Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 13
| 13FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017
Hér er svo mikið traust
Sólríkur suðurgarður, blátt baðkar og góðir
grannar fengu Söndru til að kaupa sína fyrstu
íbúð í Verkamannabústöðunum.
„Ég keypti þessa íbúð sumarið 2014 svo ég
er búin að vera hér í næstum þrjú ár,“ seg-
ir Sandra Barilli sem býr á efri hæð austan við
Ásvallagötuna, í yngsta hluta Verkamanna-
bústaðanna. Sandra er alin upp í Safamýri
og Þverholti og stefndi alls ekkert á að búa í
Vesturbæ. „Ég var á leigumarkaðinum í nokkur
ár en búin að vera að hugsa um það lengi að
kaupa mína fyrstu íbúð. Ég var búin að vera
að skoða íbúðir út um allt en ekkert sérstak-
lega í Vesturbænum fyrr en vinir mínir fluttu á
Ljósvallagötu, þá fór ég að leita meira á þessu
svæði. Svo sá ég þessa á netinu og það fyrsta
sem greip mig var þetta bláa baðkar, og ég
hugsaði bara ó mæ god!!“
Bláa baðkarið varð til þess að Sandra mætti
á opið hús og þá kolféll hún fyrir bæði íbúðinni
og staðsetningunni en ekki síst sameigninni og
nágrönnunum. „Það eru fjórar íbúðir í stiga-
ganginum, sem er ótrúlega fallegur og vel við
haldið. Ég er á efri hæð-
inni en á neðri hæðinni
búa tvær eldri konur
sem ég hitti þarna
fyrsta daginn. Eftir að
hafa komið tvisvar að
skoða þá var ég búin að
hitta alla nágrannana
og þetta var allt eitthvað svo heimilislegt og kósí. Þetta er lítil sameign svo það er mikill sam-
gangur á milli nágranna, og hér er svo mikið traust. Maður hittir nágrannana því það er góð
sameign í kjallaranum með stórum geymslum og þvottahúsi og þar er gengið út í garð. Nágrannakonur mínar á neðri
hæðinni sjá alveg um garðinn og hafa gert það í mörg ár. Hann er sólríkur og snýr í suður og er bara algjör dásemd.“
Sandra hafði skoðað töluvert af litlum íbúðum í Þingholtunum en aldrei fallið fyrir neinni. „Þær voru aldrei svona
rosalega vel skipulagðar. Þar var oftast búið að skítamixa til að fá meira pláss og stundum var sturtan utan við íbúð-
ina. Þetta er svo svakalega vel byggt hérna úr svo góðri steypu. Hér er allt svo vel gert og vel við haldið því húsfélag-
ið er svo fáránlega gott. Ef eitthvað kemur upp á, ljósapera fer eða dyrasíminn eða ofn bilar, þá eru komnir viðgerða-
menn nánast samdægurs. Það er voða gott að hafa húsfélag sem sér um þetta. Íbúðin mín er 56 fermetrar, og svo er
14 fermetra geymsla í kjallaranum, en á þessum fáu fermetrum eru tvö svefnherbergi, baðherbergi með baðkari, stofa
og eldhús sem hægt er að sitja í,“ segir Sandra sem leigir út aukaherbergið til að ná endum saman. „Það eina sem ég
er ekki alveg sátt við er eldhúsinnréttingin sem hefur verið sett hérna stuttu áður en ég flutti inn. Þetta er Alno-inn-
rétting sem er dálítið groddaleg og passar ekki alveg við stílinn hérna. En baðherbergið fékk sem betur fer að halda
sér,“ segir Sandra, alsæl við bláa baðkarið.
„Það fyrsta
sem greip mig
var þetta bláa
baðkar, og ég
hugsaði bara
ó mæ god!!“
Sandra vissi ekkert um Verkamannabústaðina, eða Verkó, áður en
hún flutti. Núna líður henni eins og hún búi í mjög merkilegu húsi. Ég
bý reyndar oftast í merkilegum húsum, síðast bjó ég á fæðingarstað
Halldórs Laxness við Laugaveg. Mynd | Hari
Fylgdu okkur á Facebook.
facebook.com/kiamotorsisland
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.
Tveir sem vekja aðdáun Sjálfskiptur Kia cee´d
Kia cee'd bíður þín í Öskju. Komdu og prófaðu.
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum
Verð frá 3.390.777 kr.
*Mánaðarleg afborgun miðast við 8,5% vexti og 50% bílalán
til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,21%.
Bílalánstölur eru viðmiðunarverð og geta breyst án fyrirvara.
Kia cee’d LX — 1,6 dísil, 136 hö,
27.777 kr. á mánuði í 84 mánuði*
Útborgun 1.695.000 kr.
7 þrepa DCT sjálfskipting, 5 dyra
cee’d og cee'd Sportswagon eru öflugir meðlimir Kia fjölskyldunnar. Sportswagon er sérlega rúmgóður og hentar
því vel fyrir meiri farangur. Kia cee’d kemur með hinni einstöku 7 þrepa DCT sjálfskiptingu sem er í senn bæði
hagkvæm og hröð og fyrir vikið eyða þeir aðeins frá 4,2 l/100 km. Þá eru þeir hlaðnir nýjustu gerð tæknibúnaðar.
Öllum nýjum Kia bílum fylgir sjö ára ábyrgð.
SKOÐIÐ LAXDAL.IS/BASIC
Laugavegi 63 • S: 551 4422
25%
afsláttur til
1. mars
BASIC SVARTAR, GLÆSILEGAR
DRAGTIR FYRIR VINNUNA,
ODDFELLOW- VEISLURNAR