Fréttatíminn - 25.03.2017, Side 40

Fréttatíminn - 25.03.2017, Side 40
Bergsson mathús hefur nú líka opið á kvöldin „Einfaldur. Hægur. Nærandi. Bragðgóður. Árstíðabundinn. Beint frá bónda. Eldaður af ástríðu. Úr góðu hráefni. Sem þú borðar aftur og aftur. Í góðum félagsskap. Það er okkar matur.“ Unnið í samstarfi við Bergson mathús Bergsson mathús og Bergsson RE eru vinsælir morgun- og hádegisverða-staðir og hafa stimpl- að sig rækilega inn í ört vaxandi veitingahúsaflóru Reykjavíkur. Staðirnir eru þekktir fyrir einfald- an, hollan og góðan mat en ekki síst þægilegt andrúmsloft. Nú verður boðið upp á þá nýbreytni að Bergson í Templarasundi verð- ur opið fram á kvöld, þar mun líta dagsins ljós nýr og spennandi kvöldseðill. Áherslan verður áfram á afslappaða og notalega stemningu og úrvalsvín verða á boðstólnum. Bergson staðirnir eru fallega innréttaðir á afslappaðan máta í þeim tilgangi að láta fólki líða vel á meðan það nýtur góðs matar og félagsskapar. Nýlega var René Boonekamp ráðinn sem veitingastjóri staðar- ins í Templarasundi, hann mun sjá um kvöldopnun staðarins. René er hollenskur veitingamaður með mikla reynslu af rekstri veitinga- staða. Hverjar verða áherslurnar hjá René á kvöldseðlinum og hvaða hráefni verða í forgrunni? „Við ætlum að halda áfram að þróa það frábæra starf sem hefur verið unnið á Bergson mathúsi. Þetta er því hrein og klár viðbót við staðinn. Við verðum með „a la carte“ seðill þar sem áherslan verður á gott íslenskt hráefni sem við reynum að fá beint frá býli. Við þjónum til borðs og leggjum mikla áherslu á það að fjölskyld- ur geti komið hérna saman að kvöldi til og átt hjá okkur nota- lega kvöldstund og fengið fram- úrskarandi mat auk þess sem við verðum með gott úrval af lífræn- um vínum. Á matseðlinum erum við líka með rétti sem eru tilvaldir til þess að deila, það getur verið frábær kostur fyrir fjölskyldur svo allir fái sem fjölbreyttustu matar- upplifunina,“ segir René. Verður grænmeti fyrirferðar- mikið á nýja matseðlinum? „Maturinn okkar á að vera nær- andi og bragðgóður og við leggj- um mikla áherslu að hafa gott úrval af grænmeti og við bjóð- um líka upp á veganrétti fyrir þá sem kjósa þá frekar. Við höfum fundið mikið fyrir auknum áhuga fólks á vegan lífstílnum sem ég tel að haldist í hendur við aukna umhverfisvitund fólks. Við viljum að maturinn okkar höfði til allra skilningarvita og framsetningin á matnum sé falleg og litrík því við borðum líka með augunum,“ segir René Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Viðtökurnar hafa bara verið mjög góðar, það var greinilega eftirspurn eftir því að við værum með opið á kvöldin. Fólk vill geta komið inn á svona stað eins og við erum að reka þar sem fólki líður vel og fengið góðan mat á sann- gjörnu verði. Það er ástæða fyrir því að fólk kemur til okkar aftur og aftur,“ segir René. Hvað með vínseðil, hvernig mun hann líta út? ,,Við leggjum ríka áherslu á að vínin okkar séu lífrænn, vín eru almennt frekar dýr og því leggjum við mikið upp úr því að bjóða ein- göngu upp á lífræn gæðavín sem fullkomnar máltíðina og styður við matinn og upplifunina," segir René. En hvað er það sem dró hollenskan veitingamann til Íslands? „Ég flutti hingað til Íslands með konunni minni fyrir tveimur árum. Það var í raun og veru af einskærri ævintýraþrá og okkur langaði til þess að prófa eitthvað nýtt og breyta um umhverfi. Kon- an mín fékk strax vinnu hér. Ég hef verið að vinna fyrir reykja- vik coworking unit sem sér um að leigja út skrifstofuhúsnæði til einyrkja. Úti í Holllandi var ég að vinna á ítölskum veitingastað svo komst ég í kynni við Þóri hjá Bergsson og þá var ekki aftur snúið og ég kolféll fyrir staðnum og hugmyndafræðinni í kringum staðinn,“ segir René. René Boonekamp segir að viðtökurnar hafi verið mjög góðar við þeirri viðbót að hafa opið á kvöldin hjá Bergsson. Gott hráefni og falleg framsetning er lykilatriði svo upplifun gesta verði sem best. 8 LAUGARDAGUR 25. MARS 2017MATARTÍMINN

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.