Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017
Heimilisleg og kósí
stemning í Verkó
Fyrstu verkamannabústaðir landsins voru ekki aðeins byggðir úr
góðri steypu og efnum sem hafa staðist tímans tönn. Þeir voru byggðir
af hugsjón þeirra sem trúðu því að almennilegt og heilsusamlegt
húsnæði væru mannréttindi. Íbúar í fjórum af hundrað sjötíu og
tveimur íbúðum bústaðanna eru sammála um að byggingin sé engri
lík. Kósí stemning, notagildi, traust og fegurð einkenni sambýlið.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Bryndís Silja Pálmadóttir
bryndis@frettatiminn.is
Í iðnbyltingunni hófust miklir fólksflutningar frá sveitum og til borga sem sköpuðu gríðar-lega húsnæðiskreppu í flest-um höfuðborgum Evrópu.
Fólk flykktist til borganna í von
um bættari efnahag og betri lífs-
gæði og var Reykjavík þar engin
undantekning. Fólk sem flutti til
borgarinnar þurfti oft á tíðum að
sætta sig við að búa í heilsuspillandi
húsnæði fyrir okurverð, í kjallar-
geymslum, riskompum og jafnvel
hænsnakofum. Um aldamótin voru
um 1000 manns í þörf fyrir hús-
næði í Reykjavík og ljóst að yfirvöld
þurftu að finna leið til að bregðast
við vandanum. „Þetta voru gífurleg
átök á sínum tíma og alls ekki all-
ir sammála um hvort að ríkið ætti
að koma að uppbyggingu húsnæðis
eða ekki,“ segir Jón Rúnar Sveins-
son félagsfræðingur. „Þrátt fyr-
ir víðtæka húsnæðisneyð á 19. öld
ríkti alla þá öld sú meginstefna að
húsnæðismál lægju utan verksviðs
ríkisins og láta ætti markaðinn um
að leysa þau,“ segir Jón Rúnar en
það var einmitt stemningin í bæn-
um þegar Héðinn Valdimarsson
talaði fyrir umbótum í húsnæðis-
málum Reykjavíkur á fyrsta aldar-
fjórðungi síðustu aldar.
Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen Caddy.
Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum
- hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi).
Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi
og aksturseiginleika bílsins. Fjórhjóladrifinn Caddy hentar
einstaklega vel við íslenskar aðstæður og eykur til muna
notkunarmöguleika Caddy, hvort heldur er í snjó, hálku
eða erfiðu færi.
Volkswagen Caddy
kostar frá
2.550.000 kr.
(2.056.452 kr. án vsk)
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Góður vinnufélagi
HEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu.
Volkswagen Caddy
Fyrstu verkamannabústaðirnir voru
reistir af Byggingarfélagi alþýðunnar
árið 1931. Íbúar lýsa góðum anda og
trausti í Verkamannabústöðunum
enda má enn finna frumbyggja sem
hafa búið þar frá upphafi. Myndir | Hari