Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.08.2017, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 03.08.2017, Blaðsíða 15
15fimmtudagur 3. ágúst 2017 VÍKURFRÉTTIR Starfar í sjúkraskýlinu í Dalnum GUÐNÝ BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR Hvert á að fara um verslunar- mannahelgina í ár? Um verslunar- mannahelgina er ég að fara til Vest- mannaeyja. Ég er sem sagt hjúkr- unarfræðingur og er að fara að vinna í sjúkraskýlinu í Dalnum ásamt frábærum félögum mín- um, Soffíu Kristjánsdóttur hjúkrunar- fræðingi og Jóhönnu Andreu Markús- dóttur læknaritara. Við ætlum að eyða helginni í að hlúa að þjóðhátíðargestum. Í fyrra þegar við fórum var veðrið hreint út sagt frábært, hiti og sól allan tímann þannig að við vonum að sólin leiki sama leik nú í ár. Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar? Ég ferðast voðalega lítið á sumrin bæði innanlands og erlendis hreinlega vegna anna í störfum mínum. Ég er hinsvegar að fara til Spánar í september og hlakka mikið til. Það er líka praktísk pæling að vera ekki að fara erlendis á sumrin þegar maður er snjóhvítur með rautt hár. Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna? Ég er miklu frekar fyrir það að fara í sumarbústaði frekar en í einhvers konar ferðavagna, tala nú ekki um ef það er heitur pottur sem fylgir. Hefur þú verið heppin með veður á ferðalögum þínum í sumar? Sumarið í ár hefur nú ekkert verið hreint æðislegt hvað varðar gott veður en maður þarf bara að vera sólríkur í hjart- anu sínu í staðinn. Mér finnst til dæmis æðislegt að eyða deginum í Reykjavík að labba um og fá sér eitthvað að borða og sitja úti. Það er svo mikið um ferðalanga í höfuðborginni okkar að manni finnst hvort eð er eins og maður sé erlendis. Ávallt fríar sjónmælingar Tímapantanir í síma 4213811 SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG SÍMI 421 3811 – Verslunarmannahelgin Verslunarmannahelgin Höldum lítið ættarmót RÚNAR INGI HANNAH Hvert á að fara um verslunarmanna- helgina í ár? Flúðir í bústað foreldra minna. Með hverjum á að fara? Við þrír bræðurnir ásamt konum og börnum ætlum að veita foreldrum okkar þá ánægju leyfa þeim að elda og stjana við öll sín börn, tengdabörn og barna- börn. Svo verður lítið Hannah ættarmót á laugardeginum svo fjöldinn verður frá 15-30. Sumir stoppa bara nokkra klukkutíma. Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina? Veðrið fær ekkert að ráða. En það klikkar sjaldan á Flúðum. Skiptir litlu máli hvort maður drekki verslunarmannahelgar- bjórinn úti í sól eða inni í rigningu. Hvert hefur þú farið um verslunar- mannahelgi síðustu ár? Þetta verður 10. árið í röð sem við förum í bústað foreldrana. Við getum ekki gert mömmu það að fara eitthvað annað. Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar? Í sumar hafa einu ferðirnar verið í bústað og í Costco en það er soldið eins og fara til útlanda. Svo fer ég reglulega á mótorhjólið mitt styttri ferðir. Mótorhjólið heldur mér svona ungum. Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna? Ef við förum eitthvað þá er það í bústaðinn eða erlendis. Á ekki ferðavagn og hef aldrei átt. Hefur þú verið heppinn með veður á ferðalögum þínum í sumar? Ég er með svo mikla sól í hjarta að það er alltaf gott veður þar sem ég fer. Nenni ekki að hanga í roki og rigningu GARÐAR GÆI VIÐARSSON Hvert á að fara um verslunarmanna- helgina í ár? Það er alveg óráðið. Stefnan er tekin á að fara í bíltúr þangað sem að sólin ætlar að láta sjá sig. Með hverjum á að fara? Ég ætla að fara með konunni og börnum. Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina? Já, klárlega. Ég nenni ekki að hanga í roki og rigningu. Hvert hefur þú farið um verslunar- mannahelgi síðustu ár? Ég skrapp á Flúðir síðast en annars hef ég verið að vinna um verslunarmanna- helgina. Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar? Í byrjun sumars fór ég í 10 daga til Búlg- aríu. Annars hef ég farið í eina útilegu í sumar og til Vestmannaeyja. Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna? Ég fer mest erlendis eða í dagsferðir um Suðurlandið. Hefur þú verið heppinn með veður á ferðalögum þínum í sumar? Ég hef verið mjög heppinn með veður þessa daga daga sem ég hef farið enda hreyfi ég mig ekki nema að veðrið sé gott. 4.900 kr Veski, g yllt Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Opið mán-fös 13-18 Sími: 421 1200 STYRKTU MATARSJÓÐ FJÖLSKYLDUHJÁLPAR ÍSLANDS 2.90 0kr Veski , svör t NÝTT & NOTAÐ ÓTRÚLEGASTA BÚÐIN Í BÆNUM! C M Y CM MY CY CMY K Víkurfréttir 99x140mm 01.pdf 1 19/07/17 13:58 Fleiri skemmtile g viðtöl á vf.is um Verslunarma nnahelgina

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.