Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Hótelfasteignin Skúlagarður í Kelduhverfi. Um er að ræða 17 herbergja hótel á stórri lóð búið nýlegum herbergjum. Nálægt nýja Dettifossveginum. • Mjög vinsæll og þekktur pizzastaður sem auðvelt væri að efla verulega með fjölgun útsölustaða þar sem núverandi staður gæti orðið fyrsti hlekkurinn í keðjunni. • Fyrirtæki sem er sérhæft á sviði jarðefna sem notuð eru í garða og kringum hús. Öflugur eigin vélakostur. Velta 45 mkr. og stöðugildi þrjú. • Mjög vel staðsett verslun með vinsælar snyrti- og förðunarvörur. Velta 45 mkr. • Glæsilegt nýtt 30 herbergja hótel í virðulegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er í útleigu með langan og góðan leigusamning við traustan og öflugan hótelaðila. • Ungt og vaxandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki í tæknigeiranum. Fjögur stöðugildi. Velta er um 85 mkr. á ári og góður hagnaður. • Tíu ára gamalt fyrirtæki sem þróað hefur og selur í áskrift tölvukerfi sem þjóna skólakerfinu. Ríflega eitt stöðugildi og 30 mkr. velta. Hentar vel sem viðbót við fyrirtæki sem starfa á svipuðu sviði. • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting. • Lítið útgáfufyrirtæki á sviði ferðamála. Velta um 50 milljónir. Hagstæðir samningar við birgja. Gæti verið heppileg viðbót við fyrirtæki á svipuðu sviði. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Árlegt þjóðræknisþing verður haldið á Hótel Natura eftir rúma viku eða sunnudaginn 20. ágúst næstkomandi og að vanda verður boðið upp á viðamikla dagskrá í tvo og hálfan tíma með kaffihléi. Hjálmar W. Hannesson, formað- ur Þjóðræknisfélags Íslendinga, setur þingið og síðan flytja ávörp Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada á Ís- landi, Jill Esposito, vara- sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi, og Sunna Pam Furstenau, forseti Þjóðræknisfélags Íslend- inga í Vesturheimi. Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands, fjallar um tengsl Háskóla Íslands við Manitóba- háskóla og heim- sókn sína til Nýja Íslands í júní sl. David Gisla- son, fyrrverandi bóndi á Svaðastöðum á Nýja Ís- landi, flytur frumsamið ljóð. Hulda Karen Daníelsdóttir, varaformaður Þjóðræknisfélags Ís- lendinga, fjallar um söngvarann og ævintýramanninn Omar Blondahl. Snorraverkefninu var hleypt af stokkunum fyrir nær tveimur ára- tugum og hafa margir tekið þátt í því árlega, jafnt hérlendis sem í Vesturheimi. Á þinginu segja ung- ir íslenskir þátttakendur í Snorra West-verkefninu frá ferð sinni á Íslendingaslóðir fyrr í sumar og þátttakendur í Snorra + kynna sig. Hljómsveitin Baggalútur sér um tónlistina og skemmtir gestum á milli atriða. Þingstjórar verða Svavar Gests- son og Hulda Karen Daníelsdóttir. Þingið stendur yfir frá klukkan 14 til 16.30 og er öllum opið. steinthor@mbl.is Viðamikil dagskrá á árlegu þjóðræknisþingi í Reykjavík Hjálmar W. Hannesson Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skiptar skoðanir eru meðal íbúa á Akranesi hvort varðveita beri stromp Sementsversmiðjunnar en til stendur að rífa helstu byggingar verksmiðjunnar og reisa íbúðir og verslanir á reitnum. Skorsteinninn er 68 metra hár, steyptur, og í huga margra er hann táknmynd Akra- ness. Verkfræðistofan Mannvit var fengin til að meta ástand skorsteins- ins. Sérfræðingar fyrirtækisins yf- irfóru ástand hans að utan og tóku steypusýni. Var það niðurstaðan að skorsteinninn gæti staðið áfram til framtíðar með reglulegi viðhaldi. Það var mat Mannvits að kostnaður við lokun, hreinsun, við- gerð og málun væri 28 milljónir. Reglulegt viðhald á ca. 6 ára fresti er áætlað kosta 11 milljónir króna. Fram kemur í matinu að eng- inn tæknibúnaður eða upphitun sé í mannvirkinu. Sigurður Páll Harðarson, sviðs- stjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar, segir að tilboð í niðurrif bygginga á Sements- reitnum verði opnuð 30. ágúst nk. Reiknað er með að þeirri fram- kvæmd ljúki á haustmánuðum 2018. „Í millitíðinni verður vænt- anlega tekin ákvörðun um hvort haldið verður í strompinn eða ekki. Ef niðurstaðan verður sú að hann verði rifinn yrði væntanlega skoðað með hvaða hætti mætti halda minningu hans á lofti,“ segir Sigurður Páll. Þess má geta að í tillögu að nýju aðalskipulagi Sementsreitsins og í hugmyndum arkitekta um framtíðar byggð á svæðinu er gert ráð fyrir því að strompurinn standi áfram. Vefmiðillinn skagafrettir.is stóð fyrir skoðanakönnun um málið. Um 60% íbúa á Akranesi, sem þátt tóku, voru mótfallin því að varðveita strompinn en 40% vildu að hann stæði áfram. Fjörugar umræður á Fésbók Fjörug skoðanaskipti hafa ver- ið um málið á Fésbók. Einn þeirra sem tóku þátt í umræðunni þar, Jón Pálmi Pálsson íbúi við Jaðarsbraut, segir að hér sé um að ræða stórmál fyrir Akurnesinga. Svo virðist sem meirihlutinn í bæjarstjórn hafi tekið ákvörðun nú þegar um að varðveita strompinn en minnihlutinn haldi því fram að svo sé ekki. Jón Pálmi efast um að tölur Mannvits um viðgerð og varðveislu á strompinum standist. „Þetta eru að mínu mati lá- marksfjárhæðir, því reynslan er í flestum tilfellum sú að kostnaður verður meiri við viðhald gamalla mannvirkja, því ýmislegt kemur í ljós þegar farið er af stað og það á örugglega einnig við í þessu tilfelli. Mitt mat er einfaldlega það að það sé engin ástæða til að varðveita þetta mannvirki sem strompurinn er, enda er hann ekkert tákn fyrir Akranes í mínum huga alla vega. Það skýtur því verulega skökku við að bæjarfulltrúar skuli telja sig hafa efni á þessum framkvæmdum á sama tíma sem stórlega vantar fjár- muni til viðhalds þeirra mannvirkja sem bæjarfélagið nú þegar á, og eru í rekstri, má þar t.d. nefna íþrótta- húsið við Vesturgötu og svo ekki sé nú minnst á göturnar. Og einnig verður að taka tillit til þess að það mun kosta margfalt meira að fjar- lægja strompinn einhvern tímann í framtíðinni en núna þegar nægt pláss er til að láta hann falla niður á autt svæði,“ segir Jón Pálmi. Margir tjá sig á Fésbók um málið, sumir með því að stromp- urinn lifi, aðrir vilja rífa hann. Á strompurinn að standa eða falla? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sementsverksmiðjan Strompurinn stóri hefur sett mikinn svip á Akranes enda er hann 68 metra hár.  Skiptar skoðanir meðal Akurnesinga um stromp Sem- entsverksmiðjunnar  Viðgerð kostar 28 milljónir króna „Ég er semsagt fyrrverandi drag- drottning Íslands og ég hef verið að vinna á Kíkí bar, sett upp alls konar sýningar þar og annað slíkt. Við ákváðum því að sameina krafta okk- ar, ég og Kíkí bar, ef við getum orð- að það þannig, og erum saman með flotann í ár,“ segir Hjálmar Forni Sveinbjörnsson en hann er einn þátttakenda Gleðigöngunnar sem fram fer í Reykjavík í dag. Gangan er alla jafna talin há- punktur Hinsegin daga sem nú standa yfir. Vagnarnir eru hver öðr- um glæsilegri og munu Hjálmar og Kíkí bar ekki láta sitt eftir liggja. „Undirbúningurinn gengur þokka- lega, við vorum svolítið sein en ekk- ert til að hafa áhyggjur af. Pallurinn okkar verður sennilega sá stærsti í ár fyrst Páll Óskar er ekki með. Við erum með risastórt svið sem við höf- um þökulagt og þemað verður hálf- gerð útihátíð. Við leggjum áherslu á góða stemningu, þetta verður eins og gott garðpartí.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útihátíð Smíði vagnanna kallar á mikla vinnu og mörg handtök. Undirbúa gleðigöngu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.