Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 41
Teen Skin Fix er frábær nýjung Vörurnar frá Nip + Fab hafa sannað gildi sitt fyrir löngu og Teen Skin Fix-línan er frábær nýjung. Unnið í samstarfi við Nathan & Olsen. Break Out Rescue Pads Púðar sem hreinsa húðholurnar vandlega af stíflandi olíum og óhrein- indum sem geta valdið bólgum í húð. Mildir en virkir púðar sem hjálpa yfirborði húðarinnar tæru allan daginn – alla daga. Zero Shine Moisturizer Létt og sefandi formúla kremsins veitir húðinni raka og fyrirbyggir á sama tíma offramleiðslu olíu húðarinnar. Vertu glans-frí/r allan daginn með Zero Shine Moisturizer! Spot Zap Létt og kælandi formúla sem hjálpar við að draga úr bólum og bólgum í húð – algjör bólubani. Fljótleg, auðveld og hnitmiðuð meðferð, þökk sé kúlunni með læknastálinu. 5 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 HEILSA&TÍSKA Eggjahvítur Hrærðu saman nokkrar eggjahvítur í skál og nuddaðu þeim svo inn í húðina. Láttu þorna í 15 mínútur og þrífðu af með volgu vatni. Húðin drekkur í sig bæði B og D-vítamín úr eggjahvítunum. Ólífuolía Góð ólífuolía getur hjálpað við að halda húðinni mjúkri og stinnri. Settu lítinn dropa á fingurna og nuddaðu vel inn í húðina áður en þú ferð að sofa. Þrífðu svo af með þvottapoka og volgu vatni. Nudd Taktu þér smá tíma og nuddaðu andlitið með góðu rakakremi. Ein- blíndu á háls, enni og húðina undir augunum. Ef þú vilt gera vel við þig geturðu líka fengið andlitsnudd á snyrtistofu. Ávextir og grænmeti Þú ert það sem þú borðar, segja þeir. Því hollara sem þú borðar því betur líturðu út. Borðaðu nóg af ávöxtum og grænmeti til að ýta undir heilbrigði húðarinnar. Sítrónusafi Skerðu sneið af sítrónu og nuddaðu safanum inn í fínu línurnar á and- litinu. Húðin mun geisla á eftir og hrukkurnar verða síður sýnilegar. Dragðu úr hrukkum á náttúrulegan hátt Þó hrukkukrem séu góð til síns brúks getur líka verið gott að prófa náttúrulegar aðferðir til að draga úr hrukkum. Þú getur þá metið hvort virkar betur. ER HÚÐIN FARIN AÐ SLAPPAST? NÝ LAUSN SÉRMEÐFERÐ Í DEMANTSHÚÐSLÍPUN RAUÐUR ÞEGAR HEITT ER OG BLÁR ÞEGAR KALT ER? ÞAÐ ER HÆGT AÐ FJARLÆGJA HÁRÆÐASKEMMDIRNAR HÁRÆÐASLITSMEÐFERÐIR : Við höfum fjármagnað margra milljóna króna hljóðbylgjutæki og eina tækið sinnar tegun- dar á Íslandi sem sérhæfir sig í að fjarlægja allt háræðaslit í andliti með sérhæfðum hljóðbylgjum sem þurrka upp blóðprótein í skemmdum háræðum og lokar þeim punkt fyrir punkt. Það krefst stöðugrar og mikillar nákvæmi. Þessar sérhæfðu hljóðbylgjur loka 100% háræðastjörnum, háræðasliti, blóðblöðrum ofl.í andliti, hálsi, bringu og höndum. Oftast þarf 3-4 meðferðir til að loka þeim endanlega en eftir 3ju meðferð eru háræðaslitsmeðferðirnar (á sama meðferðarsvæði) fríar. DEMANTS-HÚÐSLÍPUN: Húðslípun vinnur á ótímabærri öldrun húðar, sólarskemmdum, litabreytingum og öldrunar-blettum.og örum eftir bólur, ójafnri og óhreinni húð, Blóð- og næringarflæði til húðfrumna eykst sem stuðlar að heilbrigðari og unglegri húð. Hafa ber í huga að það tekur okkur mörg ár að mynda djúpar hrukkur og aðrar skemmdir í húð. Þær hverfa ekki á einni nóttu en Demantshúðslípun er langtímaferli og þ.a.l. raunveruleg viðgerð. Starfsemi húðar verður sterkari, heilbrigðari og enn virkari. Þannig hægjum við raunverulega á öldrunarferli húðar. Það er engin skyndilausn til. OKKAR SÉRSVIÐ ER HÁRÆÐASLITSMEÐFERÐIR HENDUR - ANDLIT - HÁLS - BRINGA MJÖG GÓÐUR ÁRANGUR.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.