Fréttablaðið - 26.01.2018, Page 23
Meðal annars er
hægt að samþykkja
reikninga, halda utan um
verk og verkskráningar,
yfirfara stöðuna á netinu,
í síma og spjaldtölvunni.
Halldóra Íris Sigurgeirsdóttir
KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 2 6 . ja n úa r 2 0 1 8 eNDURSKoÐUN oG BóKHALD
Halldóra Íris Sigurgeirsdóttir og Ingibjörg erlendsdóttir starfsmenn á þjónustu- og ráðgjafarsviði Wise.
Áskrift er hagkvæmur kostur
Áskrift er að verða algengasta form
á hugbúnaðarsölu en með því eiga
fleiri fyrirtæki nú kost á heildar-
lausn fyrir reksturinn á sann-
gjörnu verði. Wise var með þeim
fyrstu til að bjóða bókhaldskerfi
í áskrift árið 2010 og er í dag með
fjölda ánægðra viðskiptavina.
Áskrift er hagkvæmur og þægi-
legur kostur fyrir fyrirtæki af öllum
stærðargráðum. Hægt er að fjölga
eða fækka notendum eftir þörfum
og kostnaður við uppsetningar
er lítill þar sem engin þörf er á
kaupum á miðlægum tölvubúnaði
eða hugbúnaðarleyfum. Gögnin
eru örugg í Microsoft Azure, einu
öflugasta gagnaveri heims, sem
færustu sérfræðingar Microsoft sjá
um. Greitt er mánaðarlegt gjald
fyrir hugbúnað, uppfærslur og hýs-
ingu og því er rekstrarkostnaður-
inn þekktur. Vistun gagna, afritun,
öryggisvarnir og SQL gagna-
grunnur er innifalið í verðinu.
Helsti kostur áskriftarinnar er að
viðskiptavinurinn er ætíð með
nýjustu útgáfu af hugbúnaðinum.
Á vefsíðu fyrirtækisins,
navaskrift.is, er hægt að velja um
áskriftarleiðir og panta aðgang að
hugbúnaðinum. Kerfin eru vottuð
af Microsoft og innihalda helstu
lausnir fyrir fjárhag, sölu, innkaup,
viðskiptamenn og lánardrottna
ásamt sérlausnum frá Wise sem
henta flestum fyrirtækjum. Hægt
er að bæta við fleiri lausnum
fyrir þá sem vilja, s.s. launakerfi,
innheimtukerfi, bankasamskipti,
rafrænum reikningum og fleira.
Góð yfirsýn er lykillinn að
árangri
Wise býður úrval lausna sem gera
fyrirtækjum kleift að taka vel
ígrundaðar ákvarðanir byggðar
á öruggum upplýsingum og er
þar helst að nefna Wise Analyzer,
teninga, Power BI og vöruhús
gagna. Wise Analyzer er viðskipta-
greindarhugbúnaður og er hann-
aður af Wise til að tala beint við
Dynamics NAV. Ekki er þörf á að
vera sérfræðingur í viðskipta-
greind (BI) til að nota Wise
Analyzer. Hann er einfaldur í
uppsetningu, notendavænn og
gerir fleiri notendum kleift að
vinna með gögn og bæta við fyrir-
spurnum til greiningar.
„Við þurfum að vera á tánum
og fylgjast með nýjungum“
Wise lausnir státa af öflugum hópi
sérfræðinga með áratuga reynslu
í Microsoft lausnum en mann-
auðurinn er gulls ígildi. Ingibjörg
Erlendsdóttir og Halldóra Íris
Sigurgeirsdóttir segja starfið fjöl-
breytt og skemmtilegt en jafnfram
fylgi því áskoranir því hvergi séu
eins hraðar breytingar og í tækni-
geiranum.
„Helstu kröfur viðskiptavina
okkar eru að hafa góða yfirsýn
yfir gögnin, geta greint og nálgast
þau hvar og hvenær sem er. Við
bjóðum upp á notendavænar
lausnir sem veita góða yfirsýn.
Meðal annars er hægt að sam-
þykkja reikninga, halda utan um
verk og verkskráningar, yfirfara
stöðuna á netinu, í síma og spjald-
tölvunni. Lausnirnar eru sam-
þættar helsta hugbúnaði Microsoft
svo sem Office 365, Power BI o.fl.“
segir Halldóra.
Ingibjörg hefur stjórnað fjölda
innleiðinga hjá Wise. Hún segir
verkefnin eins ólík og viðskipta-
vinirnir eru margir. „Með hverri
útgáfu af Microsoft Dynamics
NAV koma ýmsar nýjungar. Má
þar nefna sjóðstreymisáætlanir,
sérsniðin skýrsluútlit, Power BI
lausnir og margt fleira.
Því er nauðsynlegt fyrir okkur
að vera á tánum og fylgjast vel
með til að mæta kröfum viðskipta-
vinarins. Við sækjum árlegar
ráðstefnur á vegum Microsoft,
höldum fræðsludaga fyrir starfs-
fólkið ásamt því að bjóða við-
skiptavinum okkar upp á nám-
skeið í Wise skólanum þar sem
fjölmörg námskeið eru í boði fyrir
byrjendur sem lengra komna,“
segir Ingibjörg.
Fjöldi viðurkenninga fyrir
starfsemina
Sem einn öflugasti söluaðili á
Microsoft Dynamics NAV við-
skiptahugbúnaðinum á Íslandi
hefur Wise hlotið fjölda viður-
kenninga fyrir starfsemi sína
þar á meðal sem samstarfsaðili
ársins hjá Microsoft, Fyrirmyndar-
fyrirtæki VR og Framúrskarandi
fyrirtæki hjá Creditinfo um nokk-
urra ára bil.
Hjá Wise starfa um 80 manns á
skrifstofum í Reykjavík, Akureyri
og í Noregi.
nánari upplýsingar um starfsemi
Wise lausna er að finna á vefsíðu
fyrirtækisins: www.wise.is og
www.navaskrift.is
Leiðandi söluaðili
á Dynamics NAV
bókhaldshugbúnaðinum
Wise er leiðandi söluaðili Microsoft Dynamics naV á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni
með sérstaka áherslu á bókhald, ráðgjöf og hugbúnaðargerð ásamt öflugri og persónulegri þjón-
ustu. Wise býður staðlaðar Microsoft Dynamics naV-lausnir, áskriftarleiðir og fjölda sérlausna
fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað. Kerfi Wise henta fyrirtækjum af öllum stærðargráðum.
kr. 9.900 pr. mán.án vsk.
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is
Bókhaldskerfi í áskrift
Microsoft Dynamics NAV er eitt mest selda
bókhaldskerfi landsins og fæst í mánaðarlegri áskrift.
Þú færð fullbúna viðskiptalausn með
sérkerfum frá Wise á navaskrift.is
Bjóðum einnig Oce 365 í áskrift.
2
6
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
D
6
-0
2
E
8
1
E
D
6
-0
1
A
C
1
E
D
6
-0
0
7
0
1
E
D
5
-F
F
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K