Fréttatíminn - 01.04.2017, Síða 34
Gauti Skúlason
gauti@frettatiminn.is
Starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja eru með-vitaðri nú en áður um öryggi á vinnustöðum en þó er þörf á aukinni
vitundarvakningu. Vinnslysum á
Íslandi fer fjölgandi og eru fleiri nú
en þau voru fyrir hrun. Þá standa
Íslendingar nágrönnum sínum
á hinum Norðurlöndunum ekki
jafnfætis þegar kemur að öryggi á
vinnustöðum.
Guðmundur Þór Sigurðsson,
verkefnastjóri upplýsinga- og
fræðsludeildar hjá Vinnueftirliti
ríksins, segir að mikið hafi breyst
varðandi öryggi á vinnustöðum
síðan vinnuverndarlögin tóku
gildi, þann 1. janúar árið 1981.
Stjórnendur fyrirtækja og starfs-
Vinnuslysum
farið fjölgandi
frá hruni
Vinnueftirlit ríksins hefur það hlutverk að vera vinnuverndarstofnun
Íslands, stofnunin sinnir meðal annars eftirlitshlutverki,
fræðsluhlutverki og rannsóknarhlutverki.
Banaslys 1961-2014
Banaslys 1961-2014
0
2
4
6
8
10
12
14
19
61
19
63
19
65
19
67
19
69
19
71
19
73
19
75
19
77
19
79
19
81
19
83
19
85
19
87
19
89
19
91
19
93
19
95
19
97
19
99
20
01
20
03
20
05
20
07
20
09
20
11
20
13
Banaslys 1961-2014
Banaslys við vinnu 2006-2016Banaslys við vinnu 2006-2016
Ljóst er að mikil vitundarvakning varðandi öryggi á vinnustöðum hefur átt sér stað í íslensku samfélagi á seinustu áratugum. Banaslysum
á vinnustöðum hefur farið ört fækkandi síðan mælingar hófust og voru í sögulegu lágmarki árin 2013, 2014 og 2015. Þó virðast einhverjar
breytingar vera að eiga sér stað, árið 2016 fjölgaði banaslysum fjórfalt miðað við mælingar seinustu þriggja ára þar á undan.
Heimild: Vinnueftirlit ríkisins
Vi nuslys 2006 - 2016
Vinnuslys 2006-2016
Samkvæmt tölum frá Vinnueftirliti ríkisins voru vinnuslys fleiri á seinustu þremur árum, þ.e.
2014, 2015 og 2016, en þau voru á árunum fyrir hrun, þ.e. árin 2006, 2007 og 2008.
fólk þeirra eru almennt meðvitaðri
um öryggi á vinnustöðum en áður
fyrr. Guðmundur Þór bendi þó á
að betur megi gera í þessum mál-
um, slysatölur eru rísandi og fleiri
vinnuslys eiga sér nú stað heldur
en fyrir hrun. Til að mynda bendir
Guðmundur Þór á að Íslendingar
standa nágrannaþjóðum sínum
á hinum Norðurlöndum töluvert
að baki þegar kemur að öryggi
á vinnustöðum. Í rannsókn sem
gerð var á Norðurlöndunum 2003
- 2008 kom í ljós að flest banaslys
við vinnu urðu á Íslandi og eru
þau algengust í byggingariðnaði,
landbúnaði og flutningastarfsemi.
Guðmundur Þór telur þess vegna
að þörf sé á aukinni vitundarvakn-
ingu þegar kemur að öryggi á
vinnustöðum hér á landi. Þar getur
Vinnueftirlit ríksins gegnt veiga-
miklu hlutverki.
Vinnueftirlits ríkisins er vinnu-
verndarstofnun Íslands og hefur
þrjú megin hlutverk. Í fyrsta lagi er
það eftirlitshlutverki en það sem
felst í því er að sannreyna það að
fyrirtæki og stjórnvöld fari eftir
settum lögum og reglum þegar
kemur að öryggi á vinnustöðum.
Í öðru lagi er það fræðsluhlutverk
en í því felst að fræða stjórnendur
og starfsfólk fyrirtækja um öryggi
á vinnustöðum. Vinnueftirlitið
leggur sig fram við að bjóða upp á
námskeið fyrir aðila vinnumark-
aðarins. Námskeiðin eru annars
vegar almenn fræðslunámskeið,
t.d. námskeið um einelti á vinnu-
stöðum, og hins vegar námskeið
Guðmundur Þór Sigurðsson, verk-
efnastjóri upplýsinga- og fræðsludeildar
hjá Vinnueftirliti ríksins.
sem eru lögbundin, eins og t.d.
vinnuvélanámskeið. Þriðja hlut-
verk Vinnueftirlitisins er rann-
sóknarhlutverk en til þess að sinna
því þá gerir Vinnueftirlitið rann-
sóknir á íslenskum vinnumarkaði.
Upplýsingarnar úr þessum rann-
sóknum eru síðan m.a. notaðar til
þess að ráðast í fyrirbyggjandi að-
gerðir eða til þess að finna lausnir
á hinum ýmsu vandamálum sem
tengjast vinnumarkaðinum. Dæmi
um rannsóknir sem Vinnueftirlitið
hefur ráðist í er rannsókn á and-
legri líðan bankastarfsmanna eftir
fjármálahrunið. Guðmundur Þór
bendir þó á að líkt og aðrar stofn-
anir í íslensku samfélagi, þá býr
Vinnueftirlitið við fjársvelti. Vegna
þess er oft erfitt fyrir það að sinna
rannsóknarhlutverki sínu, sökum
þess að framkvæmd rannsókna
getur kostað mikla peninga.
Ágætis árangur virðist hafa unn-
ist þegar kemur að öryggi á vinnu-
stöðum á seinustu áratugum en
samt sem áður eru margar áskor-
anir til staðar innan málaflokks-
ins og betur má ef duga skal. Til
þess að yfirstíga þessar áskoranir
þá þurfa aðilar vinnumarkaðarins
og Vinnueftirlit ríksins að halda
áfram að vinna saman að lausnum
á hinum ýmsu vandamálum sem
tengjast öryggi á vinnustöðum. Það
verður vissulega áhugavert að fylgj-
ast með þróun mála innan þessa
málaflokks á næstu misserum.
Tilkynnt vinnuslys 2014 eftir búsetu
Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík
Karlar slys á 10.000 638 408 779
Konur slys á 10.000 252 155 435
Mun fleiri karlar en konur urðu fyrir vinnuslysum árið 2014 í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík.
Heimild: Vinnueftirlit ríkisins
2 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017ÖRYGGIÁVINNUSTÖÐUM
Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300
– Áratuga
reynsla og þekking –
www.ismenn.is
VIÐ BJÓÐUM UPP Á
NÝJUSTU TÆKNI Í
VÖRUVERND
MW SECURITY
VÖRUVERND
1973