Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017
Fyrrverandi makar
smánaðir og rifist um
börnin á Facebook
Maður á fimmtugsaldri hefur
kært tvær ókunnugar manneskj-
ur fyrir meiðandi ummæli á Face-
bok. Hann sakar þær um að hafa
fellt gildisdóma um einkalíf hans
á Facebook án þess að þekkja til
staðreynda eða hafa nokkurn tí-
mann hitt hann á eigin persónu.
Konurnar tóku þátt í umræðum
á Facebook þar sem barnsmóðir
hans bar hann þungum sökum.
Það færist í aukana að foreldrar
barna rífist um forræði barnanna
á Facebook og blandi myndum og
frásögnum af börnunum sínum
í málið og bjóði ókunnugum að
taka þátt í að ræða málin.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Í gegnum samfélagsmiðla getur
fólk orðið þátttakendur í ótrúlega
viðkvæmum og persónulegum
málum. Oftsinnis setja þúsund-
ir manna like við færslur eða frá-
sagnir sem eiga við engin rök að
styðjast. Í sumum tilfellum hefur
fólk ekki einu sinni haft fyrir því að
lesa til enda þær frásagnir sem það
mælir með á netinu. Þannig getur
fólk óafvitandi orðið karaktervitni
fyrir einstaklinga sem hafa valdið
öðrum gríðarlegum sársauka eða
skaða.
Eigum að grípa inn í
Kona á fertugsaldri segir að barns-
faðir sinn hafi nýverið tekið upp á
því að birta myndir af dóttur sinni
á netinu ásamt athugasemdum um
að móðir hennar kæmi í veg fyrir
að hann fengi að sjá hana. „Hún
kom heim úr skólanum í miklu
uppnámi einn daginn og sagði að
krakkarnir í skólanum hefðu verið
að tala um þetta. „Af
hverju lýgur hann svona,“ sagði
hún. Núna vita allir að þið eruð að
rífast.“
Jóhann Loftsson sálfræðingur
sem starfaði árum saman við sátta-
miðlun milli fyrrverandi hjóna hjá
sýslumanni, segir að það sé and-
legt ofbeldi gagnvart börnunum
að blanda þeim í slíkar deilur á
opinberum vettvangi. „Ef við sjá-
um fólk lemja börn úti á götu eða
foreldra öskra á barnið sitt inni í
verslun, þá eigum við að gripa inn
í. Það er andlegt ofbeldi að draga
börnin inn í slíkar deilur á samfé-
lagsmiðlum og börn geta orðið ber-
skjölduð og skelfingu lostin. Fólk
er alltof sofandi gagnvart ábyrgð
sinni í þessum efnum.“
Þá tóku samfélagsmiðlar við
„Við slitum sambúð árið 2012. Eft-
ir að hún tapaði
máli þar sem hún
fór fram á forræði
yfir dóttur okkar,
fór hún í fjölmiðla
þar sem hún fékk
„Þetta kemur oft upp í erfiðustu og óviðráðanlegustu málunum og við verðum
vör við að fólk kemur með útprent af Facebook og veifar framan í okkur,“ segir
Þórdís Rúnarsdóttir félagsráðgjafi en hún Óskar Sturluson lögfræðingur starfa á
fjölskyldusviði sýslumannsembættisins.
6.999 kr.
STOKKHÓLMUR f rá
T í m a b i l : m a rs - j ú n í 2 0 1 7
12.999 kr.
BARCELONA f rá
T í m a b i l : m a í - j ú n í 2 0 1 7
12.999 kr.
MÍLANÓ f rá
T í m a b i l : j ú n í - j ú l í 2 0 1 7
8.499 kr.
DÜSSELDORF f rá
T í m a b i l : m a í - j ú n í 2 0 1 7
7.499 kr.
EDINBORG f rá
T í m a b i l : m a rs - m a í 2 0 1 7
6.499 kr.
KÖBEN f rá
T í m a b i l : m a rs - m a í 2 0 1 7
Vertu
memm!
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
*
*
*
*
*
*