Fréttablaðið - 26.01.2018, Side 26
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@365.is
6 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U ReNduRsKoÐuN oG BóKhALd
Fjárstoð sér um að reikna laun fyrir
vel á annað hundrað fyrirtækja, sam-
taka og stofnana og hefur starfsemin
vaxið jafnt og þétt á síðustu árum.
Að mörgu að hyggja
við launavinnslu
Ágúst jóhannesson er nýr formaður Félags löggiltra enduskoðenda, ásamt því
að vera endurskoðandi og eigandi hjá KPMG. MYNd/eYÞóR
Það vantar fleiri endurskoðendur á Íslandi. Stöðug endurnýjun er mikilvæg
og nauðsynlegt að fá ungt fólk
til starfa því það kemur ávallt
inn með nýjungar og viðbætur í
fagið. Ég hef því hvatt ungt fólk
til að læra endurskoðun, jafnvel
þótt það ætli sér ekki endilega
að gera hana að ævistarfi, því
menntunin og þekkingin sem
verður til í þessu fagi nýtist alls
staðar í viðskiptalífinu og víðar,“
segir Ágúst.
Í Félagi löggiltra endurskoð
enda (FLE) eru nú um 400 félags
menn en aðeins 230 starfa við
endurskoðun.
„Það vil ég meina að sé meðal
annars vegna þess hve menntun
in er fjölbreytt og fólk á auðvelt
með að útvega sér önnur störf.
Íslenskir endurskoðendur hafa á
sér mjög gott orð, góða og viður
kennda menntun og eru afbragðs
fagmenn, en traust og trúnaður
er einn af hornsteinum starfsins.“
Góð laun fyrir duglegt fólk
Ágúst er ættaður frá og upp alinn
í Stykkishólmi þar sem hann
kynntist vatnaveiði, körfubolta og
konunni sinni. Hann spilaði lengi
vel körfubolta með Snæfelli, Fram
og ÍS, en í seinni tíð hefur golf átt
hug hans allan.
„Sem barn hafði ég strax gaman
af tölum og í endurskoðun er
mikilvægur eiginleiki að vera
talnaglöggur. Mér fannst stærð
fræði hins vegar ruglingsleg og geri
stundum grín að því hvers vegna
maður þurfti að læra að diffra því
ég minnist þess ekki að hafa diffrað
síðan ég útskrifaðist úr skóla,“ segir
hann hlæjandi.
Hann væri heldur ekki endur
skoðandi ef honum þætti það ekki
skemmtilegt.
„Helsti kostur endurskoðanda
starfsins er fjölbreytnin og ég hef
sérstakt dálæti á því að vinna með
góðu fólki, bæði samstarfsfólki
mínu og viðskiptavinum. Maður
kynnist ógrynni af fólki í gegnum
starfið og kemur inn í alls kyns
rekstur, bæði þar sem vel gengur
og illa. Þá er ánægjulegt að geta
lagt sitt af mörkum þar sem illa
gengur og í höndum endurskoð
andans að veita ráðgjöf til að betur
megi ganga.“
Alls tekur átta ár að verða endur
skoðandi, þar af fimm ár í háskóla
og eftir meistaragráðu bætist við
þriggja ára starfsþjálfun hjá viður
kenndum endurskoðanda.
„Námið er strembið en sannar
lega skemmtilegt og fjölþætt.
Laun endurskoðenda eru sömu
leiðis góð en í starfinu þarf að sýna
dugnað eins og í öðrum störfum.
Til að verða löggiltur endurskoð
andi þarf svo staðfestingu yfirvalda
á að hafa staðist löggildingarpróf,
sem er lokaáfanginn til að öðlast
starfsheitið,“ útskýrir Ágúst.
Fjórða iðnbyltingin
Ágúst starfar sem endurskoðandi
hjá KPMG og hefur verið einn af
eigendum fyrirtækisins síðan um
aldamót.
„Formannsstarfið er viðbót við
störf mín hjá KPMG. Formanns
sætinu fylgir líka forsæti í Nor
rænu endurskoðunarsamtökunum
(NRF) og með formennskunni
í FLE gegni ég nú forsæti í þeim
ágætu samtökum. Þar er margt
í gangi og kom mér á óvart hve
sterka rödd Íslendingar hafa í
sambandinu. Samtökin leita nú að
kandídat til að bjóða fram í stjórn
í Alþjóða endurskoðunarsamtökin
(IFAC) og aldrei að vita nema sá
kandídat komi frá Íslandi,“ segir
Ágúst.
Hann segir umhverfi endurskoð
enda hafa breyst mikið frá banka
hruninu 2008.
„Íslenskir endurskoðendur tóku
gagnrýni hér heima og erlendis
mjög alvarlega og hafa lagt mikið á
sig til að bæta umhverfi sitt á öllum
sviðum. Þeir hafa af öllum mætti
reynt að bæta ímyndina og síðast
en ekki síst skerpt á vinnubrögð
unum.“
Helstu baráttumál nýs formanns
eru að aðlagast breyttum aðstæð
um og umhverfi, meðal annars
með lagabreytingum fram undan
varðandi störf endurskoðenda og
síðan að bregðast við kröfum sam
tímans um að hlutirnir gerist fljótt
og örugglega.
„Tækninni fleygir gríðarhratt
fram með gervigreind og hugbún
aði sem breytt hafa starfi endur
skoðenda mikið og líklega verða
breiðari menntakröfur gerðar til
endurskoðenda á sviðið tölvu og
tæknimála en verið hefur. Þessar
breytingar eru hraðari en fólk
heldur og oft kallaðar fjórða iðn
byltingin. Tæknin kallar líka á
auknar kröfur um samtímastað
festingar. Hraðinn er orðinn meiri
og nú er kallað á að þetta og hitt
sé staðfest strax. Að mæta þeirri
kröfu gerist þó ekki á einni nóttu
og krefst meiri þróunar og tíma,“
segir Ágúst.
Á Íslandi eru það mestmegnis
fyrirtæki sem nýta sér þjónustu
endurskoðenda því skattframtöl
einstaklinga eru orðin stöðluð þar
sem launatekjur eru færðar sjálf
virkt inn í framtalið. Endurskoð
endur aðstoða mest við framtals
gerð sem er flóknari en gengur og
gerist.
„Nei, ég hef nú ekki fengið beina
fyrirspurn um hvernig best sé að
svíkja undan skatti eða koma pen
ingum í skattaskjól en vitaskuld
spyr fólk hvað best sé að gera og
innan þess ramma sem leyfilegt er
eru margar leiðir. Því getur borgað
sig að leita til endurskoðanda,
ekki síst fyrir þá sem eru með
meiri umsvif en launatekjur, svo
sem fjárfestingar, skuldsetningar
og fjármagnstekjur, svo dæmi sé
tekið.“
Traust hornsteinn
endurskoðandans
Ágúst Jóhannesson er nýtekinn við sem formaður
Félags löggiltra endurskoðenda. Hann er fjölskyldu-
maður sem stundar golf og stangveiði í frístundum
og var körfuboltamaður á árum áður.
Viðskiptavinahópur Fjárstoðar er fjölbreyttur og verkefnin líka. Auk þess að
reikna laun og senda út launaseðla
sér Fjárstoð um launagreiðslur,
ýmiss konar greiningar á launa
upplýsingum, utanumhald um
viðveru starfsmanna og aðstoðar
við gerð launaáætlana.
Að sögn Áslaugar Hansen, sviðs
stjóra launasviðs, eru viðskiptavin
irnir af öllum stærðum og gerðum.
„Meðal viðskiptavina okkar eru
verslunarfyrirtæki, hótel, flugfélög,
bílaumboð, verktakafyrirtæki, fjár
málafyrirtæki og sjávarútvegsfyrir
tæki. Við þurfum því að setja okkur
vel inn í marga kjarasamninga og
stór hluti af okkar starfi felst í sam
skiptum við stéttarfélög og samtök
atvinnurekenda. Algengast er að
við séum að reikna laun fyrir 515
starfsmenn en við erum einnig
með smærri og stærri einingar, allt
frá frá 50 launaseðlum á mánuði
upp í 200 launaseðla.“
Flóknir kjarasamningar
Ýmsar ástæður liggja að baki því að
fyrirtæki kjósa að útvista launa
vinnslu. „Smærri fyrirtæki koma
einkum til okkar vegna þess að þau
skortir sérþekkingu og þau kerfi
sem þarf til að sinna þessum hluta
starfseminnar vel. Þetta er ein
faldlega hagkvæmasta leiðin fyrir
þau. Stærri fyrirtæki koma frekar
til okkar vegna launaleyndar eða
vegna þess að laun eru mjög stór
kostnaðarliður hjá þeim og þau
telja að augu sjái betur en auga. Svo
má ekki gleyma því að kjarasamn
ingar eru sumir orðnir ansi flóknir
í framkvæmd og laun geta tekið
breytingum eftir aldri, ráðningar
tíma og uppsöfnuðu starfshlutfalli
og því að mörgu að huga,“ segir
Áslaug.
ekkert má fara úrskeiðis
Launavinnsla er eitt af þessum
verkefnum sem lítið fer fyrir í flest
um fyrirtækjum, það er að segja,
þangað til eitthvað fer úrskeiðis.
„Góður launafulltrúi er að mörgu
leyti gæddur sömu eiginleikum og
góður bókari. Það er þó eitt sem
skilur á milli og það er hversu lítið
svigrúm er fyrir mistök í starfi
launafulltrúa. Í bókhaldi eru fram
kvæmdar reglulegar afstemmingar
og ef mistök eða misræmi koma í
ljós er það yfirleitt bara leiðrétt og
afleiðingarnar oftar en ekki engar
eða óverulegar. Ef virðisauka
skattsskýrslu er skilað of seint er
það vissulega bagalegt, og því fylgir
kostnaður, en afleiðingarnar eru
þekktar og mælanlegar. Ef laun
eru greidd of seint vegna þess
að launafulltrúi veikist eða gerir
mistök, eða ef viðkvæmar launa
upplýsingar fara á flakk, getur það
haft ófyrirsjáanlegar og alvarlegar
afleiðingar í för með sér. Ekki má
heldur gleyma því að stór partur af
sjáanlegum hluta starfs launafull
trúa fer fram á örfáum dögum í lok
hvers mánaðar. Það má einfaldlega
ekki neitt fara úrskeiðis.“
soffía sigurjónsdóttir og Áslaug hansen. MYNd/sTeFÁN
Bókhald
Ársreikningar
Skattframtöl
Launavinnsla
Endurskoðun
Reikningagerð
Greiðsluþjónusta
Afstemmingar
Uppgjör
Greiningar
Áætlanagerð
VSK skil
VSK umboð
Regluvarsla
Útlánaeftirlit
Innri endurskoðun
Fjárstoð ehf. | sími 556-6000 | fjarstod@fjarstod.is | www.fjarstod.is
2
6
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
D
6
-0
2
E
8
1
E
D
6
-0
1
A
C
1
E
D
6
-0
0
7
0
1
E
D
5
-F
F
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K