Fréttatíminn - 01.04.2017, Qupperneq 20
Fræðslusjóðs til þróunar og nýsköpunar í framhaldsfræðslu
Styrkir
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins auglýsir eftir umsóknum um styrki
úr Fræðslusjóði vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í
framhaldsfræðslu, sbr. lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010.
Forgangssvið við úthlutun árið 2017 eru:
Raunfærnimat í atvinnulífinu sem byggist á hæfnigreiningu starfa.
Þróun rafræns, gagnvirks námsefnis sem nýtist markhóp framhaldsfræðslu.
Nýungar í námi og kennslu í starfstengdri íslensku fyrir einstaklinga á vinnumarkaði,
með erlent tungumál að móðurmáli.
Samstarf fræðsluaðila og fyrirtækja/stofnana um aðferðir til virkrar þátttöku í
símenntun á vinnustað.
Umsókn:
hafi skýr skilgreind markmið og vel skilgreinda verkefnastjórn,
mæti sýnilegri þörf fyrir menntunarúrræði í framhaldsfræðslu,
feli í sér nýsköpun eða þróun sem nýtist markhópi framhaldsfræðslu,
feli í sér samstarf og að framlag samstarfsaðila sé tryggt og vel skilgreint,
hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun,
sé líklegt til að skila hagnýtri afurð og verði vel kynnt.
Tekið er á móti umsóknum til og með 7. maí 2017.
Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Umsóknareyðublað, lög um framhaldsfræðslu
nr. 27/2010 og nánari upplýsingar um vinnuferli og viðmið vegna styrkumsóknar má nálgast á vef
Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, www.frae.is. Þar eru einnig upplýsingar um fyrri úthlutanir til
þróunar og nýsköpunar í framhaldsfræðslu.
20 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Að verða íslenskur er ekki bara spurning um ríkisborgararétt og það skiptir ekki máli hversu lengi
viðkomandi þarf að bíða eftir
ríkisborgararétti eða fær yfirleitt
þann rétt. Ég vil halda því fram
að það sé heimilið sem konan
býr til sem skiptir meira máli
þegar kemur að því að verða hluti
af samfélaginu, sem eiginkona
íslensks karlmanns og móðir ís-
lenskra barna.“
Þetta segir mannfræðingur-
inn Nína Rós Ísberg en hún hélt í
vikunni erindi á Þjóðminjasafn-
inu um aðlögun erlendra kvenna
í íslensku samfélagi. Til að kanna
reynsluheim kvennanna bar
Nína saman tvo hópa sem fluttu
til Íslands og giftust hér. Annars
vegar þýskar konur sem komu til
Íslands árið 1949 sem verkakonur
til landbúnaðar- og heimilisstarfa
en meira en helmingur þeirra
giftist hér, eignaðist fjölskyldu og
höfðu búið hér í yfir 50 ár þegar
Nína tók viðtölin við þær. Hins-
vegar tók Nína viðtöl við þýskar
konur sem fluttu hingað til lands
5-15 árum áður en viðtölin voru
tekin. Upplifun kvennanna af
því að falla inn í samfélagið er
svipuð, þrátt fyrir árin sem skilja
þær að.
Áhersla á fullkomið heimili
„Upp undir helmingur kvenn-
anna sem komu hingað árið 1949
giftust og stofnuðu hér fjölskyldu.
Þegar þær giftust fór af stað þetta
ferli aðlögunar sem þær allar lýsa
á frekar svipaðan hátt. Oftast var
það tengdafjölskyldan sem beindi
þeim á „rétta leið“, þ.e. hvern-
ig best væri að aðlagast og verða
íslenskar. Og það var töluverð
pressa á þær að taka upp íslenska
siði,“ segir Nína en þessir siðir
fólust fyrst og fremst í því að vera
vinnusamar, frændræknar, búa
gott heimili og ala börnin sín upp
sem íslensk. Langflestar kenndu
þær börnunum sínum ekki þýsku
því það var almennt ekki vel
liðið. Nína segir margar sorglegar
Þýsku konurnar voru „íslenskaðar“
sögur tengjast tungumálinu og
er ein kvennanna ennþá reið út
í tengdamóður sína fyrir að hafa
Þýsku verkakonurnar sem hingað komu sem
ódýrt vinnuafl á síðustu öld þurftu að sýna
vinnusemi og fjölskyldurækni til að vera
meðteknar í íslenskt samfélag. Nína Rós Ísberg
mannfræðingur segir viðmót Íslendinga
gagnvart konunum segja margt um það hvað
okkur finnst það þýða að vera íslenskur.w
Nína Rós Ísberg skrifaði um þýskar verkakonur sem settust hér að í doktorsritgerð sinni frá London University. Hún segir
konurnar allar hafa upplifað mikinn þrýsting um að verða „íslenskar“.
140 konur settust hér að
Skortur á vinnuafli hafði ver-
ið lengi í landbúnaði, en árið
1947 uppgötvaði Búnaðarsam-
band Íslands að hægt væri að
fá vinnuafl frá Þýskalandi, því
í borginni Lübeck var saman-
kominn mikill fjöldi flóttafólks
sem hafði flúið undan Rússum
eða verið rekið frá austur hér-
uðunum. Mikið atvinnuleysi
var meðal þessa fólks og það
bjó við bág lífskjör. Það var því
talið að auðvelt yrði að freista
þess með vinnutilboðum frá
Íslandi. Langflestar fóru í sveit-
irnar og unnu við landbúnað-
arstörf enda hafði verið auglýst
eftir því. Nokkrar kvennanna
störfuðu einnig við spítala og
elliheimili og enn aðrar fóru í
vist sem vinnukonur í bæjum
því þar vantaði einnig fólk. Það
var þó ekki á vegum Búnaðar-
sambandsins. Svo komu nokkr-
ar á eigin vegum eða vegna
persónulegra tengsla. Allmargar
þeirra giftust hér og eignuðust
fjölskyldur og höfðu búið hér í
yfir 50 ár þegar Nína tók viðtöl-
in við þær. Þær sem settust að á
Íslandi eftir fyrsta árið voru um
46% af upphaflega Búnaðarsam-
bandshópnum, eða um 140.
segir Nína en auk þess að þekkja
íslensku ættina var ákveðin
pressa á þýsku konurnar að halda
fullkomið heimili, vera gestrisnar
og vinnusamar. Einnig var lögð
áhersla á að börn kvennanna
væru nefnd íslenskum nöfnum.
Viðkvæm staða innflytjenda
Vinsæl ímynd af eldri þýsku
konunum er af duglegum
„Íslenskar konur sem
áttu í sambandi við er-
lenda hermenn á árum
seinni heimsstyrjaldar-
innar voru úthrópaðar
sem föðurlandssvikarar
og þaðan af verra. En
nokkrum árum síðar,
þegar íslenskir karlmenn
giftust þýskum konum,
heyrðist ekkert slíkt.“
bannað sér að tala þýsku við
börnin sín.
„Íslenskar konur sem áttu í
sambandi við erlenda hermenn á
árum seinni heimsstyrjaldarinn-
ar voru úthrópaðar sem föður-
landssvikarar og þaðan af verra.
En nokkrum árum síðar, þegar
íslenskir karlmenn giftust þýsk-
um konum, heyrðist ekkert slíkt.
Ég held því fram að það hafi ver-
ið vegna áherslunnar sem lögð
var á að laga þýsku konurnar
að íslensku samfélagi, þær voru
íslenskaðar og sem slíkar voru
þær ekki álitnar ógn við íslenskt
þjóðerni,“ segir Nína en hún telur
að aðlögun kvennanna hafi að
miklu leyti farið fram með því
að taka að sér og uppfylla skyld-
ur gagnvart ætt eiginmannsins.
Konurnar sem Nína talaði við lýsa
því langflestar hvernig það þótti
mikilvægt að þekkja vel ættfræði
manna sinna, þekkja til skyld-
leika og að geta lýst honum með
réttum orðum sem og að útskýra
fyrir og kenna börnunum þessa
flóknu ættarþekkingu, eins og til
að undirstrika hversu íslenskar
þær væru.
„Þetta varð ljóst í fyrstu við-
tölum við viðmælendur mína.
Sumar sýndu mér kort af heima-
bænum í Þýskalandi eða bæk-
ur með gömlum myndum af
heimahögunum eða fjölskyldunni
úti. Flestar sýndu mér hins vegar
bók með upplýsingum um ætt
eiginmannsins og sögu hennar,“