Fréttatíminn - 25.03.2017, Síða 38
6 LAUGARDAGUR 25. MARS 2017MATARTÍMINN
Reyktur og grafinn lax
á heimsmælikvarða
Reykhúsið Reykhólar er staðsett við Eyrartröð 16 í Hafnarfirði og var stofnað árið 2009
af þeim Oddi Vilmundarsyni og Aðalsteini Finsen. Báðir hafa þeir langa reynslu af vinnslu sjávarafurða.
Þeir félagar voru sammála um að rými væri fyrir gæðavöru á þessu sviði á markaði hérlendis sem og erlendis.
Unnið í samstarfi við
Reykhúsið Reykhóla
Þegar Oddur er spurður að því hver sérstaða þeirra sé á markaði segir hann. „Við höfum allt frá stofn-
un fyrirtækisins lagt mikla áherslu
á mikil gæði í okkar framleiðslu.
Við höfum lagt okkur fram við að
halda ferskleikanum og bragð-
gæðunum. Við sérhæfum okkur í
reyktum og gröfnum laxi og öðr-
um bleikfiski. Við einfölduðum hjá
okkur vinnsluna núna fyrir tveimur
árum og drógum okkur út úr fersk-
laxasölunni og lögðum allt kapp á
það sem við erum bestir í að reykja
og grafa. Einkunnarorð okkar hafa
alltaf verið gæði og gott bragð og
fyrir það stöndum við.“
Hvaðan kemur laxinn sem þið
vinnið?
„Við skiptum langmest við
Arnarlax sem er stærsta laxeldis-
fyrirtæki á Íslandi og er með starf-
semi sína á Vestfjörðum í þremur
fjörðum, Arnarfirði, Tálknafirði og
Patreksfirði. Þar er laxinn alinn við
bestu hugsanlegu aðstæður og
kemur ferskur til okkar þar sem
hann er unninn. Við handflökum
laxinn og handsneiðum hann og
styðjumst ekki mikið við vélar í
okkar starfsemi. Á sumrin fáum við
líka slatta af fiski frá stangveiði-
mönnum sem koma til okkar ár eft-
ir ár,“ segir Oddur.
Hvar er hægt að nálgast afurðir
ykkar?
Veislu og fundarsalir
í hjarta miðborgarinnar
CenterHotels er fjölskyldurekin hótelkeðja með sex hótel sem öll eru
staðsett í miðborg Reykjavíkur. Auk hótelrýmis reka CenterHotels þrjá
glæsilega veitingastaði og SPA
Unnið í samstarfi við CenterHotels
Á hótelunum er einnig að finna glæsilega veislu- og fundarsali þar sem eru öll nútímaþægindi til veislu-
og fundarhalda. Í fundarsölunum
er hægt að fá úrval veitinga, hvort
sem um er að ræða kaffi, smárétti,
hádegisverði eða þrírétta kvöld-
seðil. Veitingarnar fyrir salina
eru samansafn af spennandi
réttum sem koma frá veitinga-
staðnum Jörgensen Kitchen &
Bar. Á CenterHotel Plaza sem
staðsett er í hjarta miðborgar-
innar við Aðalstræti 4-6 er að
finna nýjan og glæsilegan 250
fermetra veislusal sem hægt er að
leigja fyrir ýmiss konar einkasam-
kvæmi. Salurinn er fallega inn-
réttaður með mjög gott aðgengi.
Arnar Magnússon markaðsfulltrúi
fyrir fundarsalina og Ingibjörg
Karen Sigurjónsdóttir hótelstjóri
á CenterHotel Plaza segja að
mikil eftirspurn sé eftir veislu-
og fundarsölum með veitingum
en salirnir eru mikið bókaðir á
næstunni fyrir fermingarveislur
enda er mikið um slíkar veislur
framundan.
„Auk stóra salarins á Plaza
bjóðum við upp á aðra þrjá sali
sem eru misstórir, allt frá 50
fermetrum upp í 150 fermetra.
Hægt er að stilla sölunum upp á
marga vegu allt eftir þörfum og
óskum hvers og eins. Fundar- og
veisluaðstaðan hjá CenterHotels
er vinsæl fyrir gesti sem koma
erlendis frá sem og þá sem koma
utan af landi þar sem hægt er
að bóka gistingu á hótelinu með
sölunum og örstutt er að auki í
alla þjónustu í miðborginni þannig
að fólk getur sparað sér tíma sem
annars færi í það að koma sér á
milli staða,“ segja þau.
Á CenterHotel Þingholti sem
staðsett er á Þingholtsstræti
3-5 er að finna fundarherbergi
sem tilvalið er fyrir námskeiða-
höld, kynningar og minni fundi.
Fundarherbergið er staðsett rétt
inn af veitingastaðnum Ísafold
og býður því upp á að hægt sé að
taka hádegisfundi með ljúffengum
veitingum frá Ísafold en þó fjarri
erlinum á veitingastaðnum. Salur-
inn er einnig tilvalinn að kvöldi til
fyrir einkaveislur en í honum er
eitt stórt borð með sæti fyrir 14
manns. „Gott og jákvætt viðhorf
er það sem bíður gesta sem
nýta sér þjónustu CenterHotels
en góð þjónusta er það sem við
leggjum mikla áherslu á. Við
leggjum metnað okkar í það að
gera upplifun veislu- og fundar-
gesta sem allra besta með fallegu
umhverfi, góðri þjónustu og
ljúffengum veitingum,“ segja þau
Arnar og Ingibjörg.
„Aðaláherlsa okkar er á innlend-
an markað, hægt er nálgast afurðir
okkar mjög víða. Við erum í Krón-
unni, Fjarðarkaupum, Hagkaup,
Melabúðinni, Nóatúni og Kjarval.
Við seljum líka töluvert af okkar
afurðum til veitingastaða og hót-
ela. Svo erum við líka í Flugstöð-
inni í Keflavík í verslun sem heitir
Pure food hall,“ segir Oddur.
Hvað með erlenda markaði?
„Við seljum alltaf eitthvað til
útlanda, gengið á krónunni hefur
svo sem ekkert verið að hjálpa
okkur undanfarið. Við seljum helst
laxinn okkar til Evrópu og svo
er alltaf eitthvað um að erlendir
stangveiðimenn láti okkur vinna
fiskinn fyrir sig og við sendum
þeim fiskinn þegar hann er full-
unnin,“ segir Oddur
Þið hafið fengið verðlaun fyrir
framleiðslu ykkar, ekki satt?
„Jú, við erum virkilega stolt af
því og það er viðurkenning fyrir
þau störf sem við höfum verið að
vinna. Við fengum gullverðlaun
fyrir reykta laxinn okkar og silfur
fyrir graflaxinn okkar árið 2014
í keppni MFK sem er matvæla-
keppni sem er haldinn annað hvert
ár. Árið 2016 snérist þetta svo
við, við fengum gull fyrir graflax-
inn og silfur fyrir reykta laxinn.
Þetta auðveldaði allt markaðstarf
fyrir okkur og vakti verðskuldaða
athygli á því gæðastarfi sem hér er
unnið,“ segir Oddur.
Glæsilegir fundarsalir þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar.
Arnar og Ingibjörg segja mikinn tímasparnað geta falist í því að fá veitingar á fundi.
Oddur Vilmundarsson eigandi Reykhússins Reykhóla
segir að allt kapp sé lagt á gæði og gott bragð.
Reykhúsið er það eina í heiminum notar hvönn á grafinn og reyktan lax fyrir erlendan
markað og einstaka veitingastaði hér á landi og það hefur vakið mikla lukku.