Fréttablaðið - 26.01.2018, Side 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Afar óskyn-
samlegt væri
að reyna að
selja þau bréf
jafnskjótt
áfram til
lífeyrissjóð-
anna á mun
hærra verði
en kaup-
rétturinn
kveður á um.
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
Fálkagata 18
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU
AFMÆLISKRINGLUNNI
- fyrir 25-30 manns
PREN
TU
N
.IS
Eiga lífeyrissjóðir að kaupa í íslenskum banka – í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins 2008 – skömmu áður en til stendur að ráðast í útboð og skráningu? Þetta er sú spurning sem stjórnendur sjóðanna þurfa að svara á allra næstu vikum en
Kaupþing, sem á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka, hefur
boðið þeim að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í
bankanum. Ákvörðunin gæti haft töluvert um það segja
hvernig til mun takast í einu stærsta hlutafjárútboði sem
íslenskt fyrirtæki hefur haldið. Aldrei áður hefur félag hér á
landi ráðist í útboð af slíkri stærðargráðu sem er markaðs-
sett fyrst og fremst til erlendra fjárfesta.
Fyrir lífeyrissjóðina er þetta endurtekið efni. Á sama
tíma fyrir um ári voru sjóðirnir langt komnir með – að því
er þeir sjálfir töldu – að ganga frá kaupum á um 25 pró-
senta hlut í bankanum. Ekkert varð hins vegar af því þegar
í ljós kom að Kaupþing hafði gengið frá sölu á tæplega 30
prósenta hlut í Arion banka til erlendra vogunarsjóða og
Goldman Sachs auk samkomulags um kauprétt á allt að 22
prósenta hlut til viðbótar. Ekki er ofsagt þótt fullyrt sé að
öll sú framganga af hálfu Kaupþings hafi vægast sagt valdið
kergju á meðal sjóðanna. Skipti þá litlu máli þótt Kaupþing
hefði í kjölfarið umbúðalaust fallist á kröfu sjóðanna um
að greiða þeim allan beinan útlagðan kostnað vegna við-
ræðnanna, samtals um 60 milljónir.
Það ætti því að koma fáum á óvart að það gæti talsverðra
efasemda meðal sjóðanna, einkum og sér í lagi þeirra
stærstu, nú þegar þeim hefur á ný verið boðið upp í dans.
Þykir lífeyrissjóðunum – og það kannski réttilega – að sú
staðreynd sé til marks um að Kaupþing viðurkenni að það
hafi verið misráðið að slíta viðræðunum í fyrra. Kaupþing
hefur núna tækifæri til að leiðrétta þau mistök. Fjarvera
lífeyrissjóðanna, stærstu stofnanafjárfesta landsins, myndi
að öðrum kosti skapa tortryggni á meðal alþjóðlegra fjár-
festingarsjóða um að taka þátt í útboði bankans.
Kaupþing er í nokkurri klemmu. Á sama tíma og það
yrði traustleikamerki á Arion banka sem fjárfestingarkosti
að fá lífeyrissjóðina til að kaupa í aðdraganda útboðs, þá
metur Kaupþing það sem svo að félagið geti að óbreyttu
aðeins boðið sjóðunum lítinn hlut til sölu, nokkuð sem
hugnast þeim líkast til ekki ætli þeir á annað borð að
fjárfesta í bankanum. Útlit er fyrir að þann „vanda“ eigi að
leysa með því að Kaupþing nýti sér kauprétt, sem grund-
vallast á hlutasamkomulagi frá 2009, að þrettán prósenta
hlut ríkisins í Arion banka sem yrði þá einnig hægt að
bjóða sjóðunum til kaups. Afar óskynsamlegt væri hins
vegar að reyna að selja þau bréf jafnskjótt áfram til lífeyris-
sjóðanna á mun hærra verði en kauprétturinn kveður á
um. Sá valkostur, að ætla að taka einhvers konar „snúning“
á lífeyrissjóðina og ríkið, er ekki í boði – og það hljóta for-
svarsmenn Kaupþings að gera sér grein fyrir.
Í átta ár hafa bankarnir verið án virkra eigenda. Þetta
er verulegt áhyggjuefni. Og það gætir afar lítils skilnings
á mikilvægi þess, ekki síst hjá þeim sem tala fyrir því að
ríkið standi ekki við gerða stöðugleikasamninga og leysi til
sín þriðja bankann, að sú staða breytist. Alþjóðlegt útboð
Arion mun skipta þar sköpum. Ekki aðeins eru miklir fjár-
hagslegir hagsmunir undir fyrir ríkið, sem fær megnið af
söluandvirðinu til sín, heldur gæti það varðað veginn fyrir
skráningu á hinum bönkunum. Það myndi marka loka-
hnykkinn á farsælli endurreisn íslensks fjármálakerfis.
Taka tvö
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Það þarf margt að gerast í borgarmálunum á næsta kjörtímabili. Setja verður önnur mál í forgang en þau sem núverandi meirihluti
hefur gert. Grunnþarfir borgarbúa og almenn
þjónusta hefur mætt afgangi. Ég vil tryggja að
íbúar fái mannsæmandi þjónustu á öllum aldurs-
skeiðum, að virðing sé borin fyrir þörfum og vilja
fólks. Fara þarf vel með fjármuni og sinna viðhaldi
sameiginlegra eigna okkar. Málið er einfalt – borgin
þarf að virka.
Á morgun ganga Sjálfstæðismenn í Reykjavík til
kosninga um þá manneskju sem leiða á lista flokks-
ins í vor. Til þess að geta tekið virkan þátt í þeim
breytingum verður Sjálfstæðisflokkurinn að ná til
breiðs hóps kjósenda. Það mun flokknum takast með
því að taka verkefnum fagnandi og fjalla um þau á
jákvæðan hátt í stað þess að gerast úrtöluflokkur og
ýta verkefnum út af borðinu án skoðunar og nauð-
synlegrar umræðu.
Flokkurinn á að ígrunda breytingar með opnum
huga, leiða umbætur og hafa vilja til að nýta sér allar
þær hugmyndir sem skilað geta borgarbúum betri
lífsgæðum. Og nóg er til af þeim. Mýmörg dæmi
eru um hvernig aðrar borgir hafa náð betri árangri
á mörgum sviðum, bæði í gæðum þjónustunnar og
betri rekstri.
Rödd sem höfðar til fleiri
Verkefnin eru spennandi og áskoranirnar stórar. Eitt
af stóru verkefnunum verður að innleiða breytingar
á þjónustu þannig að hún sé veitt á forsendum not-
enda en ekki á forsendum þeirra sem veita hana.
Valfrelsi fólks verður að vera til staðar, annars þróast
þjónustan ekki eftir þörfum þeirra.
Til þess að geta leitt þessar mikilvægu breytingar
verður Sjálfstæðisflokkurinn að komast í þá stöðu
að mynda meirihluta. Hann þarf að hafa rödd sem
höfðar til breiðs hóps og betur til kvenna og yngri
kjósenda. Skynsemi og víðsýni fer flokknum betur
en úrtölur. Fyrir þessu vil ég standa og býð mig fram
til að ganga í verkefnið.
Sterk staða – betri borg
Áslaug
Friðriksdóttir
borgarfulltrúi í
Reykjavík
Flokkurinn á
að ígrunda
breytingar
með opnum
huga
Steingerð viðhorf til fjölmiðla
Fréttablaðið falaðist í gær eftir
viðbrögðum allra þingmanna
við skýrslu nefndar um stöðu
fjölmiðla. Kjörnir fulltrúar
brugðust misvel við erindinu.
Jarðvísindamaðurinn Ari
Trausti Guðmundsson, þing-
maður VG, neitaði að svara þar
sem hann væri vanur því að
svara aðeins spurningum sem
hann fær sendar með fyrirvara.
Sannarlega steingerð viðhorf
þingmannsins til fjölmiðla.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr-
verandi forseti, átti einmitt
drjúgan þátt í að eyða grillum af
þessu tagi í þáttum sínum á upp-
hafsárum Sjónvarpsins.
Sósíalista bregður í dagsbrún
Gunnar Smári Egilsson, stofn-
andi Sósíalistaflokks Íslands,
er orðinn einn helsti málsvari
íslenskrar alþýðu. Hann beitir
sér af fullri hörku í málefnum
Eflingar með ákalli um andóf
gegn „klíkunni í verkalýðshreyf-
ingunni“. Gunnar Smári hefur
til þessa ekki verið áberandi í
verkalýðsbaráttunni en vera
má að Efling sé honum hjartans
mál þar eð hann sat fyrir rúmum
áratug í stjórn fjölmiðlarisans
Dagsbrúnar hf., sem fékk að
láni nafn þekktasta verkalýðs-
félagsins sem rann inn í Eflingu
á sínum tíma. Dagsbrún hf. var
regnhlífarfyrirtæki yfir fjar-
skiptarekstri Og Vodafone, 365
miðla þar sem hann var forstjóri
2005. thorarinn@frettabladid.is
2 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U r10 S k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
2
6
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
D
6
-0
7
D
8
1
E
D
6
-0
6
9
C
1
E
D
6
-0
5
6
0
1
E
D
6
-0
4
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K