Dagsbrún - 01.05.1896, Qupperneq 14

Dagsbrún - 01.05.1896, Qupperneq 14
— 78 — Kristur ? Þeir svöruðu: Davíðs. En liann spyr aftur: Því kallar Davíð hann þá í anda: drottinn sagði minum drottni (Matt. 22.). Er það eltki auðséð að hann bendir á sig sem guðs son í æðri merkingu? i v. Er þetta ekki hálf skrítin uppfinding kyrkjunnar, að láta Jesú spyrja svona, til að geta hygt það á 110. Davíðs sálmi? Þó að þar sé hvorki nefndur sonur né Kristur, heldur: drottinn sagði mínum drottni. Eða geta klerkar sannað, að Davíð hafi ort sálm- inn, þar enginn getui' með vissu sagt, livað Davið orti af Þeim. Því formáli 5 útgáfu íslenzku biblíunnar segir það hafi verið löngu fyrir Davíðs tíð, byrjað að yrkja þá, og haldið áfram með það eins eftir hans daga. En allir eignaðir Davið af því hann kom á söng við guðsþjónustur Gyðinga. En þó að Davíð hefði ort sálminn og það um Jesú, þá sýnir hann að hann hljóðar um mann, sem hinn drápgjarni gtið Gyðinga sendi til að: “fylla lönd þjóðanna líkum”. En annað eins get ég ekki séð að geti átt við framkomu Jesú. Hann sem sagðist vera kominn til að frelsa en ekki til að dæma né deyða. Fl. Eg vil lmlda áfram að tilfæra staði er betur og betur sýna hvaða meðvitund liann liafði um það hver hann væri. “Eg er ekki kominn til að aftaka lögmálið og spámennina, lieldur til þess að fullkomna það” (Matt. 5.), og þó gefur liann þessu orði þann vitnis- burð: “að það sé framgengið af guðs munni” (Matt. 4, 10). Sv. Þá er Jesús sagði við freistarann: Far frá mér satan, þvi skrifað er, drottinn guð þinn átt þú að tilbiðja og honum einum að þjóna. Hver sannleiksltær maður múndi nú geta sagt sem fyrir- lesturinn, að það væri sami vitnisburður beggja, Jesú og Satans? Þó að höf. fyrirl. sæist yfir svona herfilega, þá var líklcgt að liinir sem gefa út “Aldamót”, hefðu iagað þessa villu. Því það er ekki framar óvirðing á höfundinum en öllu kirkjuþinginu og reyndar öllu kyrkjufélaginu, þar sem enginn andæfir því. En nú er að at- huga hvað lögmálið og spámennirnir höfðu fyrir grundvöll kenn- ingar sinnar nefnil. þetta: Heyr þú Israel, drottinn, vor guð, er sá einasti guð. Og allar lögmálsins bölvanir lagðar við fleir-guða dýrkun. Og þetta orð segir fyrirl. að framgengið sé af guðsmunni. Því lilíða þá þrenningar prestarnir ekki þessu guðs orði? Af því að þeir trúa ekki lögmálinu, spámönnunum né Jesú sínum. Það sýnist sem þeir einungis trúi hnefakvössu biskupunum á Niceu þingi þó 50 af þeim gætu ekki skrifað nafnið sitt. Framliald.

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.