Dagsbrún - 01.05.1893, Side 9
—73—
er þcir gætu verið samvistum við hami aptur og væri því ekki nein
eérstök þörf á að skrifa upp kenningar hans.
En manna á milli gengu hinar og þessar sögur um einn eður
•nnan atburð í æfisögu Krists, um starfsemi lians í Galíleu, ferð hans
til Jerúsalem, dvöl hans í borginni og loks um dauða hans á krossin-
um. Þannig gengu og kjarnyrði hans og dæmisögur mann frá
manní. Af þessu sjáum vér að í raun og veru getur ekki verið um
neina sérstaka höfunda að tala að guðspjöllunum. Guðspjöllin eru
öll í heild sinni og hvert út af fyrir sig nokkurskonar uppdráttur
tf lífi Krists, safn, er ótalmargir hafa lagt hver sinn skerf til, en
þar eð safn þetta hefir ekki verið skrásett fyr, en 30—70 árum ept-
ir dauða Krist, þá hefir augsýnilega um allan þennan ííma safnast
heilmikið hýði utan um hinn sögulega kjarna. Hinir ýmsu atburðir
1 lífi Krists hafa verið færðir í breytilegan búning eptir hugmynd-
um þeirra, er með fóru. Einstöku atriði hafa getað gleymst því
það vitum vér að eptir 40—50 ár er minni manna farið að sljófgast,
nýjum atriðum hefir verið viðaukið, orðum, setningum og viðburðum
kanske snúið við meira eður minna. Það gengur svo æfinlega,þegar
verið er að smíða sögu um eina eður aðra þjóðhetjuna, það verður
opt mjög erfitt eptir á, að greina að söguna sjálfa og viðaulcann sem
sögumennirnir hafa hætt inn í hana.
„Hin fyrstu tvö guðspjöll hafa verið endurbætt optar en
einu sinni,“ segir Bible of Young People. En um hið þriðja segir
höfundurinn sjálfur í formála sínum, að margir liafi tekið sér fyrir
hendur, að færa þessa hluti í frásögur," en sjálfur safnar hann sam-
an, raðar niður og lagar söguna í hendi sér. En hvort rithöfundur
þessi hafi nú verið Lúkas, eða hvort þeir Matteus og Markús hafi
skrifiö guðspjöll þau,erþeim eru eignuð, eða livort guðspjöilunum
hafi verið hreitt, eptir að hinn fvrsti rithöundur hafði skrásott þau,
það cru monn í miklum vafa um og mun að líkindum seint skýr-
ast.
Hvað snertir 4. guðspjallið, Jóliannesar-guðspjallið, þá þekkja
fiestir Islendingar til þcss, að um það ha£i verið og eru enn mjög
miklar deilur. Það er liið eina guöipjall, sem nokkuð hefir verið
deilt um á íslenskri tungu, ea það þykjast monn vita fyrir víst, að
Jóhannesár guðspjall og Opinherunarhókin er ckkí ritr.ð af sama
manni. Hafa margir þegar til forna úlitíð Opinberunarhókina ritaða
•f viilumanninum Csrinthus.
Þú er Postulanna-gjörningabók og eru íicst-ir á því að hún sé