Fréttatíminn - 25.03.2017, Síða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. MARS 2017
Vefsvæðið Class-Central.com heldur utanum háskólanámsfram-boð á netinu og þar gefa háskólanemar
námskeiðunum einkunnir og um-
sagnir. Vefurinn er gagnvirkur
á svipaðan hátt og TripAdvisor,
Goodreads, og Internet Movie Data
Base og byggir algjörlega á endur-
gjöf notenda. Þannig er hægt að
sjá hvaða netnámskeið skara fram
úr, hvaða fyrirlesarar þykja bestir
og hvaða nám er vinsælast.
Hér verður fjallað um nokkur
þeirra námskeiða sem hafa vak-
ið sérstaka athygli eru meðal 50
bestu samkvæmt þúsundum not-
enda Class-Central.com.
Harvard University
Inngangur að tölvunarfræði CS50x
Námskeiðið er kennt af David J.
Malan, og fjallar um
undirstöðuatriði í tölv-
unarfræðum og listina
að forrita. David kenn-
ir nemendum hvernig
á að hugsa í algóryþm-
um og leysa vanda-
mál á skilvirkan hátt.
Farið er yfir vefþróun,
algóryðma, öryggi og
helstu hugtök í tölvunarfræðum.
Þátttakendur fá innsýn í
Python, SQL, and JavaScript plus
CSSog HTML svo eitthvað sé
nefnt.
Á námskeiðinu er fengist
við raunveruleg vandamál
sem upp hafa komið í líffræði,
fjármálaheimi, tölvuleikjum
og dulkóðun. Þeir
nemendur sem ná
ágætiseinkunn í níu
verkefnum ásamt
lokaverkefni, eiga
möguleika að fá
skírteini að nám-
skeiðinu loknu.
Námskeiðið er sagt
mjög krefjandi og
lærdómsríkt, en nemendur geta
sjálfir stjórnað því hve hratt þeir
fara í gegnum það. Toppeinkunn
á Class-Central.
Póstsendum frítt hvert á land sem er!
Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is
BLÚSSA
STÆRÐIR 14-28
VERÐ: 7.990 KR
STUTTBUXUR
STÆRÐIR 14-26
VERÐ: 6.590 KR
NÝ SENDING MEÐ SUNDFÖTUM !
Stærðir 14-26 eða 42-54
STÆRÐIR 14-28
NÝ SENDING JÓLAKJÓLUM
Mikið úrval í stærðum14-28 eða 42-56
VERTU VELKOMIN Í VERSLUN CURVY AÐ FÁKAFENI 9
EÐA SKOÐAÐU ÚRVALIÐ OG PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS
Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
FALLEGIR KJÓLAR
Stærðir 14-30 eða 42-58
VERTU VELKOMIN Í VERSLUN OKKAR AÐ
FÁKAFENI 9 EÐA PANTAÐU Á
WWW.CURVY.IS
AFGREIÐSLUTÍMAR Í VERSLUN CURVY.IS
ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18
OG LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16
Þó það sé ekki sami fílingur að
læra í sögufrægum byggingum
Yale háskólans og sitja í nátt-
buxunum heima og hlusta á
fyrirlestra í tölvunni, þá getur
ávinningurinn verið sá sami.
Menntaðu þig frítt í bestu háskólum heims
Menntun í virtustu háskólum heims hefur lengi vel aðeins verið á færi þeirra efnuðu eða þeirra sem eru svo
heppnir að fá skólastyrki. Nú hafa margir eftirsóttustu háskólar heims tekið upp á að bjóða frí námskeið á
netinu. Hér eru nokkur námskeið sem þykja bitastæðust og eru lofuð af þúsundum fyrrum nemenda.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Indian School of Business
Hamingu- og innihaldsríkt líf
Þetta er
eitt allra
vinsælasta
ókeypis há-
skólanám-
skeiðið á netinu og fær frábæra
umsögn fyrrum þátttakenda.
Fjallað er um stærstu spurn-
ingar lífsins, svo sem hvaða
áhrifaþættir gerir okkur ham-
ingjusöm.
Námskeiðið byggir á margverð-
launuðum kúrs sem kenndur er
við Indian School of Business
og McCombs School of Business
við háskólann í Texas. Höfundur
námskeiðsins er Raj Raghunathan
en hann byggir á kennsluefni úr
ýmsum fögum svo sem sálfræði,
taugalækningum, atferlisfræði.
Auk þess kennir hann marg-
reynda og hagnýta uppskrift til að
öðlast hamingju og lífsfyllingu.
Námskeiðið er kennt á ensku,
tekur sex vikur alls og þeir sem
vilja geta keypt sér skírteini að
námskeiði loknu.
Næsta námskeið hefst 10. apríl.
University of California
Lærðu að læra: Öflug verkfæri sem
auðvelda þér að tækla erfið fög
Á þessu nám-
skeiði lærir
þú gagnlegar
námstækni-
aðferðir sem
notaðar eru af
sérfræðingum
í listum, tón-
list, bókmenntum, stærðfræði,
íþróttum og vísindum. Kennt er
hvernig heilinn notar tvær mjög
ólíkar leiðir til að læra og leggja á
minnið. Þá er farið í minnistækni,
tækni við að undirbúa sig fyrir
próf, og aðferðir sem samkvæmt
rannsóknum eru árangursrík-
astar til að læra og kljást við erfið
fög. Í lýsingu á námskeiðinu segir
meðal annars að aðferðirnar geti
nýst þér, algjörlega óháð því hvað
þú vilt læra og hversu erfitt það
er. Að tileinka sér aðferðirnar
getur breytt lífi þínu. Ef þig hefur
dreymt um að bæta færni þína
í einhverju, geturðu fengið leið-
beiningar á þessu námskeiði.
Yale University
Siðferði hversdagsleikans
Eitt vinsælasta
þverfaglega
námskeiðið
sem Yale há-
skólinn býð-
ur uppá er
heimspeki-
legt og fjallar
um hvernig hægt sé að greina
milli góðs og ills. Hvaðan kemur
siðferðisvitund okkar? Afhverju
er fólk svo oft ósammála um sið-
ferðisleg málefni? Þetta námskeið
útskýrir sálfræðilegan grunn fyrir
siðferðisvitund okkar.
Rætt verður um athyglisverð-
ar rannsóknir sem sýna hvernig
siðferðisleg hegðun okkar er mót-
uð. Niðurstöður rannsóknanna
vekja upp flóknar spurningar um
frjálsan vilja, siðferðislega ábyrgð
og áhrifaþætti siðferðis. Ef gjörðir
okkar ákvarðast af heilanum, gen-
um okkar og aðstæðum, hvernig
getum við þóst vera siðgæðisverð-
ir? Námskeið er sex vikna langt og
hefst næst 27. mars. Gert er ráð
fyrir 6-14 klukkustunda náms-
stundun á viku. Hægt er að kaupa
skírteini að loknu námskeiði.
Stanford University
Undirstöðuatriði við
stærðfræðilega hugsun
„Lærðu að
hugsa eins
og stærð-
fræðingar
gera - öfl-
ug vits-
munaleg
aðferð
sem hefur verið í þróun í þúsund-
ir ára,“ segir í lýsingu þessa ótrú-
lega vinsæla og erfiða námskeiðs
við Stanford háskólann.
Á meðan skólastærðfræðin
miðar að því að hugsa „inni í kass-
anum“ snýst alvöru stærðfræði-
leg hugsun um að hugsa út fyrir
kassann. Á þessu námskeiði eru
kennd undirstöðuatriði við slíkan
hugsunarhátt.
Námskeiðið 9 vikna langt og
hefst næst 3. apríl. Hægt er að
kaupa skírteini að námskeiði
loknu.