Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017
er reyndar erfitt að fara breyta
vinnulöggjöfinni því það er aldrei
að vita hvar það endar,“ svarar
Drífa henni.
Auðvaldið herðir tökin
„Mér finnst almenn misskipting
hafa aukist gríðarlega,“ segir Drífa.
„Og auðvaldið er alltaf að herða
tökin.“ Sjöfn er þessu sammála. „Ég
held að við höfum misst af tækifær-
inu til að færa fólkinu ágóðann af
framleiðniaukningunni, hún hefur
ekki skilað sér til vinnandi fólks.“
Drífa segir gríðarlegar breytingar
í vændum. „Fjórða iðnbyltingin“
þar sem framleiðslustörfin verða
nánast horfin eftir 20 ár. „Þá er
spurning hvernig fólkið fær hluta
af þessari framleiðniaukningu? Á
fólk að fá hærri laun? Eigum við að
stytta vinnutímann? Eða eigum við
hafa það þannig að þetta fari meira
og minna í arð?“
Færiböndin og fólkið
Sjöfn segir sína kynslóð muna eftir
iðnbyltingunni á síðustu öld með
öllum vélunum sem komu. „Ég var
stödd í Neskaupstað fyrir nokkrum
árum með nefnd frá félagsmála-
ráðuneytinu, eina konan í hópnum.
Þetta var nefnd um starfsmenntun í
atvinnulífinu og það var tekið voða
vel á móti okkur. Og ég var kannski
eina manneskjan í hópnum sem
vissi eitthvað um fiskverkunarhús.
Strákarnir vissu ekki neitt. Við fór-
um að skoða vélasalinn og forstjór-
inn sá mig horfa á einhver færi-
bönd úti í horni. Þá kom hann til
mín og sagði: „Já, ef ég set þetta
upp þá saltar þessi á við 13 kerl-
ingar,“ og hann var svo hreykinn
af því að losna við kerlingarnar.
Ég sagði honum að ég skyldi bara
koma með 13 kerlingar og við skyld-
um salta síldina og gera það hratt
og vel.“ Sjöfn segir það vera skrýtið
en að það sé eins og eitur í beinum
þeirra að borga fólki laun.
Keep Frozen
„Ég var svo hissa að sjá löndunar-
karlana,“ segir Sjöfn. „Þú meinar
í Keep frozen,“ en Drífa er líka ný-
búin að sjá heimildamyndina og
veit um leið hvað Sjöfn er að tala
um. „Já þvílíkt og annað eins,“
segir Sjöfn alvarlega, „allt gert á
handaflinu, ekki hafði ég gert mér
grein fyrir því.“ Drífa tekur und-
ir þetta: „Já, svona er þetta enn í
flugstöðinni, hlaðmennirnir eru
að lyfta einhverjum tonnum á dag.
Maður hélt að þetta væri allt orðið
vélvætt.“ Það jaðrar við að þetta sé
heilög stund, að verða vitni af sam-
kennd vinkvennanna. Hvernig þær
upplifa líkamlegt álag löndunark-
arlanna eins og þær væru sjálfar
komnar í spor þeirra.
Vaxandi stéttaskipting
Þær kinka kolli og virðast sammála
um að virðing fyrir verkafólki hafi
minnkað og að hluta til vegna vax-
andi stéttaskiptingar. „Verkafólk
versus menntafólk, sem er þó við-
kvæmt að orða með þessum hætti,“
segir Sjöfn. „Það virkar ekki vel á
þitt fólk þegar BHM leggur fram
kröfur sínar og byggir þær á skóla-
Sjöfn Ingólfsdóttir hætti sem formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar árið 2006 og Drífa Snædal er fram-
kvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins í dag. Samanlagt hafa vinkonurnar hálfrar aldar reynslu af stéttabaráttu á Íslandi.
Drífa er komin af verkalýðshetjum og
vinstrimönnum aftur í aldir í móður-
ætt en sjálfstæðismönnum í föðurætt.
Hún er fædd 1973 í Reykjavík, tók
meistaragráðu í vinnurétti og vinnu-
markaðsfræðum í Lundi í Svíþjóð.
menntun,“ segir Sjöfn og skírskot-
ar til félaga Drífu í Starfsgreina-
sambandinu. Sjöfn telur það vera
starfið sem þú vinnur sem þarf að
verðleggja en ekki menntunina.
„Hvað eru sjómenn að afla mik-
illa verðmæta?“ Drífa telur þær
vera komnar á hálan ís og festast í
gryfju þegar talað er eingöngu um
„verðmætin“ sem fólk er að skapa.
„Fólk á að fá að vinna þau störf sem
það vill vinna og hafa möguleika
til þess að lifa af þeim störfum,“ er
skoðun Drífu.
Menntaðar konur
„En talandi um menntun,“ segir
Drífa, „þá er alltaf verið að tala um
að konur séu að mennta sig of mik-
ið en það sem vantar inn í þá um-
ræðu er að meiri menntun er eini
möguleikinn fyrir konur til þess
að komast í betri störf og sjá fyrir
sér. Karlarnir eiga meiri möguleika
á að sjá fyrir sér án menntunar, í
álverum, á sjónum og við fáein
önnur verkamannastörf. En það
er reyndar fáránlega mikil vinna
sem fylgir. Sjöfn er hugsi yfir þessu
með menntunina. „Ég hef ekkert
á móti menntun, guð minn góður,
en þegar ég var að byrja að vinna
sem opinber starfsmaður, byrjaði
í Borgarbókasafninu, þá var ekki
þessi krafa um menntun.“
Karlar með gulllyftunni
Vangaveltur um stöðu karla á
vinnumarkaðnum leiðir athygli
þeirra að stéttarfélögum. Ef það er
karl á kvennavinnustað, þá er hann
strax orðin yfirmaður, formaður í
stéttarfélaginu. Hjá hjúkkunum,
kennurum og leikskólakennurum.
„Maður roðnar bara við tilhugs-
unina,“ segir Sjöfn. Hvað veldur
þessu? Drífa segir það vera tilfellið
að bæði konur og karlar treysti
körlum betur. Þeir hafi meira sjálfs-
traust í opinbera rýminu. „Það er
ekki bara glerþakið sem heldur
konum niðri í launum heldur bíður
gulllyftan eftir körlunum og flytur
þá upp,“ segir Drífa og skellir upp
úr.
Allir hérna í stéttarfélagi
Sjöfn og Drífa telja réttindi vinnandi
fólks ekki síðri hérna heima en ger-
ist á Norðurlöndunum. „Hérna eru
allir skikkaðir til þess að skrá sig í
stéttarfélag. En þar velur fólk sjálft
og þá eru það oft þeir með lægsta
kaupið sem sleppa því. Þeir sem
þurfa mest á okkur að halda. Það
sem mér finnst mjög flott hérna hjá
okkur er að við getum leiðrétt kaup
hjá fólki sem hefur starfað hérna í
þriggja mánaða sumarvinnu,“ seg-
ir Drífa.
Einkavæðing er ofsatrú
Þær kinka kolli báðar og samsinna
því að heilbrigðisþjónusta og hús-
næðismál séu sterkari á hinum
Norðurlöndunum. En hinsvegar
hefur það líka verið þróun á Norð-
urlöndum að útvista verkefnum.
Einkavæðing öldrunarþjónustu í
Danmörku og Svíþjóð hefur haft
skelfilegar afleiðingar segja þær.
„Útvistun er í raun bara að bjóða
út almannaþjónustu og flytja hana
yfir í einkageirann. Thatcher bauð
út fangelsin og týndi föngunum,
það var skelfilegt.“
„Æ, elsku besta, þetta er bara
Hefst með Codorniu Cava í fordrykk
Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is
6.990
Aðeins framreitt fyrir allt borðið.
Menú
dia de la mujer
7 rétta konudagsmatseðill
19. febrúar
5 sérvaldir tapas réttir fylgja síðan í kjölfarið
• Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu
• Hvítlauksbakaðir humarhalar
• Nautalund í Borgunion sveppasósu
• Lambalund með chorizo-sósu
• Lax með kolagrillaðri papriku og paprikusósu
Og í lokin tveir gómsætir eftirréttir ...
• Ekta súkkulaðikaka Tapasbarsins
• Hvítsúkkulaði-skyrmousse með ástríðusósu