Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2018, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 26.01.2018, Qupperneq 36
Þetta er klassískt mæðgnasamband, stundum baneitrað, stund- um alveg næs. Arndís Hrönn L itla svið Borgarleikhúss-ins. Tvö eldhús. Tvær konur í hvoru. Pitsur eru pantaðar á báðum heim-ilum svo til samtímis, sakleysislegar aðgerðir sem enda þó sem drama. Hér stend- ur yfir æfing á Lóaboratoríum, fyrsta leikriti Lóu Hjálmtýsdóttur. Hún er þekktur teiknimyndahöfundur og söngkona hljómsveitarinnar FM Belfast. Til hliðar við mig sitja tveir menn, ljósa- og hljóðmaður, og framan við þá leikstjórinn sem lætur endurtaka pitsupantanirnar aftur og aftur. Engu má skeika í tímasetningum. En í hádegishléi gefst kostur á smá spjalli. Fyrst við Kolfinnu Nikulás- dóttur leikstjóra. „Teiknimynda- sögurnar hennar Lóu byggjast á mismunandi erkitýpum og hvers- dagsleikinn er ýktur. Í leikritinu hefur hún búið til fjóra karakt- era, konur sem búa tvær og tvær saman, systur í annarri íbúðinni og mæðgur í hinni,“ lýsir Kolfinna og heldur áfram: „Sambandið getur verið stirt innan heimilanna en þó er alltaf ljúfsár léttleiki í bland. Fjöl- skyldumynstur eru dregin fram og sýnd á kómískan hátt og á köflum súrrealískan.“ Hún segir átta vikna æfingatíma að ljúka. Er hún ekki að verða leið á sumum frösunum? „Nei, ótrúlegt en satt. Maður tengir svo auðveldlega við brandarana hennar Lóu og leikararnir bæta miklu við.“ Leikfélagið Sokkabandið stendur að sýningunni og nú er komið að leikurunum að kynna sína karakt- era. Fyrst Arndísi Hrönn Egils- dóttur. „Þetta er dóttir mín,“ segir hún og bendir á Jóhönnu Friðrikku Sæmundsdóttur. „Hún er nýflutt inn á mig og mér finnst það dálítið töff stundum – þó mér þyki alveg vænt um hana. Ég er bókaútgefandi og mér finnst gott að fá mér rauðvín og bara … það er álag að fá fjörgamla dóttur sína aftur heim.“ Jóhanna grípur boltann. „Já, mér finnst móðir mín ekki hugsa nógu vel um sig og hef áhyggjur af henni. Lífsmynstur hennar er bara almennt ekki til fyrirmyndar en hún misskil- ur velvild mína og finnst ég frekar leiðinleg.“ „Hún er leiðinleg,“ segir Arndís Hrönn – með áherslu, „og svo er hún ekki eins smart og ég. Mér finnst hún mætti hafa sig aðeins meira til.“ Fer svo úr karakternum og bætir við: „Þetta er klassískt mæðgnasam- band, stundum baneitrað, stundum alveg næs.“ Jóhanna tekur undir það. „Já, mæðgnasamband er flókið og mér finnst ekki nægilega fjallað um það í samfélaginu en hér segjum við frá einu dæmi og það er gaman að vera með í því.“ „Lóaboratoríum fjallar líka um nágrannana,“ segir Elma Lísa Gunn- arsdóttir. „Við búum allar í sama húsi og við erum systur, ég og María Heba Þorkelsdóttir.“ „Sko, ég er að flytja inn til systur minnar, nýfráskilin,“ segir María Heba, „er eiginlega að koma að hjálpa henni, hún er lasin. „… þetta er íbúð foreldra okkar, það er ekki búið að skipta upp búinu,“ útskýrir Elma Lísa og bætir við: „Ég er þung- lynd og vil bara vera undir sæng en systir mín er vinnustaðagrínari svo við erum ólíkar konur.“ Elma Lísa horfir nú á leikritið úr fjarlægð. „Það er þarna speglun. Dóttirin og systirin eru báðar að koma inn í hið einangraða líf þeirra sem fyrir eru. Því verða eitruð sam- bönd á báðum heimilum en falleg líka. Bara eins og lífið er. Samskipti geta verið sorgleg og flókin, falleg og fyndin, allt í senn.“ Arndís Hrönn kveðst lengi hafa hrifist af bókum Lóu Hjálmtýs og segir gaman að takast á við þetta verk. „Lóa skrifar svo beittan texta og þar er sérstakur bragðauki sem er svo áhugaverður. María Heba kom auga á þetta. Hún á hugmyndina að leikritinu.“ María Heba kannast við það og segir Lóu hafa tekið ábendingunni vel. „Sokkabandið var líka til í tusk- ið, síðan eru liðin þrjú ár og nú er sýningin Lóaboratoríum að verða að veruleika.“ Elma Lísa bendir á að þær séu að vinna með góðu fólki. „Sigríður Soffía sér um sviðsmynd, Valdimar Jóhannsson um lýsingu og Ásrún Magnúsdóttir um hreyfingar. Árni og Lóa koma bæði að sýningunni, hún sér um textann og hann tón- listina. Uppsetningin er í anda Sokkabandsins. Þetta er sú sjöunda í röðinni og við erum alltaf með verk eftir íslenska höfunda.“ Beittur texti með sérstökum bragðauka lóa Hjálmtýsdóttir beitir innsæi og húmor í leikritinu lóaboratoríum sem frumsýnt er í kvöld í borgar- leikhúsinu. Þar er skyggnst inn í líf fjögurra kvenna, mæðgna sem búa saman og systra í næstu íbúð. Leikstjórinn Kolfinna og leikkonurnar Elma Lísa, Arndís Hrönn, María Heba og Jóhanna Friðrikka stilltu sér upp á Litla sviðinu. FréttAbLAðið/Anton brinK Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is TónlisT Kammertónleikar HHHHH Kammermúsíkklúbburinn Camerarctica (Ármann Helgason, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Svava Bernharðsdóttir og Sigurður Halldórsson) flutti verk eftir Mendelssohn, Penderecki og Schönberg. norðurljósasalur Hörpu Sunnudaginn 21. janúar Ef þér fannst gaman að The Exorcist, The Shining, Shutter Island eða hinni súrrealísku Inland Empire eftir David Lynch, þá ertu aðdáandi frægasta núlifandi tónskálds Pólverja, Krzysz- tof Penderecki. Tónlistin sem heyrist í þessum ofangreindu kvikmyndum er svo villt og afstrakt, ómstríð og ofsa- fengin, að hryllingurinn í myndunum magnast upp úr öllu valdi. Penderecki hefur þó róast með árunum. Hann er enn að semja, en tónlist hans nú er talsvert frábrugðin þeirri sem kvik- myndaleikstjórarnir slefuðu yfir. Hann lítur á gömlu tónlistina sína sem strákapör. Víst er að það var enginn hryllingur í Kammermúsík- klúbbnum á sunnudaginn, en þar var Penderecki á dagskránni. Það var kvartett fyrir klarinettu, fiðlu, víólu og selló. Flytjandi var Camer arctica, sem að þessu sinni samanstóð af Ármanni Helgasyni á klarinettu, Hildigunni Halldórsdóttur á fiðlu, Svövu Bernharðsdóttur á víólu og Sigurði Halldórssyni á selló. Tónlistin var innhverf og raðaðist oftar en ekki umhverfis einn, langan liggjandi tón, sem er gamalt trix en svínvirkaði hér. Ljóðræna sveif yfir vötnunum, djúpur skáldskapur, yfirskilvitleg fegurð. Spilamennskan var falleg, inni- leg og samtaka og maður naut hvers tóns. Ármann klarinettuleikari var í leiðandi hlutverki og leikur hans var hástemmdur og vandvirknislega mót- aður. Sama er að segja um strengja- leikarana sem spiluðu af alúð og festu. Capriccio eftir Mendelssohn var líka á dagskránni. Þetta er stutt stykki úr lengri lagaflokki, létt og leikandi, skreytt hrífandi laglínum og fjörlegri raddsetningu. Strengjaleikararnir sem fyrr voru nefndir, auk Bryndísar Pálsdóttur fiðluleikara, spiluðu mark- visst og af krafti, útkoman rann ljúf- lega niður. Laglínurnar öðluðust líf og framvindan var spennandi og skemmtileg. Heldur syrti í álinn eftir hlé. Þá var á dagskránni strengjakvartett nr. 2 eftir Schönberg, sem er afar óm- stríður. Hann gerir miklar kröfur til strengjaleikaranna um nákvæmni, því ef hún er ekki fyrir hendi, bjagast tónlistin fljótt. Eftir stendur grautur sem enginn fær skilið. Því miður gerðist þetta stundum á tónleikunum. Spilamennskan var verst í fyrstu en lagaðist sem betur fer eftir því sem á leið. Sumt í tónlistinni var vissulega ágætlega borið fram, mikil úðlegt og sterkt. Falskar nótur voru þó aldrei langt undan og þær skemmdu heild- arsvipinn aftur og aftur. Í seinni tveimur köflunum steig Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran fram og söng með kvartettinum tvö ljóð eftir Stefan George. Marta söng af öryggi og alveg hreint, af magnaðri sannfæringu fyrir inntaki ljóðanna. Röddin var engu að síður býsna hörð og eftir því óaðlaðandi. Skáldskapur- inn í ljóðunum fór því fyrir lítið. Það var leiður endir á tónleikum sem lof- uðu svo góðu fyrir hlé. Jónas Sen niðursTaða: Tónleikarnir byrjuðu vel en eftir hlé var of mikið um feil- nótur og sópranröddin var óþarflega hvöss. Oftar gott en ekki Kammerhópurinn Camerarctica. 2 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö s T u D a G u r20 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 5 -F D F 8 1 E D 5 -F C B C 1 E D 5 -F B 8 0 1 E D 5 -F A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.