Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Freistingin tilfor-sjárhyggju gerir iðulega vart við sig þegar sest er í valdastóla og virðist furðu- oft litlu skipta hvaðan valdhaf- inn kemur af hinu pólitíska lit- rófi. Almenningur hættir í augum hans að vera þess um- kominn að vera eigin gæfu smiður, það þarf að hafa vit fyr- ir honum, stýra honum og fá hann til að hegða sér eins og honum er fyrir bestu. Þessi stýring tekur á sig ýmsar myndir, en algengast er að hún birtist í skattlagningu. Þegar yfirvöldum þykir syk- urneysla keyra um þverbak er lagður á sykurskattur. Sér- stakir skattar eru lagðir á áfengi og tóbak. Áfengisgjaldið er þeirrar sérstöku náttúru að það fer eftir áfengismagni drykkjarins, ekki verðmæti. Ódýrasta rauðvínið í Ríkinu kostar um 1.300 krónur og hef- ur þá kostað um 380 krónur hingað komið fyrir skatt. Álagningin er rúmlega 240%. Eitt dýrasta rauðvínið í sömu verslun kostar tæpar 120 þús- und krónur og hefur þá kostað 107 þúsund krónur með flutn- ingskostnaði fyrir skatt. Álagn- ingin er rétt rúm 12%. Því getur gjaldið margfaldað verð á ódýru víni en reynst smávægi- legt ef um rándýrt vín er að ræða. Virðist því sem frekar eigi að fæla hina efnaminni frá drykkjuskap en hina efnameiri. En þetta er útúrdúr og hon- um er síst ætlað að gera lítið úr því gríðarlega tjóni, sem áfengi veldur í samfélaginu á ári hverju. Í Morgunblaðinu í gær er fjallað um einhverjar hressileg- ustu stýringarálögur íslenskra stjórnmálamanna í nokkurn tíma og sýnir að þeim er mest í mun að stýra kjósendum þegar þeir sitja undir stýri. Í fjármálaráðherratíð Stein- gríms J. Sigfússonar var for- sendum vörugjalds á ökutæki breytt og miðað við koltvísýr- ingslosun. Vörugjöldin voru há fyrir, en þetta varð til þess að algengir bílar hækkuðu talsvert í verði. Mest hækkaði vöru- gjaldið á þá bíla, sem losa mest- an koltvísýring. Í efsta flokki eru bílar, sem losa yfir 250 g af CO2 á hvern ekinn km. Þar er gjaldið 65%. Eftir að vörugjald- inu hefur verið bætt við leggst á 24% virðisaukaskattur. Það þýðir að ríkið tekur til sín meira en bíllinn kostar með flutningsgjöldum til landsins. Í fréttaskýringunni í Morg- unblaðinu í gær er tekið dæmi um jeppa, sem kostaði fimm milljónir króna hingað kominn með aðflutningsgjöldum. Þegar vörugjaldi og vsk. hefði verið bætt við væri verðið komið upp í 10,2 milljónir króna. Þetta er að vísu mun minna í prósentum talið en lagðist á vín- flöskuna, sem áður var nefnd, en engu að síður nokkuð ríflegt. Það er mikill munur á því að borga fimm og tíu milljónir fyr- ir bíl og full ástæða til að velta fyrir sér sanngirni þessarar neyslustýringar. Sumir þurfa einfaldlega stóra bíla, hvað sem allri neyslustýringu líður. Bíl- greinasambandið hefur bent á að stórfjölskyldum og verktök- um og bændum sé refsað með henni. Margt gott er um það að segja að skipta yfir í hreint eldsneyti og þurfa ekki að verja gjaldeyri í að kaupa olíu. Svo virðist sem nú sé kominn veru- legur skriður á slík umskipti í ökutækjum. Í nýjasta tölublaði vikuritsins The Economist er fjallað um andlát sprengihrey- filsins. Í leiðara blaðsins segir að sprengihreyfillinn hafi breytt heiminum, en nú séu dagar hans taldir og örar fram- farir í rafgeymatækni muni greiða götuna fyrir innreið raf- mótorsins. Honum mun fylgja mun minni mengun en sprengi- hreyflinum, jafnvel þar sem rafmagn til að hlaða hann er framleitt með jarðefnaelds- neyti. Menn greinir á um hvenær eftirspurnin eftir olíu muni ná hámarki. Sumir segja að það gerist eftir tíu ár, aðrir fyrr. Þeim ríkjum fer fjölgandi, sem hafa ákveðið að hætt verði að selja bensín- og dísilbíla. Bretar og Frakkar miða við ár- ið 2040. Það bendir því margt til þess að hafin sé þróun, sem ekki verði snúið við. Breytingarnar blasa einnig við í sýning- arsölum bílaumboða. Framboð á rafmagnsbílum hefur snar- aukist og það hefur drægni þeirra einnig gert. Yfirgengileg skattheimta mun ekki verða örlagavaldur í þeirri breytingu hér á landi. Það er hins vegar spurning hvað ríkið ætlar að gera þegar breytingarnar eiga sér stað. Tekjur ríkissjóðs af ökutækjum voru í fyrra rúmlega 44 millj- arðar. Þar af voru vöru- eða los- unargjöldin 8,5 milljarðar. Restin var að langmestu leyti ýmiss konar álögur á olíu. Það verða góð ráð dýr þegar þessir tekjustofnar skreppa saman og jafnvel hverfa. En eitt mega stjórnmála- menn hafa í huga þegar for- sjárhyggjufreistingin læðist að þeim. Það er eitt að umbuna þeim, sem nýta sér nýja tækni, og flýta fyrir innreið hennar með því að fella niður gjöld. Annað er að keyra skattheimtu fram úr öllu hófi. Þörfin til að hafa vit fyrir almenningi}Forsjárhyggjufreistingin J óna Sólveig Elínardóttir, varafor- maður valdaklúbbs sem kallar sig Viðreisn, fer mikinn þessa dagana í fjölmiðlum og reynir að afla sér vin- sælda með því að ráðast síendurtekið á íslensku krónuna. Finnur hún gjaldmiðlinum allt til foráttu og í grein sem hún birti á op- inberum vettvangi kennir hún krónunni um sí- endurteknar gengisfellingar, tilheyrandi kjara- skerðingu fyrir almenning, öfgakenndar gengissveiflur, óðaverðbólgu, kreppur og jafn- vel hrun. Má miðað við heiftina telja furðulegt að varaformaðurinn kenni ekki krónunni einnig um hvarf síldarinnar 1969 og að netbólan skyldi springa um aldamótin. Slíkt er hugmyndaflug varaformannsins að fátt virðist krónunni óvið- komandi og skiptir þá engu þótt sprenglærðir hagfræðingar hafi fyrir löngu útskýrt að þau efnahagslegu áföll sem gengið hafa yfir þjóðina eins og aðrar má sjaldnast og í minnstum mæli rekja til þess hvaða gjaldmiðil hún notast við. Ráða þar aðrir kraftar sem meðal annars tengjast breytingum á náttúrufari en einnig utanaðkomandi ógnarkraftar sem eðlilega herja á lítið hagkerfi í alþjóðavæddu viðskiptaumhverfi. Þá virðist varaformaður valdaklúbbsins, sem farinn er að ókyrrast vegna ítrekað lélegrar útkomu í skoðana- könnunum, detta í djúpa holu þegar hún fer að tala um húsnæðikostnað á Íslandi og hversu ömurlega krónan hafi leikið íslensk heimili. Bendir hún síendurtekið á að íslensk heimili greiði hærri vexti af sínum húsnæðislánum en dönsk. Hefur hún gert það, jafnvel þótt bent hafi verið á það margsinnis að skuldir danskra heimila eru miklum mun hærri en hér og miklu hærra hlutfall ráðstöfunartekna þeirra fer í húsnæði en hér á landi. Nú síðast benti grein- ingardeild Arion banka á að fjölskylda í Kaup- mannahöfn, sem ætlar að koma sér upp 140 fermetra íbúð þar, þarf að greiða yfir 50% af heildarráðstöfunartekjum sínum í húsnæð- iskostnað en að samkvæmt OECD teljist hús- næðiskostnaður verulega íþyngjandi ef hlut- fallið fer yfir 40%. Þá virðist það einnig hafa farið framhjá varaformanninum, sem margsinnis hefur verið bent á, og fyrrnefndur banki gerir einnig, að lægri vextir leiða alla jafna til hærra húsnæð- isverðs. Er Viðreisn að kalla eftir því að gripið verði til aðgerða sem leiða munu til stórfelldra hækkana á húsnæðisverði? Telur varaformaðurinn að það komi íslenskum heimilum almennt til góða? Hvað ætli unga fólkinu sem er að reyna að komast inn á húsnæð- ismarkaðinn finnist um slíkar tillögur? Ekki er hægt að banna varaformanninum að hafa fyrr- nefndar skoðanir á krónunni þótt rétt sé að benda henni að að þær valda því að meiri ástæða til að hafa áhyggjur af gengi Viðreisnar en íslensku krónunnar. Hitt er þó rétt að benda henni á, að það er ljótur siður að segja ósatt. Þannig hefur hún haldið því fram að undanförnu að verðtryggðir vextir hér á landi séu um 5% en staðreyndin er sú að þeir eru í flestum tilvikum á bilinu 3-3,5%. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Ömurlegur popúlismi varaformanns STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Gríðarlegt matvælahneyksliskekur nú Evrópu eftir aðupp komst um eitrið fípró-níl í miklu magni af hænsnum og eggjum þar. Mengunin komst í matvæla- framleiðslu í Hollandi, sem er einn umsvifamesti framleiðandi eggja í Evrópu. Egg menguð af fípróníl er nú að finna víða um Evrópu og allt austur til Hong Kong. Milljónir eggja hafa verið fjar- lægðar úr verslunum í Belgíu, Hol- landi og Þýskalandi, en í Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð, Danmörku og Sviss hafa einnig fundist menguð egg. Í Bretlandi var í fyrstu talið að um 21 þúsund menguð egg hefðu borist þangað, en sú tala hefur nú verið hækkuð upp í 700 þúsund. Danskir fjölmiðlar greindu frá því að um 20 tonn af fíprónílmenguðum eggjum hefðu verið seld þar. MAST er að athuga málið Morgunblaðið hafði samband við Matvælastofnun ríkisins (MAST), Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur og Heilbrigðiseftirlit Hafn- arfjarðar og Kópavogssvæðis til að kanna hvort þessir eftirlitsaðilar væru að kanna málið hérlendis í byrjun vikunnar, þar sem mikið magn af bakstursdeigi og eggja- afurðum eins og eggjahvítum og eggjadufti er flutt til landsins frá Evrópu. Um miðja vikuna gaf MAST síðan út tilkynningu á vef sín- um þar sem fram kemur að stofn- unin sé nú að athuga málið í sam- vinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, en málið virðist nú vera að vinda mjög upp á sig erlend- is. Í tilkynningunni segir m.a.: „Heil egg á markaði hérlendis eru af íslenskum uppruna. Unnar eggja- afurðir, t.d. gerilsneyddar eggja- rauður, eggjahvítur og eggjaduft eru fluttar til landsins og samkvæmt athugun Matvælastofnunar eru þær upprunnar í Bretlandi, Danmörku, Hollandi og Þýskalandi. Ekki hafa borist tilkynningar frá Evrópska viðvörunarkerfinu (RASFF) um að menguðum eggjaafurðum hafi verið dreift til landsins.“ Eitrið uppgötvaðist á hol- lenskum hænsnum og hefur um 180 hænsnabúum, sem framleiða um milljón egg á viku, verið lokað tíma- bundið á meðan frekari prófanir eru gerðar. Talið er að fípróníl hafi verið notað af bændum til að vinna á lús sem skaðar egg varphæna. Glæpsamlegt Málið varð fyrst opinbert í lok júlí. Fljótlega eftir það voru egg fjarlægð úr hillum í kjörbúðum í Hollandi, Þýskalandi og víðar, en það heldur áfram að vinda upp á sig. Belgísk stjórnvöld voru gagn- rýnd harðlega þegar fram kom að þau vissu um fíprónílmengunina í byrjun júní en tilkynntu ekki um hana til framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins fyrr en í lok júlí. Belgíski landbúnaðarráðherr- ann hefur á móti sakað hollensk stjórnvöld um að vita af vandanum síðan í nóvember árið 2016, en þau vísa ásökununum á bug. Þýski landbúnaðarráðherrann hefur kallað málið „glæpsamlegt“. Málið er rannsakað sem saka- mál í Belgíu og Hollandi, þar sem at- hyglin beinist helst að tveimur fyr- irtækjum, Poultry Vision, meindýraeyði í Belgíu, sem er talinn hafa selt meðferðina til Chickfriend, hollensks aðila tekur að sér að hreinsa kjúklingabú af óværu. Hol- lenska lögreglan hefur nú handtekið tvo menn í tengslum við málið. Eggjahneyksli í Evr- ópu vindur upp á sig AFP Eggjaskandall Grunlausir neytendur í Evrópu hafa borðað menguð egg. Fipronil er eitur notað til að aflúsa gæludýr eins og hunda og ketti. Það er einnig árangursríkt við að meðhöndla rauðmítla, sem oft finnast á ali- fuglum eins og t.d. hænsnum. Ekki er leyfilegt innan Evrópusambandsins (ESB) að nota efnið í eða nálægt matvælaframleiðslu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að fipronil sé „í með- allagi eitrað“ mannfólki ef það er borðað í miklu magni og geti haft hættuleg áhrif á nýru, lifur og skjaldkirtil. Eitrið getur einnig valdið ógleði, uppköstum, kviðverkjum, sundli og krampaköstum en áhrif þess eru þó afturkræf. Engar vísbendingar eru ennþá um að eitrið hafi skaðað heilsu manna í tengslum við þetta mál. Hvað er fipronil? EITUR FANNST Í EGGJUM OG HÆNSNUM Í EVRÓPU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.