Dagsbrún - 01.06.1896, Síða 11
— 91 —
ATHUGASEMDIR
VIB FYRIRLESTUU SÉRA N. STEINGRÍMS ÞoRLAKSSOSAR “Um GUBDÓM
DROTTINS VORS JESÚ KrISTS,” í ALDAMÓTUM 1891.
Eftir JÓNAS KORTSON, Mountain, N. D.
I'ramliald.
Fl. Hann segir ennfremur við lærisveina sina: þér hafið heyrt
þetta orð tala þannig, en ég segi ykkur það öðruvísi (Matt. 5,21-22).
Með honum kemur guðleg opinberun á æðra stigi. Hánn lætur það
í ijósi með þessu. Hann heflr því það vald til þess að tala um orð-
ið, sem enginn annar hefir.
Sv. Þetta held ég só ekki til í guðspjöllunum. En í Matt. 5.
21. er svona: Þér hafið heyrt að það var bannað í fornöld, mann
að vega, en ef einhver vægi mann, skyldi hann dómssekur. Þetta
er virðingin, sem kyrkjuþingið ber fyrir valdi Krists orða. Og af
þessu má sjá, að Jesú, guðdóms-nafn kyrkjunnar, er ábreiða trú-
ieysis hennar og hræsni, sem þarf að hylja svo hcilagt sýuist. Ef.
að kyrkjan elskaði Jesú eins og hún glamrar með nafn hans, þá
hefðu hans orð ekki allavega verið umsnúin og flækt innanum ofsa-
vitleysur kærulausra manna, sem biskuparnir voru á Nicea þingi og
margra áður og eftir, og sem því ver er alþýðu of ókunnugt.
Fi. Hann segir við liinn limafallssjúka: þínar syndir eru þér
fyrirgefnar. Hver hefir leyfi til þess að tala þannig ef hann er að
eins maður?
Sv. Skildi fólk eiga að trúa því, að þrenningar prestarnir sóu
meira en menn, þar sem þeir tvisvar árlega, heimta fólk saman til
að fá hjá sér fyrirgefning allra sinna synda, vitanlegra og óafvitan-
legra, hrópandi í nafni guðs föðurs, guðs sonar og guðs heilagsandá.
En þá er Jesús sá trú hins sjúka, sagði hann: “Vertu liughraustur,
sonur, þínar syndir eru þér fyrirgefnar”. Jesús fyrirgaf honum
ekki syndirnanar, hvorki í sínu nafni né guðs. Hann sá vilja og
löngun hins veik, að hann þyrfti ekki að líða þetta fyrir
syndir sínar. Því það hefir fylgt biblíutrúnni, að öll veilci stæði af
syndinni. Því fylgdi hverri veiki hjá Gyðingum meiri og minni
ímyndunarveiki. 0g af orðum Jesú getur maður ráðið í, að það
hafi verið mest ímyndunarveiki, sem gekk að manninum og liaíi
honum því svo fljótt batnað af trú á Jesú orð. En ég veit að þrenn-
ingar prestarnir verða á móti þessu, að Jesú verk séu náttúrleg.
Nei, það hjálpar ekki að lár.a þá sjá slíkt né heyra. Þeir vilja eng-