Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017 1Farðu á stúfana og leitaðu að vinsælum sápu-óperum á tungu- málinu sem þú vilt læra. Sápu-óper- ur eru oft léttar og söguþráðurinn nokkuð einfaldur, sömu setningar koma fyrir aftur og aftur og persón- urnar eru gjarnan þær sömu, jafn- vel áratugum saman. Fyrst getur þú stillt á texta á eigin tungumáli. En hægt og rólega ættir þú að sleppa honum. 2 Farðu í heimsókn á næsta bóka-safn með penna og skrifblokk. Bjarga hundum frá ofbeldi og dauða Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Það er hræðilegt hvernig farið er með þessa blíðu hunda. Að maðurinn geti verið svona vondur,“ seg-ir Linda Guðjónsdóttir sem stödd er á Spáni þar sem hún starfar sem sjálfboðaliði í hunda- björgunarskýli rétt fyrir utan Murcia, ásamt tveimur vinkonum sínum, þeim Helgu Sigríði Magnús- dóttur og Björk Önnudóttur. Hundaskýlið kallast Galgos del Sol og sérhæfir sig í að bjarga og hlúa að þjóðarhundi Spánverja, galgo, sem er spænskur grey- hound. Það var bresk kona að nafni Tina Solera sem kom skýlinu á fót fyrir nokkrum árum, en eftir að hún flutti til Spánar árið 2007 fór henni að blöskra meðferðin á þjóðarhundinum. „Hún stofn- aði skýlið til að bjarga hundun- um af götunni, en það eru fimm hundruð hundar drepnir á Spáni á hverjum degi. Þeir eru fangað- ir og fluttir í svona aflífunarstöð. Þar eru þeir í þrjár vikur áður en þeir eru svæfðir,“ útskýrir Linda en dýrin eru þá oft búin að upplifa skelfilegt ofbeldi og vanrækslu. „Galgo-inn er notaður til veiða héra og kanínur og líka tegund sem heitir podenco. Svo þegar veiðitímabilinu lýkur þá losa veiði- mennirnir sig oft við hundana. Þeir þurfa þá annað hvort ekki að nota þá meira eða hundarnir stóðu sig ekki nógu vel. Þá er þeim hent út á guð og gaddinn, eða hengdir upp í tré þannig þeir ná varla niður. Þannig hengjast þeir hægt og rólega. En þetta er eitt- hvað sem hefur verið gert í aldar- aðir á Spáni. Sumir eru barðir til óbóta eða augun stungin úr þeim svo þeir rati ekki heim.“ Þetta er í annað sinn sem Linda og Björk fara út sem sjálfboðaliðar, en Helga er að fara í fyrsta skipti. Þær ætla sér að vera í viku en eru strax búnar að ákveða að fara aft- ur og þá ætlar systir Lindu að slást í hópinn. Tina er með um 150 hunda í skýlinu, bæði galgo og podenco. En starf sjálfboðaliðanna er með- al annars að þrífa, þjálfa og viðra hundana. „Hún fær fullt af sjálf- boðaliðum sem koma héðan og þaðan úr heiminum. Fólk kemur aftur og aftur. Svo koma spænsk- ir eldri borgarar á morgnana og ganga með nokkra hunda í sjálf- boðastarfi.“ Hundaskýlið er svo með systra- félög í Bandaríkjunum og víða um Evrópu þar sem starfsfólk tekur út þá sem vilja ættleiða hunda. En Tinu er ekki sama hvert hundarn- ir hennar fara „Ég er að taka einn heim núna, fyrsta spænska grey- hound-inn á Íslandi,“ segir Linda spennt en hún á fyrir mjóhund af annarri gerð. Allir hundarnir eru geltir áður en þeir fara úr skýlinu og því ekki ætlaðir til ræktunar. Þetta snýst einfaldlega um að gefa einum hundi betra líf. Að sögn Lindu eru hundarnir frábærir sem gæludýr enda eru þeir bæði ljúfir og skapgóðir. Tungumál geta opnað leið inn í nýja menningar­ heima, hjálpað þér að kynnast nýju fólki og fróð­ leik. Það finnst þó fæstum aðlaðandi tilhugsun að sitja í heitri skólastofu og læra sagnir. Hér er því listi yfir nokkrar frumlegar leiðir til þess að læra tungumál. Fimm frumlegar leiðir að nýjum tungumálum Finndu þyngstu, rykföllnustu og stærstu orðabókina sem þú kemur krumlunum yfir. Flettu í gegnum hana og leggðu á minnið eitt orð undir hverjum bókstaf. Fyrir þá lengra komnu er næsta verkefni að setja orðin í setningu. 3 Ísland er að drukkna í ferðamönn- um. Ekki of hugsa málið, farðu bara út á götu að veiða kennara. Þú finnur eflaust einhvern sem talar tungumálið sem þú leitar að. Þá getur þú boðið honum eða henni upp á fría leiðsögn um götur borgarinnar, með þeim skilyrðum að þú fáir að spreyta þig á tungumálinu. 4 Þetta ráð vekur eflaust ekki mikla lukku hjá foreldrum, mökum, börnum eða öðrum sambýlingum en það virkar vel. Keyptu þér stórt búnt af post-it miðum og merktu hvern einasta mun á heimili þínu á tungumálinu. Ef vel heppnast læra aðrir íbúar með þér, hvort sem þeim líkar betur eða verr. 5 Kauptu þér flugmiða, leggðu land undir fót og gleymdu ensk- unni algjörlega. Þetta snar virkar í flestum tilfellum, nema þú ætlir að læra latínu. Þá mælum við frekar með bókasafninu. | bsp Vinkonurnar láta gott af sér leiða í sjálfboðastarfi í hundaskýlinu. Í Wayne's World reynir Wayne að læra kantónsku með hjálp spólu. Það búa ekki allir svo vel að eiga elsku til að hvísla mjúk orð að, sumir eru sáttir við einver- una meðan aðrir leita enn. Ef leitin hefur gengið brösulega getur verið að ýmis frumleg stefnumótaöpp í snjallsímann þinn geti aðstoðað við leitina. Hinn íslenski konudagur er næst- komandi sunnudag, 19. febrú- ar, með tilheyrandi rómantík. Margir eru þó enn að leita og hafa stefnumótaöpp, sem leiða saman nýja elskhuga, verið sérstaklega vin- sæl við leitina. Stefnumótaöppin eru mörg hver frumleg og fjölbreytt, en nú hefur nýtt app verið þróað sem gæti leyst sálarflækjur margra ein- fara. Frumkvöðlarnir á bak við app- ið telja nefnilega að fólk nái betur saman í gegnum hatur en ást. Appið virkar þannig að notendur renna myndum til hægri eða vinstri, eftir því hvort þeir hata ákveðna hluti. Hlutirnir geta verið allt frá því að hata „Taylor Swift“ og „glútein- frían mat“, til þess að hata úrslit í forsetakosningunum í Bandaríkjun- um og „hrekkjusvín“. Einmana sálir þurfa því ekki að örvænta, aragrúi af frumlegum stefnumótaöppum hjálpa við leitina. | bsp Stefnumótaöpp eru mörg hver frumleg og fjölbreytt. Rafrænar leiðir að ástinni Þrjár íslenskar vinkonur eru nú staddar á Spáni þar sem þær eru sjálfboðaliðar í hundabjörg­ unarskýli. Um 500 hundruð hundar eru drepnir í landinu á hverjum degi og langflestir af tegund­ inni galgo, sem er þjóðarhundur Spánverja. Í BEINU FLUGI FRÁ KEFLAVÍK BÚDAPEST WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá UNESCO, forna menningu og Spa/heilsulindir. Við bjóðum einnig uppá mjög góð heilsu/Spa hótel í Ungverjalandi allt árið, en flogið er tvisvar í viku. Ungverjar eru heimsþekktir fyrir sína heilsumenningu en upphaf hennar má rekja hundruð ár til forna. VERÐ 149.900.- per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri og rúta til og frá hóteli. 12. – 19. JÚNÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS!

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.