Víkurfréttir - 03.08.2017, Blaðsíða 1
Ný köfnunarefnis- og súrefnisverksmiðja ÍSAGA rís nú í Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
• fimmtudagur 3. ágúst 2017 • 31. tölublað • 38. árgangur
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
auðveldar smásendingar
eBOX flytur minni sendingar frá
Evrópu til Íslands. Sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð.
Auðvelt og fljótlegt.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
einföld reiknivél
á ebox.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Þrettán teknir
fyrir hnupl
■ Hælisleitendur í umsjón Útlend-
ingastofnunar voru tíu sinnum
staðnir að hnupli í nýliðnum júlí-
mánuði. Þrettán hnuplmál komu
inn á borð lögreglunnar á Suður-
nesjum í mánuðinum. Lögreglan á
Suðurnesjum og Útlendingastofnun
funduðu sl. föstudag þar sem farið
var yfir stöðu mála.
Hnupl og reiðhjólaþjófnaðir hafa
verið mikið til umræðu á samfélags-
miðlum síðustu vikur. Reiðhjól, sem
tekin hafa verið ófrjálsri hendi frá
heimilum í Reykjanesbæ, hafa verið
að finnast við aðsetur hælisleitenda
á Ásbrú. Skúli Jónsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum,
sagði í samtali við Víkurfréttir að nú
sé reiðhjólum sem ekki fáist skýring
á eignarhaldi við gistiheimili Útlend-
ingastofnunar á Ásbrú og komið á
lögreglustöðina í Keflavík, þar sem
réttmætir eigendur hjólanna geta
vitjað þeirra.
Í júlímánuði hefur verið tilkynnt um
þjófnað á átta reiðhjólum til lögregl-
unnar á Suðurnesjum. Engin tilkynn-
ing barst um stolið reiðhjól á sama
tíma í fyrra.
Skúli sagði að af þeim þrettán hnupl-
málum sem upp komu í júlí hafi tíu
tengst hælisleitendum í umsjón Út-
lendingastofnunar. Málin hafi öll
komið upp fyrrihluta júlímánaðar.
Skúli sagði að lögreglan á Suður-
nesjum hafi strax stigið fast til jarðar
og komið mönnum í skilning um að
hnupl og gripdeildir væru ekki liðnar.
Ekkert hnuplmál kom síðari hluta
mánaðarins. Hin þrjú hnuplmálin
tengdust þjófnaði úr verslun í flug-
stöðinni og svo tvö önnur mál, ótengd
hælisleitendum.
■ Ekki verður boðað til fundar
í velferðarráði Reykjanesbæjar
fyrr en sviðsstjóri velferðar-
sviðs, Hera Ósk Einarsdóttir,
er komin úr sumarleyfi. Hún er
væntanleg úr leyfi þann 8. ágúst
nk. Ísak Ernir Kristinsson, vara-
bæjarfulltrúi og nefndarmaður
í velferðarráði Reykjanesbæjar,
hefur óskað eftir að velferðar-
ráð komi saman til fundar til að
ræða húsnæðisvanda í Reykja-
nesbæ og málefni hælisleitenda.
Ísak óskaði eftir fundinum þann
23. júlí sl.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum
geta tveir nefndarmenn óskað
eftir aukafundi í ráðinu. Ísak
Ernir Kristinsson og Ingigerður
Sæmundsdóttir munu óska eftir
fundinum þegar sviðsstjóri vel-
ferðarsviðs er kominn til starfa
eftir sumarleyfi.
„Það er mikilvægt að sviðsstjóri
velferðarsviðs, Hera Ósk Einars-
dóttir, sé á fundinum,“ sagði Ísak
Ernir í samtali við Víkurfréttir.
Boðað til fundar um
hugsanlega sameiningu
■ Sameining Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja (SS) og Sorpu hefur verið til
skoðunar. Sveitarfélögin á Suðurnesjum eru eigendur Sorpeyðingarstöðvar
Suðurnesja. Þau hafa öll tekið til afgreiðslu erindi stjórnar SS um að taka af-
stöðu til sameiningarviðræðna SS og Sorpu samkvæmt því sem fram kemur
í skýrslu Capacent og kynningu sem öll sveitarfélögin fengu.
Öll sveitarfélögin hafa samþykkt að boðað verði til sameiginlegs eigendafundar
áður en formleg afstaða verði tekin til málsins.
Málið var rætt á stjórnarfundi SS á dögunum þar sem samþykkt var að leggja til
við sveitarfélögin að boðað verði til sameiginlegs eigendafundar fimmtudaginn
21. september nk.
Súrefnis- og köfnunar-
efnisverksmiðja rís í Vogum
■ Ný köfnunarefnis- og súrefnisverksmiðja ÍSAGA rís nú í Vogum. Skóflu-
stunga að verksmiðjunni var tekin fyrir tæpu ári. Gert er ráð fyrir að verk-
smiðjan taki til starfa í október næstkomandi.
Byrjað var að reisa fyrstu turna verksmiðjunnar í vikunni en þeir eru nokkuð
áberandi og sjást langt að.
„Fjárfestingin í verksmiðjunni er stór á okkar mælikvarða, um 2,5 miljarðar
króna. Það má með sanni segja að um sé að ræða umhverfisvæna starfsemi,
því hráefnið er andrúmsloftið og útblásturinn hrein vatnsgufa,“ segir Ásgeir
Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum um framkvæmdina þegar skóflustungan var
tekin í fyrra.
Áætlanir ÍSAGA gera ráð fyrir að verksmiðjan verði tilbúin og framleiðsla hafin
í október 2017. ÍSAGA og Sveitarfélagið Vogar hafa jafnframt undirritað vilja-
yfirlýsingu þess efnis að stefnt sé að flutningi annarrar starfsemi félagsins í Voga
á næstu árum. Þeirri starfsemi fylgja á bilinu 30 – 40 störf, sem er dágóð fjölgun
starfa í sveitarfélaginu.
Óska eftir fundi
í velferðarráði
eftir sumarleyfi
■ Vegna sumarleyfa á ristjórn Vík-
urfrétta kemur næsta blað ekki út
fyrr en fimmtudaginn 17. ágúst nk.
Skrifstofur Víkurfrétta verða lok-
aðar frá og með föstudeginum 4.
ágúst og opna aftur mánudaginn 14.
ágúst. Fréttavakt verður á vef Vík-
urfrétta, vf.is. Póstfang fréttadeildar
Víkurfrétta er vf@vf.is.
Næsta blað
17. ágúst
Smáhýsi
í Grindavík
Lest flutningabíla með tíu smá-
hýsi kom til Grindavíkur á
þriðjudagskvöld. Smáhýsin voru
í gær sett á undirstöður í hlíð
neðan við tjaldstæðið í Grinda-
vík. Það er nokkrir athafnamenn
í Grindavík sem standa á bakvið
verkefnið, sem kallast Harbour
View.
Boðið verður upp á lúxusgistingu
í húsunum sem eru innréttuð eins
og fullbúin hótelherbergi með
útsýni yfir höfnina í Grindavík.
Myndin var tekin þegar bílalestin
kom á áfangastað. VF-mynd: hbb