Fréttatíminn - 01.04.2017, Page 18
18 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.thrif.net
Fyrirtæki og húsfélög, gerum
tilboð ykkur að kostnaðarlausu
Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir
íbúðir sem eru í túristaleigu
Hefur þú þörf fyrir
þrif
Mikilvægt að kennarinn leyfi
sér að fíflast með börnunum
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Það er óhætt að fullyrða að Hlín Magnúsdótt-ir Njarðvík, sérkennari í Norðlingaskóla, hafi mikla ástríðu fyrir starf-
inu sínu. Fyrir utan að vera spreng-
lærð í uppeldis- og menntunarfræði,
sálfræði og kennslufræðum, hefur
hún brennandi áhuga á öllu sem við-
kemur börnum og nýtir nánast allan
sinn frítíma í að útbúa sjónrænt og
skapandi námsefni sem auðveldar
börnum með ADHD og námserf-
iðleika að læra. Til þess notar hún
meðal annars golfkúlur, eggjabakka,
íspinnaspýtur og allskonar spil og
leiki sem hún aðlagar að kennslunni.
„Það er mikill áhugi fyrir því að
koma í litlu stofuna mína og fá að
vinna þar. Ég finn því að ég er að ná
til krakkanna, sem er auðvitað það
fyrsta sem maður vill gera. En ég
er líka að sjá framfarir, sem er tak-
markið. Ég sé að þau græða á þessu,“
segir Hlín sem er með nemendur í
fyrsta og öðrum bekk í sérkennslu.
„Það eru margir sem spyrja hvort
ég sé ekki bara alltaf í vinnunni, en
þetta stendur mér mjög nærri því
ég á að sjálf strák með ADHD grein-
ingu, þannig ég nota efnið líka
heima. Mikið af því sem ég nota
í skólanum eru hugmyndir sem
kvikna heima. Ef ég sé að eitthvað
virkar fyrir strákinn minn þá prófa
ég það á fleirum. Hann er reyndar
ekki með námserfiðleika, en hann
er mjög ofvirkur. Ég finn að hann
þarf að hafa námsefnið skapandi,“
útskýrir Hlín.
Hægt að nýta fjölbreyttan efnivið
Hún opnaði nýlega facebook-síðuna
Hlín Magnúsdóttir Njarðvík útbýr
skapandi og sjónrænt námsefni fyrir
börn með ADHD og námserfiðleika
og nýtir það í sérkennslu í
Norðlingaskóla. Með þessu nær
hún til barnanna og sér fljótt miklar
framfarir. Þá gerir námsefnið vinnuna
hennar skemmtilegri. Nýlega stofnaði
hún facebook-síðu þar sem hún deilir
hugmyndunum með áhugasömum.
Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir
fjöruga krakka, til að geta deilt hug-
myndum sínum með öðrum. „Ég var
búin að sanka að mér fullt af mynd-
um því í hvert skipti sem ég geri eitt-
hvað tek ég mynd af því. Ég gat því
strax sett mikið af efni á síðuna. Svo
komu bara ótrúlega margir fylgj-
endur. Ég er eiginlega orðlaus yfir
viðbrögðunum,“ segir Hlín en um
2600 manns hafa líkað við síðuna
sína hún fór í loftið í febrúar. „Það
var greinilega vöntun á markaðnum
fyrir þetta,“ segir hún glöð í bragði.
„Ef ég fæ eitthvað skemmtilegt
efni í hendurnar þá hugsa ég alltaf
hvernig ég geti notað það. Um
daginn fékk ég golfkúlur og fann leið
til að nota þær. Maður getur notað
svo fjölbreyttan efnivið í kennslu.
Ég settist bara niður og leitaði á
Pinterest að golfkúlum og kennslu
og fékk hugmynd sem ég útfærði.
Ég nota Pinterest rosalega mikið og
fæ fullt af hugmyndum þaðan. Ég
ætla því ekki að taka kreditið fyrir
allt þarna inni. En það er auðvitað
mikil vinna við þetta því ég vil hafa
allt á íslensku.“
Læra og mynda vinasambönd
Hennar reynsla er sú að sjónrænt
og skapandi efni virkar mun betur
við kennsluna heldur en hefðbundið
námsefni. „Ég vil leggja áherslu á að
þau séu að leika sér. Þetta eru krakk-
ar sem eru oft á tíðum með námserf-
iðleika þó þau séu ung. Með þessum
aðferðum sýna þau áhuga. Þau fá að
handfjatla, pikka og pota. Ég nota
kubba og púsl til dæmis mikið. Ég
gæti alveg haft efnið á hefðbundnum
blöðum en það er miklu skemmti-
legra að lesa orðin ef þau eru á púsli
eða á teningum,“ segir Hlín og það
leynir sér ekki hvað henni finnst
sjálfri skemmtilegt að geta boðið
börnunum upp á öðruvísi námsefni
sem fangar athyglina.
„Ég reyni líka yfirleitt að hafa
verkefnin þannig að börnin verði
að hafa einhver samskipti. Þau eru
mikið sett upp í spilum til dæmis.
Akkúrat núna er ég að búa til verk-
efni þar sem þau eiga að segja ein-
hverja tölu sem þau eru með og eiga
að finna þann sem er með sömu
töluna. Svo myndast góð vinasam-
bönd því þau eru alltaf eitthvað að
spjalla á góðu nótunum.“
Hlín þykir fátt skemmtilegra
en að heyra krakkana tala saman
þegar þeir eru að fara úr tíma hjá
henni og segjast bara hafa verið að
leika sér. „Þá fæ ég þessa „jess“ tilf-
inningu. Þau eru nefnilega búin að
vera að læra allan tímann, kannski
spila veiðimann með orðum, vinna
með tölur og fínhreyfingar. Ég
spái nefnilega ekki bara í hvað þau
eru að læra heldur hvað verkefn-
in eru að þjálfa, eins og fínhreyf-
ingar, gagnrýna hugsun eða mann-
leg samskipti. Mér finnst þetta gefa
starfinu mínu ótrúlega mikið. Ég er
alltaf að þróa eitthvað nýtt og gera
eitthvað nýtt. Þetta er líka skemmti-
legt fyrir börnin því þau spá mikið í
hvað ég kem með næst.“
Hlær að prumpubröndurum
Hlín er dugleg að setja myndir og
hugmyndir að verkefnum inn á
facebook-síðuna og fær fjölmargar
fyrirspurnir frá áhugasömum for-
eldrum og áhugafólki um skap-
andi námsefni. Allt gerir hún þetta
af áhuga og ástríðu og launin eru
þakklæti og árangur. Það hefur al-
veg hvarflað að henni að rukka fyrir
hugmyndirnar og efnið sem hún út-
býr, en hún nennir einfaldlega ekki
að standa í því. Svo vill hún líka að
sem flestir njóti góðs af. „Ég gerði
einhver pókemonspjöld um daginn
og bjóst ekki alveg við því að það
myndu 300 manns hafa samband.
Ég var þá eiginlega komin í fulla
vinnu við að senda tölvupósta. En
þetta er svo mikil ástríða fyrir mér
þannig mér finnst þetta æði. Mig
langar bara að fá að búa til eitthvað.
Það skiptir ekki máli hvort ég sendi
nokkra tölvupósta eða þrjú hund-
ruð. Mér finnst bara gaman ef dótið
mitt kemst áfram. Svo gerðist það
eiginlega óvart að ég fór að veita
ráðgjöf líka, en mér finnst það bara
skemmtilegt. Ég er tiltölulega ný í
faginu, er bara búin að kenna í tvö,
þrjú ár, og þetta fær mig til að afla
mér meiri þekkingar. Ég þarf að lesa
bækur og greinar til að geta svarað
spurningum og læri mikið á því.“
Kennsluaðferðir Hlínar og náms-
efnið hefur ekki bara jákvæð áhrif
á börnin, heldur gerir það starfið
hennar einfaldlega skemmtilegra.
„Það er svo mikilvægt að kennar-
inn leyfi sér stundum að fíflast með
krökkunum og sitja og spila. Þetta
gefur mér það að ég er meira í tengsl-
um við krakkana og mér finnst það
rosalega gaman. Auðvitað verður
maður að halda ákveðinni virðingu
en ég vil að þau finni að mér finnist
líka gaman. Ef þau segja einhverja
prumpubrandara þá get ég alveg
hlegið með án þess að missa kennsl-
una út í vitleysu.“
Hlín veit fátt
skemmtilegra en
þegar börnin tala
um það sín á milli
að þau hafi bara
verið að leika
sér á meðan þau
voru í raun að
læra heilmikið.
Mynd | Heiða
Hlín fann skemmtileg not fyrir golfkúl-
ur sem henni áskotnuðust á dögunum. Pókemon námsefnið sló í gegn og Hlín
sendi hugmyndina áfram á 300 manns.