Víkurfréttir - 03.08.2017, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 3. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR
ALLTAF PLÁSS
Í B Í L N U M
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
SÍMI: 845 0900
Hringbraut 99 - 577 1150
Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.
Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarks-
verði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.
Okkar frábæra
BioMiracle vörulína
er áhrifamikil og á
algjöru Costco verði ■ Kjartan Þór Eiríksson, sem hefur verið framkvæmda-
stjóri Kadeco frá stofnun þess árið 2006, hefur ákveðið
að segja starfi sínu lausu, en hann lætur af störfum strax.
Við hlutverki hans tekur Marta Jónsdóttir, sem til þessa
hefur starfað sem lögfræðingur félagsins.
Kadeco var stofnað af stjórnvöldum til þess að koma
eignum sem ríkið tók yfir á varnarsvæðinu á Miðnesheiði
í hagfellda notkun með sérstakri áherslu á hagsmuni nær-
samfélagsins. Á Ásbrú búa nú um 2.500 manns auk þess
sem þar starfa á annað hundrað fyrirtæki og stofnanir með
yfir 800 starfsmenn. Fjárfesting á svæðinu frá árinu 2006
er metin á yfir eitt hundrað milljarða króna. Þá hefur sala
eigna skilað ríkissjóði um tíu milljörðum króna.
Í fréttatilkynningu Kadeco segist Kjartan þakklátur fyrir
þau tíu ár sem hann hefur farið fyrir Kadeco og ánægður
með þann árangur sem þau hafi náð. „Við höfum nú selt
nær allar þær eignir sem félagið fékk til umsýslu með góð-
um hagnaði fyrir ríkið. Á sama tíma hefur byggst upp lífleg
íbúabyggð og fjölbreytt atvinnustarfsemi á Ásbrú sem hefur
styrkt samfélagið hér á Suðurnesjum mikið. Það liggur því
fyrir að félagið stendur nú á tímamótum og fyrirsjáanlegt er
að breytingar muni verða á hlutverki þess og starfsemi. Því
tel ég að núna sé rétti tíminn fyrir mig til að láta af störfum
hjá félaginu.“
Georg Brynjarsson, stjórnarformaður Kadeco segir að
stjórn félagsins muni á næstu vikum endurskoða starf-
semi og stefnu félagsins í samstarfi við hluteigandi aðila á
svæðinu. „Þrátt fyrir minnkandi fasteignaumsvif er mikill
fjöldi verkefna í gangi hjá félaginu og markmið endur-
skipulagningarinnar er að varðveita uppsafnaða þekkingu
innan Kadeco og tryggja viðfangsefnum félagsins varan-
legan farveg.“
■ Fyrstu framkvæmdir við nýjan
skóla, sem fullbyggður mun bæði
hýsa leik- og grunnskóla Dalshverfis
í Innri Njarðvík, eru hafnar.
Nú í haust mun kennsla yngstu ár-
ganga hverfisins hefjast í 620 fermetra
bráðabirgðahúsnæði sem tekið er að
rísa á skólalóðinni. Húsnæðið saman-
stendur af forsniðnum einingum á
stálgrind frá Slóveníu og keypt voru af
Hýsi eftir útboð í vor.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við
sjálft skólahúsnæðið hefjist eftir ára-
mót þegar hönnun er lokið og útboð
hefur farið fram.
Öll sveitarfélögin
samþykkja að hefja
flokkun sorps
■ Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum,
eigendur Sorpeyðingarstöðvar
Suðurnesja (SS), hafa nú tekið til
afgreiðslu tillögu stjórnar SS um að
hefja flokkun úrgangs við heimili.
Öll sveitarfélögin hafa samþykkt til-
löguna án athugasemda nema bæjar-
ráð Voga, sem leggur jafnframt til að
í útboðsgögnum verði gert ráð fyrir
þeim möguleika að gera ráð fyrir
þriggja tunnu kerfi, eða eftir atvikum
grenndargám fyrir plastúrgang í stað
þriðju tunnunnar. Frá bæjarráði
Sandgerðis komu nokkrar spurningar
frá umhverfisráði bæjarins.
■ Mikil umferð skipa er um Helguvík þessa dagana. Skip þurfa jafnvel að
bíða á ytri höfninni eftir að komast inn til uppskipunar. Þá þarf að vísa
skipum frá bryggju í miðri uppskipun til að koma að skipum sem eru í áætl-
unarsiglingum. Þegar áætlunarskipin hafa verið afgreidd koma skipin sem
vísað var frá aftur inn til hafnar. Þetta skapar oft mikið óhagræði.
Meðfylgjandi mynd var tekin í Helguvík seint á föstudagskvöld þegar flutninga-
skipið Atlantic Patriot fór úr höfn en skipið hafði verið að skipa upp tréflís fyrir
kísilver United Silicon í Helguvík. Þegar það skip var komið út úr hafnarkjaft-
inum mætti það Wilson Norfolk á leiðinni inn í höfnina en það skip kom einnig
til Helguvíkur á vegum kísilversins.
Flest skipin sem koma til Helguvíkur tengjast starfsemi kísilversins en einnig eru
tíðar skipakomur með eldsneyti fyrir flugið á Keflavíkurflugvelli og með sement
en Helguvík er stærsta innflutningshöfn sements á landinu.
Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, sagði í samtali við
Víkurfréttir að það væri stundum flókið að púsla saman skipakomum í Helguvík
og fyrir löngu væri komin þörf á að lengja hafnargarða.
Erilsamt í Helguvíkurhöfn
●● Fráfarandi●framkvæmdastjóri●hefur●verið●frá●stofnun●Kadeco●en●segir●nú●starfi●sínu●lausu
Marta stýrir Kadeco
Hér má sjá bráðabirgðahúsnæðið rísa á skóla-
lóðinni í Dalshverfi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Bráðabirgðahúsnæði nýs skóla
í Innri-Njarðvík tekið að rísa
Fréttamaður
Við leitum eftir einstaklingi í fréttadeildina okkar
til að vinna við fréttamennsku fyrir blað, vef og
sjónvarp. Þetta er líflegt starf og skemmtilegt. Hér
er nauðsynlegt að vera pennafær og hafa gott vald
á íslensku. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Þá skemmir ekki að vera með nett fréttanef og
þekkingu á samfélaginu á Suðurnesjum.
Um okkur
Víkurfréttir ehf. eru fjölmiðlafyrirtæki á
Suðurnesjum sem hefur verið starfandi frá árinu
1983. Fyrirtækið rekur vikulegt fréttablað,
fréttavefinn vf.is og golfvefinn Kylfingur.is.
Þá halda Víkurfréttir úti vikulegum sjónvarpsþætti
á Hringbraut.
Sketilegt
starf í boði
Víkurfréttir óska eftir að ráða starfsmann í eftirfarandi starf
Umsóknir berist í tölvupó
sti
til Páls Ketilonar á pke
t@vf.is
Ha veitir nánari upplý
singar um störfin
Viudaguri er frá kl.
09-17 virka daga
Stundum förum við í útk
ö
á kvöldin og um helga
r
Starfið er líflegt og ske
tilegt!
Víkurfréttir koma næst út fimmtudaginn 17. ágúst. Fréttavakt á vf.is