Dagsbrún - 01.06.1896, Qupperneq 6
— 86 —
þínar skula margfaldast, múlasnar þínir vera fljótir og uxar þínir
storkir. Enginn skal vera jafningi þinn.”
En svo vav Izdubar drembilátur, að hann hafnaði ástum gyðj-
unnar. Ilann bríxlaði henni með því, að hún elskaði Dumuzi og
aðra á unclan sér. Þá reiddist Islitar stórlega, og brá sér upp til
liimna á fund Anu föður síns, og segir :
“Faðir minn. Izdubar heflr svívirt mig. Hann metur einskis
fegurð mína og hafnar ástum mínum.” Hún heimtar því að Anu
rétti við hluta sinn, og skapar Anu þá naut citt mikið og sendir það
á móti borgarmönnum í Erech. En Izdubar og fóstbrœður hans
fara á móti nautinu og vinna það. Eabani þrífur annari hendi um
liala nautsins en annari í horn þess, en Izdubar ræður þvi bana.
Tóku þeir svo hjarta þess og fórnuðu því sólguðinuro. Þá gengur
Ishtar fram á borgarmúra og formælir Izdubar. Fylgja henniþern-
ur hennar og.gráta þær hátt og mikinn yflr dauða hins guðdómlega
nauts. En Izdnbar kallar saman menn sína og býður þeim að taka
líkama nautsins ' og flytja hann á altari sólguðsins sem fórn til
Shamash. Síðan þvoðu þeir hendur sínar og snéru heim til Erech
og héldu sigurveisiu míkla.
En i stað þoss að rciði gyðjunnar scfaðist, þá varð þettatil þess
að æsa hana cnn meira. Fær liún nú móður sína, gyðjuna Anatu, í
fyigi með sér og slær hán Izdubar sýki þungri, nokkurs konar holds-
veiki, en deyðir Eabani. Izdubar verður hryggur mjög við dauða
fóstbróður sins, styrkur hans hvarf frá honum og aulc þess leið hann
sárar kvaiir. Hann dreymdi vonda drauma, og nú var enginn sem
gæti liuggað tíann. Loks réð hann það af að leita á fund forföður
síns Hasisadra, er bjó langt í bu;-tu við “ósa fljótanna,” og var ó-
dauðlegur, og spyrja liann hverníg hann gæti iæknast og fengið
styrk sinn aítur. Hann leggur þá einn á stað, og kemur í ókunnugt
lancl. Þar flnnur hann verur tröllstórar, hálfa menn og hálfa sporð-
dreka. Fætur þeirra voru í jörðu niðri, en höfuð þeirra tók við hlið
himnanna. Þeir voru gæzluverðir sólarinnar og höfðu gát á upp-
göngu sólar og niðurgöngu. Er þeir sáu hann sögðu þeir hvor við
annan : “Hver er þessi sem kemur til vor með merki um reiði guð-
anna á líkama’ sínum ? ’ Izdubar segir þeim hver hann sé og skýr-
ir þeim frá erindi sínu, en þeir vísa honum leið til bústaða hinna
sæiu við ósa íljótanna, og sögðu iionum að vegurinn væri iangur, en
torfærur nógar. Leggur hann þá aftur á stað yflr sanda mikla og
gröðurlausa, og heldur einlægt áfram án þess að líta nokkru sinni
um öxl sér, þangað til liann kemur í fagurt rjóður við sjáfarströndu.
Yoru ávextir trjánna þar gimsteinar einir og gættu rjóðursins meyj-