Fréttatíminn - 01.04.2017, Page 39

Fréttatíminn - 01.04.2017, Page 39
Stöldrum við, fyrirbyggjum slys Verkís leggur áherslu á virka þátttöku allra starfsmanna og forystu stjórnenda þegar kemur að öryggi og heilbrigði starfsmanna. Dóra Hjálmarsdóttir og Dagmar I. Birgisdóttir láta sig öryggi og heilbrigði starfsfólks Verkís varða. Fyrirtækið hefur markvisst byggt upp stjórnun öryggis-, heilbrigðis- og vinnuverndarmála á undanförnum árum. Mynd | Heiða Unnið í samstarfi við Verkís Verkís er öflugt og fram-sækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræðiráðgjafar og skyldum greinum. Fyrirtækinu er umhugað um öryggi og heilbrigði starfs- manna sinna og hefur markvisst byggt upp stjórnun öryggis-, heil- brigðis og vinnuverndarmála á undanförnum árum. Verkís er m.a. vottað samkvæmt OSHSAS 18001 staðlinum og hlaut forvarnar- verðlaun VÍS 2017, sem veitt eru fyrir framúrskarandi forvarnir og öryggismál. Þessi góði árang- ur byggir fyrst og fremst á virkri þátttöku allra starfsmanna og for- ystu stjórnenda. Opin og jákvæð samskipti Lögð er áhersla á opin, jákvæð og lærdómsrík samskipti. „Við hvetj- um starfsmenn til að staldra við og gera stutt áhættumat, áður en þeir hefja vinnu til að tryggja sem best öruggt verklag og að koma í veg fyrir slys. Rík áhersla er lögð á að starfsmenn fylgi öryggisregl- um Verkís og einnig þeim öryggis- reglum sem gilda á vinnusvæðum annarra. Við skráum atvik, rýnum þau og drögum lærdóm af þeim. Fræðsla er mikilvægur þáttur og er boðið upp á margskonar nám- skeið fyrir starfsmenn sem og viðskiptavini,“ segir Dóra Hjálm- arsdóttir en hún er í forsvari fyrir öryggisráðgjöf Verkís. Heilbrigð sál í hraustum líkama Fyrirtækið styður heilbrigt matar- æði og hreyfingu m.a. eru ávextir í boði sem millibiti, veittir eru íþrótta- og samgöngustyrkir auk hvatningar til almennrar hreyf- ingar. Þá hefur reglulega verið boðið upp á jakkafatajóga til að efla andlegu hliðina. Öryggi í verkefnum Verkís er einnig umhugað um að öryggismál séu í hávegum höfð í þeim verkefnum sem fyrirtækið tekur að sér. Þetta á meðal annars við um öryggi mannvirkja, allt frá hönnun og til loka framkvæmda. Verkís veitir fjölþætta þjónustu í vinnuvernd, öryggismálum, áhættustjórnun og neyðarvið- brögðum og er viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd. Meðal verkefna má nefna gerð skriflegr- ar áætlunar fyrirtækja um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum, gerð verkfæra fyrir áhættustjórnun og öryggismál, neyðar- og rýminga- ræfingar, öryggisúttektir, fjöl- breytt úrval námskeiða og LEAN tengd verkefni eins og „Stöðluð vinnubrögð“. Þátttaka starfsmanna er lykilatriði „Þegar unnin eru áhættusöm ver- kefni skiptir góður undirbúningur gríðarlega miklu máli fyrir öryggi starfsmanna. „Stöðluð vinnu- brögð“ er góð leið til að tryggja góðan undirbúning og miðar að því að finna bestu og öruggustu vinnubrögðin,“ segir Dagmar I. Birgisdóttir, ráðgjafi í öryggis- teymi Verkís. Hún segir það lykilatriði að starfsmennirnir sjálfir taki fullan þátt í vinnunni og að þeim finn- ist útkoman hjálpleg og gagnleg. „Nákvæmt áhættumat er unnið fyrir hvert starf í vinnustofum, þar sem starfsmenn nefna þær áhættur sem starfinu fylgja og þær ráðstafanir sem þeir fram- kvæma til að fyrirbyggja slys. Starfsmenn komast að sameigin- legri niðurstöðu um hvernig best og öruggast sé að vinna um- ræddan verkþátt. Þannig styrk- ist eignarhald þeirra á oft lífs- nauðsynlegu verklagi.“ Niðurstaðan er einföld, skýr og myndræn vinnulýsing með öllum mikilvægum skrefum í verkefn- inu. Hún er kynnt öllum og höfð aðgengileg á handhægu formi. Í framhaldinu fer fram rýni á öllum stigum fyrirtækisins. Starfsmenn rýna hvorn annan og stjórnend- ur fara út á vinnusvæðin og rýna vinnubrögðin með starfsmönnum. Jákvæð og uppbyggileg sam- skipti eru þar höfð að leiðarljósi. Rýni er oft rædd og skráð á töflu- fundi í upphafi dags. Mikil framför á síðustu árum Reynslan hefur sýnt að það er hægt að koma í veg fyrir slys með skipulögðum vinnubrögð- um, áhættumati, rýni og þátttöku starfsmanna. Góð reynsla er af verklaginu við „Stöðluð vinnu- brögð“ m.a. í álverinu í Straums- vík og unnið er að innleiðingu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Lands- neti. „Vinnufundir með starfsmönnum eru skemmtilegir, frábær dínamík myndast þegar starfsmenn fara yfir vinnuna og vinnubrögðin saman. Upp koma margar áhuga- verðar sögur, sem enda oft á „en ég mundi aldrei gera þetta í dag“. Frásagnir reynslumikilla starfs- manna og árangur síðustu ára sýnir að við erum að ná góðum árangri. Á síðustu árum hefur öryggisvitund og öryggi starfsmanna á Íslandi í flestum starfsgreinum aukist veru- lega,“ segja þær Dagmar og Dóra. „Við erum í langhlaupi og þurf- um að halda ótrauð áfram, auka öryggisvitund, fræða kortleggja, áhættur og vinna úrbætur. Því með aukinni öryggisvitund starfsmanna aukum við einnig öryggið í samfé- laginu og komum í veg fyrir slys.“ „Við hvetjum starfsmenn til að staldra við og gera stutt áhættu- mat, áður en þeir hefja vinnu til að tryggja sem best öruggt verklag og að koma í veg fyrir slys. „Reynslan hefur sýnt að það er hægt að koma í veg fyrir slys“ Verkís hlaut forvarnarverðlaun VÍS 2017. 7 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 ÖRYGGIÁVINNUSTÖÐUM

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.