Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 4
Jón Helgi Björnsson,
formaður Landssam-
bands íslenskra veiði-
félaga, segir að í fyrra
hafi verið framleidd
8000 tonn af norskum
eldislaxi í sjókvíum.
Umsóknir liggi fyrir
um að framleiða alls
180 þúsund tonn í
sjókvíum.
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017
Tugum tonna af eldislaxi fargað á Bíldudal:
„Ekkert óeðlilegt“
Víkingur Gunnarsson hjá Arnarlaxi segir að afföll í laxeldi séu ekki óeðlileg og markmiðið sé að halda förgun á fiski í lágmarki.
Laxeldi Farga þarf á milli 10 og
20 prósent af öllum eldislaxi.
Fullur gámur af dauðum eldislaxi
var fluttur frá Bíldudal í vik-
unni. Víkingur Gunnarsson hjá
Arnarlaxi segir að afföll í eldinu
séu eðlilegur hluti af rekstrinum.
Dýraverndarsamtök Íslands hafa
áhyggjur af uppgangi laxeldis
og segja ekki eðlilegt að svo stór
prósenta deyi í dýraeldi.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax farg-
aði í vikunni tugum tonna af eld-
islaxi sem drepist hafði af ýmsum
ástæðum í eldiskvíum fyrirtæk-
isins. Dauða laxinum er safnað
saman í kör og hann fluttur í gám-
um til urðunar í Sorpurðun Vest-
urlands í Borgarnesi. Í vikunni var
búið að fylla einn gám á Bíldudal
með dauðum laxi, samtals um 80
tonn samkvæmt einum heimildar-
manni, sem þurfti að urða. Sjá má
hluta af dauða laxinum á meðfylgj-
andi myndum.
Víkingur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Arnarlax, segir að
ekkert sé óeðlilegt við að afföll séu
í laxeldi fyrirtækisins og að hluti
framleiðslunnar deyi. Hann segir
að þetta eigi við í öllu eldi á dýrum.
„Það er ekkert vandamál í gangi.
Það eru afföll í öllu dýraeldi og lax-
eldi. Afföll geta átt sér stað af ýms-
um ástæðum. Það er ekkert óeðli-
legt við þetta og það er bara rangt
ef þú ert með einhverjar heimildir
um annað.“ Víkingur segir að hann
viti ekki nákvæmlega hversu mörg
prósent af laxinum hjá Arnarlaxi
deyi og sé fargað. Í laxeldi er talað
um það, almennt séð, að afföll séu
á milli 10 og 20 prósent. „Ég er ekki
með þessa tölu en þeim mun minni
afföll þeim mun betra. Það er allir
að reyna að lágmarka afföllin hjá
sér.“
Hallgerður Hauksdóttir, formað-
ur stjórnar Dýraverndarsambands
Íslands, segir að sambandið hafi
orðið talsverðar áhyggjur af auknu
laxeldi á Íslandi. Hún segir að það
sé ekki eðlilegt að svo stór hluti
eldisdýra deyi í dýraeldi almennt
séð en að annað eigi við um þaul-
eldi eins og laxeldi. Þauleldi er það
eldi þegar þrengsli dýranna, sem
eru ræktuð, eru talsverð, eldið þarf
að fara í mat á umhverfisáhrifum og
þegar „velferð dýra er fórnað fyrir
hámörkun nytja,“ eins og Hallgerð-
ur segir. „Ég hef orðið verulegar
áhyggjur af þessu. Það eru afföll í
þauleldi vegna mikilla þrengsla eða
sjúkdóma. Annars á ekkert við að
tala um eðlileg afföll í dýraeldi.“
Víkingur segir að hann viti ekki
nákvæmlega hversu mörgum tonn-
um af eldislaxi Arnarlax fargi að
öllu jöfnu í hverjum mánuði en að
þetta geti verið um 200 kíló á dag
almennt séð – sem þá eru 6 tonn
í hverjum mánuði. Hann segir að
þetta sé ekki áhyggjuefni heldur
eðlilegt í laxeldi. „Þetta er ekki eitt-
hvað sem er stórmál. Menn lenda í
alls konar málum og þurfa að taka
því. Svona er þetta bara.“
Víkingur segir að Sorpurðunar-
stöð Vesturlands haldi tölu á því
hversu mörgum tonnum af eldis-
laxi er fargað. Sorpurðunarstöðin
hefur neitað að veita Orra Vigfús-
syni, framkvæmdastjóra NASF –
verndarsjóði íslenska laxastofnsins,
upplýsingar um hversu mörg tonn
af eldislaxi sorphirðustöðin urðaði í
fyrra. Orri hefur kært synjunina um
upplýsingarnar til úrskurðarnefnd-
ar um upplýsingamál.
Myndirnar sýna kör og gám sem dauði eldislaxinn var í á Bíldudal í vikunni áður
en hann var fluttur í Sorprurðunarstöð Vesturlands í Borgarnesi. Roðið dettur af
laxinum þegar hann úldnar í sjókvíunum, áður en hann er tekinn upp til förgunar.
32101
Skattamál/Sjávarútvegur Sjómað-
ur sem vann hjá Afríkuútgerð
Samherja segir að hann hafi
haldið að vinnuveitandinn hafi
átt að greiða skattana.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Íslenskur sjómaður, sem var bú-
settur í Máritaníu og vann við fisk-
veiðar hjá Sjólaskipum og Samherja
í Afríku, þarf að greiða tekjuskatt
af rúmlega sextíu milljóna króna
launatekjum sem hann var með á
fimm ára tímabili, frá 2007 til 2011.
Þetta kemur fram í úrskurði yfir-
skattanefndar frá því í desember
síðastliðnum. Sjómaðurinn kærði
endurálagningu Ríkisskattstjóra til
nefndarinnar.
Maðurinn er einn af tæplega 60
sjómönnum sem hafa lent í því að
skattayfirvöld hafa endurákvarðað
á þá tekjuskatt vegna vinnu þeirra
fyrir Afríkuútgerðir Sjólaskipa og
Samherja. Fréttatíminn sagði frá
þessum málum í lok nóvember en
úrskurðurinn í máli þessa sjómanns
féll eftir það. Út frá úrskurðinum
í máli mannsins er ljóst að launa-
greiðendur hans voru aflandsfélög
sem tóku þátt í rekstri Sjólaskipa og
Samherja á Afríkuútgerðinni sem
gerði út frá Kanaríeyjum – Sam-
herji keypti útgerðina af Sjólaskip-
um árið 2007.
Sjómaðurinn taldi útgerðirnar
eiga að greiða skatt af launum hans:
„Þá hafi kærandi verið launamað-
ur og hafi það því verið á ábyrgð
launagreiðanda að sjá til þess að
staðið væri skil á sköttum af launum
hans.“ Þetta gerðu útgerðirnar ekki.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri og stærsti hluthafi Samherja,
hefur ekki viljað veita Fréttatíman-
um viðtal um mál sjómannanna,
hvorki þegar blaðið fjallaði um mál-
ið í lok nóvember né nú.
Þarf að borga skatt af milljónatekjum
frá aflandsfélagi Samherja
Sjómaðurinn var með rúmlega
60 milljóna króna tekjur
þegar hann starfaði hjá Sjóla-
skipum og Samherja í Afríku.
Þorsteinn Már Baldvinsson
er forstjóri Samherja.
Slögg Landssamband veiðifélaga
telur að Arctic Sea Farm í Dýra-
firði hljóti að missa rekstrarleyfi
eftir að seiði sluppu í miklu magni
úr sjókví á Vestfjörðum.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Landssamband veiðifélaga fékk
fyrst upplýsingar um að verulegt
magn af regnbogasilungi væri á
sveimi í sjó á Vestfjörðum 13. júní
í sumar. Ábendingu um það var
komið á framfæri við eftirlitsað-
ila. Ekkert fyrirtæki kannaðist þá
við að hafa misst fisk. Síðan hefur
regnbogi veiðst í fjölda vatnsfalla
á Vesturlandi, Vestfjörðum og
Norðvesturlandi. „Við vorum að
fá stanslausar fréttir frá því um
miðjan júní af því að menn væru
að veiða eldisfisk í ám og vötnum,
en opinberir aðilar sýndu þessu
engan áhuga,“ segir Jón Helgi
Björnsson, formaður Landssam-
bands veiðifélaga.
Hann segir að þannig hafi
margoft verið haft samband við
eftirlitsstofnanir og óskað eftir
opinberri rannsókn. Þá hafi málið
verið kært til lögreglu. Fyrst í gær
hafi fyrirtækið loks viðurkennt,
heilum átta mánuðum að það hafi
komið gat á eina sjókvína.
„Við erum klárir á því að þarna
er um skýrt lögbrot að ræða. Við
munum fylgja því eftir að lögregla
rannsaki það til hlítar og vísi því
til ákæruvaldsins.“
Jón Helgi segir að í fyrra hafi
verið framleidd 8000 tonn af
norskum eldislaxi í sjókvíum, Um-
sóknir liggi fyrir um að framleiða
alls 180 þúsund tonn í sjókvíum.
„Ég er alveg skíthræddur, maður
getur bara rétt ímyndað sér hvaða
afleiðingar þetta getur haft.“
„Ég er alveg skíthræddur“
Félag Einars í Lúx sem á 386
milljóna arðinn úr Borgun
Viðskipti Einar Sveinsson,
fjárfestir og föðurbróðir Bjarna
Benediktssonar, hefur hagnast
vel á hlutabréfakaupum sínum í
Borgun. Eignarhaldsfélag hans í
Lúxemborg heldur utan um fyrir-
tæki hans á Íslandi.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Félag Einars Sveinssonar í Lúxem-
borg, sem á eignarhlutinn í greiðsl-
umiðlunarfyrirtækinu Borgun í
gegnum íslenska eignarhaldsfélag-
ið P 126 ehf., er fjármagnað alfarið
af þessu dótturfélagi sínu og greiðir
því vexti af lánum. Lúxemborgíska
félagið heitir Charomina Lux S.á.r.l.
og fékk það lán frá íslenska félaginu
upp á 70 milljónir króna árið 2015
sem það greiðir vexti af. Auk þess
fékk það vaxtalaust lán upp á tæp-
lega 4.5 milljónir evra, ríflega hálfan
milljarð, frá P 126 ehf. Þetta kemur
fram í ársreikningi lúxemborgíska
félagsins fyrir árið 2015 sem skilað
var til fyrirtækjaskrár Lúxemborgar
í desember.
Einar Sveinsson var einn af kaup-
endum eignarhluta íslenska ríkisins
í Borgun árið 2014 og hafa fyrirtæki
hans fengið 86 milljóna króna arð frá
Borgun út úr þeim viðskiptum sem
hafa verið mjög umdeild í íslensku
samfélagi. Í vikunni var sagt frá því
að til að stæði að greiða hluthöfum
Borgunar út 4.7 milljarða króna arð
og verður hlutdeild Einars í þeim
arði 300 milljónir króna. Hlutabréf-
in í Borgun voru seld á undirverði út
úr ríkisbankanum Landsbankanum.
Félag Einars í Lúxemborg kom út
á núlli árið 2015, var með tekjur upp
á rúmlega 200 þúsund evrur og var
greidd sama upphæð í skatta, vexti
og annan kostnað við rekstur félags-
ins það ár. Arðgreiðsla P 126 ehf. til
lúxemborgíska félagsins upp á 30
milljónir króna, meðal annars út af
eignarhlutnum í Borgun, rann upp
í skuld við íslenska félagið eftir að
greiddur var af henni sex milljóna
króna skattur. Arðgreiðslur úr Borg-
un og P 126 ehf. munu hins vegar í
framtíðinni geta runnið inn í þetta
félag Einars í Lúxemborg þar sem
skattaum-
hverfið er
enn hag-
stæðara
fjárfest-
um en á
Íslandi.
Einar Sveinsson er búsettur í hverfinu
Mayfair í London og stýrir hann fyrir-
tækjaneti sínu á Íslandi í gegnum lág-
skattaríkið Lúxemborg. Félagið á meðal
annars hlutabréf hans í Borgun í gegnum
íslenskt eignarhaldsfélag sem sonur
hans, Benedikt, stýrir með honum.
Fæst í helstu apótekum