Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Hestasýningar þar sem knapar og hross dansa eftir klassískri tónlist kunna að hljóma eins og úr skáld- sögu en svo er ekki. Hafa sýningar sem þessar verið ævistarf franska tamninga- og listamannsins Barta- bas í yfir 30 ár. Hestasýningar Bartabas nefnast Zingaro, en 40 manns koma að hverri sýningu. Þá berja um 300.000 manns sýningarnar augum á ári hverju um allan heim, sagði Barta- bas í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins. Bartabas er hér á landi í fríi og hefur m.a. nýtt tímann í að kynna sér íslenska hestinn. „Íslensku hestarnir eru mjög áhugaverðir því þeir búa yfir miklum krafti, sem kemur á óvart þegar litið er á hve smáir þeir eru miðað við aðra hesta,“ sagði Bartabas. Með akademíu í Versölum „Ég er með tvö fyrirtæki. Annars vegar Zingaro sem ég hef verið með í yfir 30 ár, og hins vegar akademíuna í Versölum, sem hefur verið starf- rækt frá 2003. Einungis eru notaðir portúgalskir hestar í akademíunni en í Zingaro koma alls kyns hestar við sögu, t.d. arabískir og kólumb- ískir hestar. Ég á aftur á móti enga íslenska hesta,“ sagði Bartabas og hlær. Bartabas kom á fót reiðakademíu í hesthúsi í Versalahöll árið 2003. Hafði hesthúsið áður nánast verið í niðurníðslu. „Þetta er eins og skóli og ballett á sama tíma. Það eru kröf- ur inn í akademíuna, knaparnir verða að hafa ákveðna reynslu af reiðmennsku. Auðvitað eru mismun- andi tegundir reiðmennsku, ég fer eftir klassískri franskri hefð,“ sagði Bartabas. Þjálfun í ýmsum listgreinum „Þátttakendur verða einnig að læra aðrar listgreinar, s.s. dans, söng og skylmingar ásamt hefðbund- inni japanskri bogfimi, sem nefnist Kyudo. Allar þessar greinar eru hluti af sýningum akademíunnar í Versölum,“ segir Bartabas spurður um lærdómsferli akademíunnar. Hestaballett við tónlist Mozarts „Þau sem eru í akademíuna núna eru orðin mjög reynd og geta fram- kvæmt mjög flókinn listdans. Sem dæmi höfum við gert ballett eftir sálumessu Mozarts,“ sagði Barta- bas. „Knaparnir geta verið allt sitt líf í akademíunni ef þeir vilja. Það eru engin próf eða áfangar, þ.e.a.s. það fellur enginn úr akademíunni, fólk fer ef það vill fara. En aðeins 12 knapar eru hverju sinni, þar sem ekki er pláss fyrir fleiri.“ Þá leika hestarnir einnig stórt hlutverk í dansinum og eru jafnmikilvægir mannfólkinu í sýningunum. „Það sérstaka með hesta er að þeir eru afar minnugir. Hvernig við notum þá í vinnu okkar verður að ein- kennast af virðingu,“ sagði Bartabas um hlutverk hest- anna. Hugmyndin er að hans sögn að hestarnir komi með nýja vídd og tjáningu inn í sýningarnar. Stjórnar dansi fólks og hrossa  Hundruð þúsunda manna sjá sýningar franska listamannsins Bartabas ár hvert  Rekur reiðaka- demíu í hesthúsi Versalahallar  Sýningar einkennast af reiðmennsku, dansi, skylmingum og söng Morgunblaðið/Árni Sæberg Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi sendiherra í París, segir í sam- tali við Morgunblaðið að honum hafi eitt sinn verið boðið á Zingaro-sýningu Bartabas á meðan hann var sendiherra. Sýningin átti að byrja klukkan fimm að morgni og mætti Tóm- as á þeim tíma en bjóst fyrir- fram við að vera eini maðurinn á svæðinu. Annað kom hins vegar á daginn. Klukkan fimm að morgni voru áhorfendapallarnir orðnir fullir. Bartabas var þarna einn á sviði og með einn hest, en auk þess spilaði maður á flautu. Í takt við þá tónlist dönsuðu þeir Bartabas og hest- urinn. „Þetta er ógleymanlegt at- riði,“ segir Tómas og hlær. Þá segir Tómas að Bartabas hafi einnig sett upp verk helgað Vorblótinu eft- ir Stravinsky þar sem hestar svo að segja dönsuðu við tónlistina Sýning sem ekki gleymist ZINGARO Tómas Ingi Olrich Umhverfisvæn áhersla! LÍFRÆNT TRJÁKURL í kattaklósett Náttúruleg lyktar- og bakteríueyð ing Klumpast ve l og er 100% niðurbrjótan legt, má los a í salerni Mjög hagkv æmt botnlag má vera 4-6 vik ur í kattakló settinu – fyrir dýrin þín Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Opið kl. 11-18 virka daga Með einföldum aðgerðum er hægt að breyta stærð og lögun sköfunnar • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • Vinnuvistvænt Skínandi hreinir gluggar Komið í verslun okkar eða fáið upplýsingar í síma 555 1515. Einnig mögulegt að fá ráðgjafa heim. Tvær myndarlegar landsvölur heimsóttu Siglfirðinga í blíðviðrinu í gær og tylltu sér á körfuboltagrind hand- an fjarðar á milli þess sem þær svifu um loftin blá og veiddu sér flugur í matinn. Heimkynni þessarar fugla- tegundar eru í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Norður-Afríku. Landsvölur eru árvissir flækingar á Ís- landi og hafa gert sér hreiður og orpið á nokkrum stöð- um hér undanfarin ár. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Landsvölur í heimsókn í Siglufirði Samræður Bartabas ræðir við Tómas Inga Olrich, fyrrv. sendiherra í París, á Brávöllum, keppnisaðstöðu hesta- mannafélagsins Sleipnis. Í forgrunni er Haraldur Þórarinsson, fyrrv. formaður Landssambands hestamannafélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.