.20, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20s Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.