Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 ✝ Steinunn Ein-arsdóttir Fink (Nenna Fink) fædd- ist í Vík í Mýrdal 29. desember 1924. Hún lést á heimili sínu í Studio City í Kaliforníu 14. sept- ember 2016. For- eldrar hennar voru Einar Erlendsson skrifstofumaður frá Engigarði í Mýrdal, f. 1. febrúar 1895, d. 13. mars 1987, og Þorgerður Jóns- dóttir húsmóðir frá Höfða- brekku í Hvammshreppi í Vest- ur-Skaftafellssýslu, f. 21. janúar 1897, d. 22. júní 1991. Bróðir Nennu var Erlendur, forstjóri, f. 30. mars 1921, d. 18. mars 2002, kvæntur Margréti Helgadóttur húsmóður frá Seglbúðum í Landbroti. Systir Nennu var Erla Einarsdóttir, íþróttakenn- ari og skrifstofukona, f. 4. mars 1930, d. 11. september 2008, kvænt Gísla Indriða Felixsyni rekstrarstjóra frá Húsey í Skagafirði. Uppeldisbróðir Nennu var Björn Bergsteinn Björnsson framkvæmdastjóri, f. 3. október 1918, d. 26. nóvember 1986, kvæntur Ólöfu Helgadótt- ríkjunum. Þar hitti hún verð- andi eiginmann sinn sem var að læra læknisfræði. Þau giftu sig 20. desember 1954 og fluttu til Rochester í New York. Þar starfaði Nenna við University of Rochester Hospital þar til þau hjónin fluttu til Kaliforníu árið 1956. Nenna vann á UCLA Ho- spital í Kaliforníu þar til dóttir þeirra fæddist árið 1957. Frá 1970-1977 starfaði Nenna við Childrens Hospital í Los Angel- es, 1977-1991 á barnadeild UCLA Hospital og svo á tveimur alnæmisdeildum á sama sjúkra- húsi. Síðustu tvö ár starfs- ævinnar, 1995-1997, vann hún sem skólahjúkrunarkona hjá skóla fyrir unglinga með geð- raskanir. Nenna lagði alla tíð mikla rækt við íslenskan uppruna sinn og sótti landið sitt og íslensku ættingjana oft heim. Á yngri ár- um tók hún virkan þátt í Íslend- ingafélaginu í Los Angeles og hélt hún góðu sambandi við ís- lenska vini sína allt þar til hún lést. Kveðjuathöfn Nennu fer fram í Víkurkirkju í Mýrdal í dag, 12. ágúst 2017, og hefst hún klukk- an 14. ur hjúkrunarfræð- ingi frá Seglbúðum í Landbroti, þau Björn voru einnig bræðrabörn. Nenna kvæntist 20. desember 1953 Albert Fink lækni, f. 24. júní 1924, d. 26. desember 2015. Foreldrar hans voru Henry Fink forstjóri og Bertha Wheeler Fink hjúkrunarfræð- ingur. Nenna og Al eignuðust tvö börn: 1) Dísa Louise Fink fram- haldsskólakennari, f. 22. maí 1957, kvænt Niels Jørn Thom- sen, garðyrkjufræðingi og bruggara, f. 7. júní 1952, búsett í Danmörku. Sonur þeirra er Kristján Albert, f. 22. ágúst 1982, d. 4. september 2007. 2) Henry Einar Fink lögfræðingur, f. 12. ágúst 1959, d. 5. september 2003. Nenna ólst upp í Vík í Mýrdal. Hún stundaði nám við Barna- og unglingaskólann í Vík í Mýrdal og nam svo hjúkrunarfræði í Reykjavík. Árið 1951 var henni boðið hjúkrunarstarf hjá Har- pers Hospital í Detroit í Banda- Nenna föðursystir mín lést síðastliðið haust. Hún er síðasti náni ættinginn af kynslóð föður míns sem kveður. Í æskuminningum mínum var ævintýraljómi kringum Nennu frænku og hennar fjöl- skyldu. Nenna var eldri systir föður míns. Fljótlega eftir að hún lauk hjúkrunarnámi fluttist hún á veg ævintýranna til Banda- ríkjanna. Hún hóf störf þar sem hjúkrunarfræðingur. Þar kynntist hún fljótlega Alberti manni sínum, sem var lungna- læknir. Þau Al bjuggu í Kali- forníu og eignuðust börnin Dísu og Henry Einar, sem voru nokkrum árum yngri en ég. Og þau frændsystkinin töluðu ensku, sem var sannarlega spennandi í þá daga. Það var alltaf tilhlökkun að fá frænd- fólkið í heimsókn. Ekki varð þó úr því að ég heimsækti þau vestur um haf fyrr en ég var orðin fullorðin. Fram að þeim tíma voru ferðir á austurströnd Bandaríkjanna meira fyrirtæki en nú er. En það varð að venju hjá mér í nokkur ár að heimsækja Nennu og Al í tengslum við ferðir til Bandaríkjanna. Móttökurnar voru ógleymanlegar enda stjan- að við mig á marga vegu. Þau buðu mér á tónleika og í leik- hús í sjálfri Hollywood. Í þess- um ferðum mínum kynntist ég líka starfi Nennu, en hún var þá vel metinn hjúkrunarfræð- ingur á krabbameinsdeild UCLA. Nenna var mjög víð- lesin og fróð og gaman að tala við hana um allt milli himins og jarðar og lífið sjálft. Hún var stolt af uppruna sínum og mik- ill Íslendingur í sér. Í þessum heimsóknum fékk ég líka tæki- færi til að hitta Henry Einar, sem þá var orðinn lögfræðing- ur. Hann keyrði með frænku sína í sportbílnum sínum um hæðir Hollywood og bauð henni að borða á fínum veitingahús- um. Þá naut Árni sonur okkar líka velvilja og gestrisni Nennu og Als, þegar hann var við flug- nám í Bandaríkjunum. Nenna fékk sannarlega að kynnast sorginni á seinni árum. Einkason sinn missti hún eftir alvarleg veikindi. Þá missti hún af slysförum eina barnabarn sitt, son Dísu. En Nenna sjálf lifir í minn- ingunni sem einstaklega greind, falleg og hugrökk kona. Ég þakka henni allar góðar stundir. Helga Erlendsdóttir. Mig langar til að minnast hennar Nennu frænku sem nú leggst til hinstu hvílu á æsku- slóðunum í Vík í Mýrdal. Nenna, sem var ömmusystir mín, flutti ung til Bandaríkj- anna til að stunda hjúkrunar- störf. Þar varð hún ástfangin, giftist og bjó til æviloka. Þrátt fyrir fjarlægðina við Ísland var hún alltaf stór hluti af lífi okkar ættingja hennar. Hún fylgdist vel með og var til staðar ef eitt- hvað bjátaði á, einstaklega hjálpsöm og gjafmild. Í augum barnsins var Nenna frænka í Ameríku eins og æv- intýrafrænka. Pakkarnir sem hún sendi á jólum, afmælum og bara hvenær sem henni datt í hug voru uppspretta spennings og tilhlökkunar því alltaf inni- héldu þeir eitthvað skemmti- legt og framandi. Kortin voru líka vandlega valin og falleg með kærleiksríkum kveðjum. Oft hefur verið talað um að Nenna hafi nánast séð um að fata börnin í fjölskyldunni og unglingnum mér fannst nú ekki leiðinlegt að fá föt frá Ameríku sem voru öðruvísi á tímum þar sem allir voru helst í eins föt- um. Þetta hefur sennilega átt drjúgan þátt í fatasmekknum á fullorðinsárum sem hefur nú ekki alltaf verið „hefðbundinn“. Það var líka svo gaman þeg- ar Nenna og fjölskylda komu í heimsókn til Íslands. Knúsin og faðmlögin hennar voru svo hlý og innileg og hreimurinn svo syngjandi skemmtilegur. Skyr, harðfiskur og Sinalco urðu veislumatur og íslenska vatnið guðaveigar. Þegar ég eignaðist ung tvo syni með sjaldgæfan efna- skiptagalla sem krafðist strangs sérfæðis var hjúkrun- arfræðingurinn Nenna ekki lengi að afla upplýsinga og senda mér. Hún sendi líka hveiti, matvörur og áskrift að fréttablaði, uppskriftabók og hvaðeina sem hún taldi geta hjálpað, sem það gerði svo sannarlega. Þetta var fyrir tíma internetsins og upplýsing- ar ekki eins aðgengilegar og í dag. Nenna fannst mér alltaf ein- hvern veginn svo góð í gegn og þegar hún missti son sinn og dótturson með aðeins fárra ára millibili hugsaði ég hversu ótrúlega grimmt og ósann- gjarnt lífið getur stundum ver- ið. Það er viss huggun að vita að nú eru þeir í faðmi hennar aftur, þó söknuðurinn sé engu minni hjá þeim sem eftir lifa. Við verðum Nennu og fjöl- skyldu hennar ævinlega þakk- lát fyrir þann mikla og góða stuðning sem þau hafa sýnt okkur alla tíð og fyrir allar fal- legu og dýrmætu minningarn- ar. Elsku Dísu og Niels vottum við okkar dýpstu samúð. Erla Einarsdóttir og fjölskylda. Mig langar að minnast Nennu frænku og rifja upp minningar sem tengjast henni. Nenna var fædd og uppalin í Vík í Mýrdal þar sem hún sleit barnsskónum. Hún lærði hjúkr- unarfræði og bauðst síðan starf í Bandaríkjunum þar sem hún kynntist Al og settust þau að í Los Angeles og þar bjó hún til æviloka. Nenna var einstaklega góð og ljúf frænka. Mér er minnisstætt í barnæskunni hvað það var spennandi að opna jólapakkana sem bárust frá henni. Það var alltaf gaman að fá Nennu og fjölskyldu í heimsókn á Krókinn en þær systur voru í nánu og góðu sambandi þrátt fyrir fjarlægðina á milli þeirra. Við heimsóttum Nennu og Al til LA árið 1996 og fengum við höfðinglegar móttökur og var stjanað við okkur meðan við dvöldum þar. Ég man sérstak- lega eftir því þegar við fórum með henni í bíltúr. Nýr bíll stóð í heimkeyrslunni og Nenna gengur að bílnum, sem var Ford Thunderbird ef ég man rétt, og ég spyr hvort hún eigi þennan bíl og svarar hún ját- andi. Við stígum inn í bílinn og Nenna rýkur af stað á kraft- miklum bílnum og ekur greitt. Þrátt fyrir að hún væri þarna 72 ára gömul þá var hún hörku- góður bílstjóri. Foreldrar mínir, amma Þor- gerður og Logi bróðir minn, heimsóttu Nennu og Al, áttu með þeim góða daga og ferð- uðust mikið. Oft var talað um þessa ferð á heimilinu og man ég að þeim þótti sérstaklega gaman að koma til Hawai. Nenna varð fyrir þungu áfalli þegar hún missti son sinn, Henry Einar, langt fyrir aldur fram og síðan dóttursoninn Kristján Albert. Allar góðu minningarnar um þau lifa með okkur. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún) Dísu og Niels vottum við okkar dýpstu samúð. Einar Gíslason og fjölskylda. Steinunn Einarsdóttir Fink (Nenna Fink) Með sorg og söknuði langar mig að minnast hans Jóa hennar Önnu frænku. Jói var einstaklega góður maður og þótti mér alltaf gott að koma til Önnu og Jóa. Þegar ég hugsa til hans Jóa er það mér ofarlega í huga þegar ég var barn er fórum við í sum- arbústað í Hveragerði, sú ferð var yndislegt ævintýri. Jói sagði mér meðal annars sögur um álfkonuna sem bjó í steini við bústaðinn. Við gerðum allt- af margt skemmtilegt saman, það var alltaf jafngott að koma í Rofabæinn. Jói var mjög gáfaður og vel lesinn maður, já hann vissi sko margt! Jói og Anna komu líka oft austur til okkar á Ystaskála og þá voru ávallt fagnaðarfund- ir og góðar stundir. Jói bólstr- aði í sveitinni og ég man þegar hann bólstraði húsgögnin á bænum Hvammi, hann gerði húsgögnin upp af mikilli list, enda mikill fagmaður. Kristján Jóhann Ólafsson ✝ Kristján JóhannÓlafsson fædd- ist 24. desember 1932. Hann lést 26. júlí 2017. Útför Kristjáns Jóhanns fór fram 8. ágúst 2017 Þegar árin liðu og ég fór að vinna í andlegum málum þá var hann svo áhugasamur um andans mál og var stoltur af mér, bæði varðandi miðilstörf mín og heilun. Við ræddum mikið saman bæði um tarotspilin og andlegu málin almennt. Hann var næmur og vel les- inn um andleg mál. Ég gaf hon- um í afmælisgjöf tíma hjá öðr- um miðli, það gladdi hann mikið að fá slíka gjöf og mig einnig því gjöfin var honum mikils virði. Takk Jói og Anna fyrir að hafa verið hluti að lífi mínu og gefið mér góð gildi út í lífið, sem eru virðing og kærleikur. Ég á eftir að sakna þín kæri Jói, nú ertu kominn yfir í draumalandið, megi englar Guðs vaka yfir þér og kær- leikur umvefja fjölskyldu þín. Hef þú augun til fjallanna fegurstu, úr suðri rísa eyjar úr sæ. Hér í sveitinni á ég heima í hjarta mínu átt þú stað. (Jóhanna María Þorvaldsdóttir) Hvíldu í friði, kveðja, Guðrún Kristín Ívarsdóttir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EMILS KRISTJÁNSSONAR fyrrverandi slökkviliðsmanns, Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Margrét H. Emilsdóttir Elías Á. Jóhannsson Hafsteinn Emilsson Helena Hjálmtýsdóttir Guðríður Nyquist Per-Olov Nyquist afa- og langafabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR EINARSSON Hlévangi, Keflavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. ágúst. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Samhjálp, 0322-26-40040 kt. 551173-0389. Kristín Þ. Reynisdóttir Jóhann Baldursson Pétur A. Reynisson Kristín Helga Jónsdóttir Hallfríður Reynisdóttir Guðjón Sigurðsson Reynir Reynisson Ólöf Una Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, SKÚLI B. ÓLAFS Vesturströnd 31, Seltjarnarnesi, lést fimmtudaginn 3. ágúst. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 16. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands eða önnur líknarfélög. Guðbjörg R. Jónsdóttir Gunnar Skúlason Guðrún Gestsdóttir Jón Björn Skúlason Steinunn Hauksdóttir Jóhanna S. Ólafs Ingvi Arnar Sigurjónsson og afabörnin Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN PETERSEN fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, lést miðvikudaginn 2. ágúst á hjúkrunar- heimilinu Mörk við Suðurlandsbraut. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 22. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Mörk. Lilja Benediktsdóttir Ragnhildur Guðjónsdóttir Hjálmar Jónsson Lárus Petersen Sigrún Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.