Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017
Nauðsynlegt að skilja þá
sem festast í tölvunni
Gagnvirkni
Gagnvirkir tölvuleikir hafa reynst erfiðastir viðureignar þegar kemur að
alvarlegri tölvuleikjafíkn. „Það er yfirleitt gagnvirknin sem fellir okkur,“ seg-
ir Eyjólfur. „Þeir leikir sem eru takmarkaðir, byrja og enda, eru ólíklegri til
að vera þeir sem við festumst í. Þegar maður getur hins vegar spilað við og
á móti fullt af öðru fólki, með hjálp netsins, þá er líklegt að leikurinn sé um-
talsvert meira ávanabindandi.“
Tölvuleikjaiðnaðurinn stækkar
og stækkar og það er auðvelt að
sogast inn í þá spennandi heima
sem þar bjóðast. Eyjólfur Örn
Jónsson sálfræðingur sérhæfir
sig í því að tala við þá sem lenda í
vandræðum vegna ofnotkunar á
tölvuleikjum og netinu. Hann seg-
ir hópinn stækka ár frá ári sem
á í erfiðleikum með þessa tækni
og leggur áherslu á að foreldr-
ar dragi það ekki að kynna sér
hvernig börnin þeirra umgangast
tæknina.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
„Ég var sjálfur tölvustrákur
á sínum tíma og spilaði minn
skammt af tölvuleikjum,“ segir
Eyjólfur Örn Jónsson. Hann tel-
ur þá reynslu hafa nýst sér vel í
gengum tíðina eftir að hann fór
að veita ráðgjöf í þessum efn-
um. „Það er gott að skilja hvert
skjólstæðingar mínir eru að fara.
Stundum bregður strákunum
(því í tölvuleikjunum eru þetta
yfirleitt strákar) þegar þeir mæta
til mín í fyrsta sinn og átta sig á
að „kallinn“ veit bara alveg hvað
þeir eru að tala um. Hann skilur
tungumálið og þekkir tölvuleik-
ina sem þeir spila.
Svo get ég notað það sem
ákveðinn sölupunkt gagnvart
þeim að það er ekki endilega mín
stefna að það verði slökkt á netinu
heima hjá þeim eða þeir settir í
eitthvert ævilangt bann frá leikj-
unum. Þetta snýst frekar um að
læra að umgangast þetta upp á
nýtt og ná einhverju jafnvægi og
skynsemi í notkunina.“
Vandamálin vaxa
„Maður finnur fyrir stanslausri
aukningu í þessu og það er í raun-
inni alveg brjálað hvað vanda-
mál sem tengjast netfíkn og
tölvuleikjanotkun aukast hratt,“
segir Eyjólfur. „Ég byrjaði að
vinna í þessum málum fyrir tólf
árum og eins og við vitum öll
hefur þróunin síðan verið hröð.
Leikirnir verða fullkomnari og
gagnvirkari og margþætt pressa
frá netinu á líf okkar eykst jafnt
og þétt.“
Eyjólfur segir að öfga-
fyllstu dæmunum um net- og
tölvuleikjafíkn fjölgi alltaf. „Það
koma alltaf fleiri og fleiri til mín
sem eiga um sárt að binda, eiga í
vandræðum í skóla og í félagslífi
vegna tölvunnar, en sem betur fer
hefur meðvitund um þessi mál
líka aukist, þannig að stundum er
hægt að grípa fyrr inn í.“
Eyjólfur segir dálítið á reiki
í fræðasamfélaginu hvernig
alvarleg tölvufíkn er skilgreind.
reyna að venjast og vera ekki of
hrædd við. Það er nauðsynlegt að
gefa hausnum frí inn á milli því að
það örvar ímyndunaraflið sem er
okkur svo mikilvægt. Tölvurnar
eru þannig að við getum einfald-
lega smellt á takka og þá erum við
komin inn í annan heim.“
Gjá milli foreldra og barna
Eyjólfur segist upplifa það oft
í starfi sínu að foreldrar átti sig
illa á tölvunotkun barna sinna og
unglinga. „Það er erfitt að alhæfa
en oft á tíðum skynjar maður
að foreldrar þekkja illa þenn-
an heim sem krakkarnir þeirra
lifa og hrærast í. Þau þekkja ekki
leikina eða skilja þá ekki. Svo
skilja foreldrarnir heldur ekki
tungumálið og slangrið sem þessu
fylgir. Þannig myndast stundum
ansi mikil og djúp gjá innan fjöl-
skyldunnar sem vill breikka og
dýpka þegar á líður. Við erum oft
hrædd við hluti sem við þekkjum
illa og skiljum ekki. Þetta minnir
mig stundum á heim þar sem full-
orðna fólkið er eins og landnemar
sem ætla að fara að segja frum-
byggjunum til í heimi sem þeir
gjörþekkja.“
Eyjólfur segir samband milli
foreldra og barna skipta mjög
miklu. „Ef við eigum gott sam-
band við börnin okkar og þekkj-
um vel til þess sem þau eru að
gera, þá er hæfilegt að viðvör-
unarbjöllur byrji að klingja þegar
barnið fer að taka tölvuleikina
fram yfir aðra hluti sem áður hafa
verið skemmtilegir og mikilvægir
í þeirra lífi.
Ef við hugsum þetta frá sjón-
arhóli krakkanna þá finnst mér
ljóst að þau vilji að mamma og
pabbi veiti áhugamálum þeirra
athygli. Krakkarnir vilja yfirleitt
að foreldrarnir þekki aðeins til
leikjanna þeirra, setji sig pínu-
lítið inn í málin og jafnvel prófi
aðeins að spila. Það auðveldar
málin ef notkunin verður óhóf-
leg og við þurfum að grípa inn í.
Það þykir til dæmis sjálfsagt að
fara með börnunum á íþróttaæf-
ingar og fylgjast með þeim. Það
sama ætti að gilda um tölvuleik-
ina. Börn vilja yfirleitt að við vit-
um af áhugamálum þeirra. Við
erum alltaf að leita að jafnvægi.
Að krakkarnir finni sér eitthvað
skemmtilegt að gera samhliða og
fyrir utan tölvuna.“
„Það koma alltaf fleiri
og fleiri til mín sem eiga
um sárt að binda, eiga í
vandræðum í skóla og í
félagslífi vegna tölvunnar,
en sem betur fer hefur
meðvitund um þessi mál
líka aukist, þannig að
stundum er hægt að grípa
fyrr inn í.“
Sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jóns-
son hefur nóg að gera við að tala við
börn og unglinga sem eiga í erfiðleik-
um vegna ofnotkunar á tövluleikjum
og netinu. Það er tilfinning hans að
vandamálin sem tengist tækninni
vaxi ár frá ári. Mynd | Hari
„Barnalæknasamtökin í Banda-
ríkjunum gáfust hreinlega upp á
því að miða við ákveðinn tíma-
fjölda í þessum efnum en með-
ferðarstofnanir erlendis miða
yfirleitt við að ef afþreyingar-
notkun unglinga er farin að nema
30-38 klukkustundum á viku sé
hún orðin vandamál. Þá fer hún
að bitna illa á öðru því sem við
þurfum að sinna í lífinu, eins og
skóla, tómstundum, fjölskyldulífi.
En auðvitað er þetta einstaklings-
bundið.“
Örvun og leiðindi
Í störfum sínum hefur Eyjólfur
verið duglegur að flytja fyrirlestra
fyrir foreldra og fagfólk í mennta-
kerfinu um tölvuleiki og netnotk-
un. Þar ræðir hann opinskátt um
þá miklu örvun sem slíkir leikir
kveikja. „Samanburður á tölvu-
tækninni við eiturlyf kann að
stinga suma, en í bandarískum
rannsóknum hefur verið talað
um tölvuleikjafíknina sem „staf-
rænt heróín.“ Heilastarfsemin
hjá manninum breytist af völdum
eiturlyfja og áhrif tölvuleikja á
þá sem eru langt leiddir í notk-
un þeirra, eru alls ekki svo ólík.
Áhrifin á heilann eru sambærileg.
Þetta eru áhugaverðar rannsókn-
ir og líkindin sem fræðimenn sjá
þarna á milli hafa vakið athygli.“
En Eyjólfur talar líka um mik-
ilvægi leiðinda. „Leiðindi geta
auðvitað verið ægilega leiðinleg,“
bendir sálfræðingurinn réttilega
á. „Þau eru samt eitthvað sem við
þörfnumst í lífi okkar og eigum að
RÆST I TÆKN I R
SÓLEY RÓS
Sun. 19. feb kl. 20.30
Fös. 24. feb kl. 20.30
Sun. 5. mars kl. 20.30
Örfáar aukasýningar:
Miðasala á tjarnarbio.is og midi.is
R.E. Pressan.is