Dagsbrún - 01.06.1896, Síða 8
— 88 —
sem bókstaflega frásögu, og guðdómlega opinberaða höfundi Móses-
bókanna.
Ég hcfi alt til þessa tekið að eins ágrip af sögum þessum um
Izdrubar af því að þær voru nauðsynlegar til að skilja hvernig þetta
er orðið tiJ, og hvernig stendur á syndaflóðssögunni, en syndaílóðs-
sagan sjálf er svo skír og merkileg, að ég tek hana orðrétta.
Hasisadra byrjar söguna þannig:
“Eg skal skýra þér frá því, Isdubar, hvernig ég frelsaðist frá
flóðinu og gjöra þér kunna ráðstöfun guðanna. Þú þekkir Surip-
pak borgina við Euphrats-fljót. Sú borg var gömul orðiu þegar
hjörtu guðanna hrærðust svo, að þeir réðu það af að láta íióðið koma
allir saman, faðirinn Anu, ráðgjafl þeirra hinn herskái Bei, hásæt-
isberinn Ninib og foringinn Ennugi. Með þeirn var og drottinn
hinnar órannsakanlegu speki, guðinn Ea, og sagði lrann mér frá
ráðum þeirra. “Hlusta þú”, sagði hann, “og takþú ef'tir, maður frá
Sarippak, sonur Ubaratutu, gakk út af húsi þínu og smíðaðu skip
eitt. Þeir (guðirnir) vilja eyðileggja alt líf, en þú skalt varðveita
það og flytja á skip þitt lifándi skepnur af hverri tegund. Skipið,
sem þú skalt smíða, skaltu Játa vera.... iangt og .... á breidd og
hæð*) og þilfar skaltu gjöra yfir skipið”. Þegar cg heyrði þetta
mælti ég til Ea, dröttins mlns. “Ef að ég smíða skip þetta, sem þú
segir mér, ó! drottinn, þá mun lýðurinn og öldungarnir hlægja að
mér”. En Ea opnaði varir sínar aftur og mælti til þjóns síns: “Menn
hafa gert uppreist & móti mér og ég ætla að dæma þá, háa sem lága.
En þú skalt loka dyrum skipsins, þegar tíminn kemur og ég segi
þér. Svo skaltu fara inn í skipið og fiytja þangað kornforða þinn,
aliar eigur þínar, ættfólk þitt, þjóna þína og- þjónustukonur og hið
næsta skyldfólk þitt. Nautgripina úr Jiögunum og villidýrin af
mörkinni skal ég senda þér sjálfur, svo að skepnur þessar megi
vera óhultar innan dyra þinna”. Svo bygði ég skipið og bjó það
út með byrgðum af mat og drykk; ég hólfaði það í sunclur að innan
í .... hólf**). Eg gætti að rifunum og fylti þær upp. Ég helti
biki yfir itri og innri hlið sldpsins. Alt sem ég átti flutti ég þangað
og k°m því fyrii í skipinu; alt sem ég átti af gulli og silfri; alt sem
ég átti af lifandi skepnum af öllum tegundum; alla þjóna mína, all-
ar þjónustukonur, nautgripina, villidýrin og mína nánustu vini.
Þegar svo Shamash (sólguð) lét tímann koma, þá heyrði ég röddu er
*) Tölurnar eru máðar svo ekki er hægt að lesa úr þeim,
**) Máðtalan.