Fréttatíminn - 01.04.2017, Side 30
30 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
H V Í T T S Ú K K U L A Ð I E G G
Í Levi’s búðinni í Kringlunni
starfar hinn landskunni buxna-
hvíslari. Sögur af þessum
lipra sölumanni hafa farið frá
manni til manns enda hafa ótal
Íslendingar keypt brækur af
honum. Buxnahvíslarinn þekkir
sitt fag, enda getur hann líklega
sagt til um buxnastærð þína, en
ástríða hans liggur hinsvegar
annarstaðar, í tölvuleikjagerð.
Bryndís Silja Pálmadóttir
bryndis@frettatiminn.is
Tölvuleikir eiga kannski hug minn og hjarta, en þetta er bara eitthvað sem ég er rosalega góður í. Mér finnst best þegar
einstaklingur labbar út og ég veit
að þessi einstaklingur er að fara að
vera í buxunum um helgina,“ segir
hvíslarinn sem heitir réttu nafni
Joshua Reuben David. Joshua er
nýlega fluttur heim eftir 18 mánaða
dvöl í Kanada og selur nú buxur í
gríð og erg enda lítur hann á starfið
sem leiksvið. Hvíslarinn hefur þó
ekki einungis áhuga á buxum, tísku
og tölvuleikjum heldur hefur hann
líka unnið í banka og lært að hanna
tölvuleiki. Árin í bankanum voru
sérstaklega lærdómsrík enda lærði
hvíslarinn þar að koma jafnt fram
við alla og ekki dæma fólk.
„Maður lærir alltaf meira og
meira inn á fólk og mér fannst alltaf
rosalega áhugavert að það er miklu
auðveldara að fá fólk til að tala um
kynlíf heldur en fjármál,“ segir
Joshua og skellihlær. Tíminn eftir
hrun var áhugaverður og var deild
Tölvuleikjanörd sem veit
gjörsamlega allt um buxur
Joshua sú fyrsta sem fékk að fjúka í
bankanum.
Hann kippti sér hinsvegar ekki
upp við það og færði sig yfir til
merkisins G-star þar sem hann hélt
áfram að fylla höfuð sitt af þekk-
ingu um gallabuxur og fór jafnvel til
Amsterdam að læra um buxurnar.
„Þú þarft að þekkja vöruna sem
þú ert að selja. Þá uppgötvaði ég
líka að gallabuxur eru ekki bara
gallabuxur,“ segir hann og þyl-
ur upp óteljandi snið og týpur af
gallabuxum, enda þekkir hann
þær allar. „Við eigum líka að finna
fegurðina í öllum og það eru ekki
allir eins. Við eigum að fagna fjöl-
breytileikanum í fólki, það er mitt
hlutverk,“ segir Joshua sem kveðst
geta selt hvern einn og einasta hlut í
búðinni enda finnst honum ótrúlega
gaman í vinnunni. „Ég elska að vera
í vinnunni og ég hlakka til að mæta.
Ég horfi á þetta sem leiksvið mitt og
ég er bara leikari að mæta, ég reyni
að vera „flamboyant“, skemmtileg-
ur og öðruvísi og þá man fólk eftir
mér,“ segir hvíslarinn lífsglaði og
skellihlær.
Ráð frá
hvíslaranum
í buxnaleit:
Hafðu opið hugarfar, ekki vera
hrædd/ur að prófa eitthvað nýtt.
Taktu einu númeri minna en þú
ert vanur/vön að taka. Gallabux-
ur víkka oftast frá hálfu upp í
3/4 af númeri.
Hafðu gaman, það á að gera
skemmtilegt að kaupa nýjar
gallabuxur. Þegar gengið er út úr
búið með vöru á að vera eins og
barn að koma frá Disneylandi,
svona Disneyheimur fyrir
fullorðna.
Hvíslarinn magnaði þekkir
allar gerðir gallabuxna.
Mynd | Heiða
Vertu töff
en samt
hlýtt
Vertu við öllu búin/nn
á Aldrei fór ég suður
Nú eru tæpar tvær vikur í Rokkhá-
tíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suð-
ur, sem haldin verður á Ísafirði um
páskana. Einvalalið tónlistarfólks
spilar á hátíðinni sem endranær.
Þó tónlistaratriðin fari fram innan-
dyra í skemmunni góðu, þá er hún
ekki upphituð og því getur
verið svalt þar. Þá teygir
skemmtunin sig alltaf langt
út á plan þar sem er allra
veðra von. Það er því
betra að vera vel bú-
in/n, enda fátt leiðin-
legra en að þurfa að
fara heim vegna
kulda.
En það er svo
sannarlega hægt
sameina það að
vera hlýtt og líta vel út.
Eftirtalinn búnaður er
alveg skotheldur:
Stór og þykk rúllu
kragapeysa er algjör-
lega nauðsynleg innan undir
úlpuna. Gamla góða lopapeysan
gengur líka en hún er samt
orðin svolítið þreytt. Hlý
peysa kemur þér ansi langt
þó að yfirhöfnin sé ekki
upp á marga fiska. Svo
er líka mjög töff að
vera í stórum og kósí
peysum.
Það er allra veðra von
á Ísafirði um miðjan
apríl. Það getur verið
sól og blíða, hríðarbyl-
ur eða ausandi rigning.
Þannig að það er gott að vera
við öllu búin/n. Taktu með þér
góða úlpu og regnkápu eða
vatnsheldan jakka. Regnjakk-
ar eru í tísku. Mundu það.
Þú munt væntanlega þurfa að
labba töluvert og því eru góðir
skór mikilvægir. Uppreim
aðir skór með grófum
sóla eru tilvalinn búnað-
ur. Þeir virka í öllum
veðrum og það er bæði
hægt að labba og dansa
í þeim.
Töff bakboki eða stór
hliðartaska er bráð-
nauðsynlegur bún-
aður. Þar geturðu
geymt drykki og
aukaföt.
Hvað buxur
varðar eru galla
buxur alltaf
klassík á svona
skemmtun. Þær eru
alltaf flottar, tiltölulega hlýjar.
Taktu með þér
tvennar.
Það getur verið
gott að hafa húfu
í töskunni til að
draga upp þegar
kólna fer. 66 gráður
norð- ur húfuna eiga nánast
allir og því auðvelt að kippa henni
með. Ef þú átt Fokk ofbeldi húfu
frá UN Women þá er hún
auðvitað lang-
flottust og
vel við
hæfi á
Aldrei
fór ég
suður. | slr
Þorsteinn
Jónsson
Ég var að vinna með manni sem
hafði fengið iðnaðarmenn til að
laga húsið sitt. Vinnufélaginn
var oft búinn að bölva umgengni
iðnaðarmannanna á bílaplaninu
við húsið og áhyggjurnar af bílum
heimilisins voru töluverðar. Þegar
ég mætti til vinnu að morgni 1.
apríl þá rekst ég á þennan mann
og segi við hann: „Hvað er að sjá
bílinn þinn, hvað kom eiginlega
fyrir?“
Vinnufélaginn: „Hvað meinar
þú?“
Ég: „Öll farþegahliðin á bílnum
er alveg krambúleruð!“
Vinnufélaginn: „Ég vissi að þetta
myndi gerast, Helvítis umgengnin
er búin að vera til skammar!“
Svo rýkur hann út á bílaplan
fyrirtækisins til að kanna með bíl-
inn. Þetta tók sinn tíma enda stórt
bílaplan hjá stórum vinnustað.
Góðu fréttirnar þennan daginn
var að bíllinn var heill, en vinnufé-
laginn fékk að fara yfir all nokkra
þröskulda!
Segðu frá góðu aprílgabbi
Konráð Jónsson
Ég bakaði einu sinni döðluköku
og tók hana með í vinnuna á 1.
apríl. Svo var ég með röð statusa
á fb um að ég væri búinn að baka
köku og að hún væri í boði fyrir
þá sem gerðu sér ferð til að koma
til mín í vinnuna (en ég birti samt
aldrei mynd af kökunni). Þannig
að þetta var svona anti-aprílgabb,
þeir hlupu apríl sem komment-
uðu „haha, einmitt!“. Svo birti
ég mynd af mér með kökuna í
lok dags.
Í dag er 1. apríl og
eini dagurinn á
árinu þar sem það
er samfélagslega
viðurkennt að hrekkja
annað fólk, með því
að láta það hlaupa.
Fréttatíminn fékk
tvo hrekkjalóma til
að deila skemmti
legum sögum frá
þessum degi. Þorsteinn plataði vinnufélaga sinn upp
úr skónum.
Konráð tók anti-gabb og var með köku
þó að enginn tryði honum.
Torfi heillaðist af hoppi og
skoppi og sannfærði stærsta
trampólínfyrirtæki Bandaríkj-
anna um að opna garð á Íslandi.
Það munu eflaust margir Ís-
lendingar hoppa hæð sína af gleði
við lestur þessarar greinar, enda
verður hér sagt frá opnun risa
trampólíngarðs í Garðabæ. Já, þið
lásuð rétt. Trampólíngarður.
„Ég fór í svona garð fyrir tveim-
ur árum og eftir það setti ég mig
í samband við þá hjá Rush, sem
eru stærstir í Bandaríkjunum í
svona görðum. Ég fékk aðila frá
fyrirtækinu til Íslands að skoða
aðstæður og seldi honum þá hug-
mynd að opna hér í samstarfi
við mig,“ segir Torfi Jóhannsson,
framkvæmdastjóri trampólín-
garðsins, Rush Ísland. En stefnt er
á opnum garðsins í Suðurhrauni í
Garðabæ seint í haust á þessu ári.
Í lok þessa árs verða garðar á veg-
um Rush orðnir tíu talsins, víða
um heim. En þeir eiga sér fimmtíu
ára sögu í framleiðslu á trampólín-
um.
Um er að ræða 2000 fermetra
sérhannaðan trampólínsal þar
sem verður boðið upp ýmiskon-
ar afþreyingu í tengslum við
trampólín. Allt frá hefðbundinni
afþreyingu fyrir börn upp í sér-
hæfðari skemmtun fyrir fullorðna
og hópa. „Það kunna flestir að
hoppa og allir hafa gaman af því
að fá smá útrás. Þarna verða líka
svampgryfjur, klifurveggir og
stökkpallur. Svo verður hægt að
keppa í „dodgeball“ á trampólíni
sem er mjög sniðugt fyrir hópa.“
Að sögn Torfa verður tækjum
skipt út á þriggja til sex mánaða
fresti svo það ætti enginn að fá
leið á neinu. „Við spilum ekki öll-
um trompunum út strax,“ segir
Torfi sposkur. „En ég er viss um
að þetta verður alveg magnað,“
bætir hann við. | slr
Í lok þessa árs verða garðar á vegum
Rush orðnir tíu talsins, víða um heim.
Einn verður opnaður í Garðabæ í haust.
Risa trampólíngarður í Garðabæ