Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.08.2017, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 03.08.2017, Blaðsíða 18
18 fimmtudagur 3. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR WWW.VF.IS Verslunarmannahelgin Auðvitað skemmir bongóblíða ekki fyrir HLYNUR ÞÓR VALSSON Hvert á að fara um verslunarmanna- helgina í ár? Ég verð í sumarbústað tengdaforeldra minna á Öndverðarnesinu undir Ing- ólfsfjalli. Með hverjum á að fara? Ég, frúin og dóttir okkar, hún Bergrún Embla ,verðum þar með tengdó og fleiri fjölskyldumeðlimum. Svo eiga foreldrar mínir bústað steinsnar frá og því verður væntanlega eitthvað ráp á milli og al- mennur gestagangur. Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina? Alls ekki. Þetta snýst alfarið um að vera í góðum félagsskap, auðvitað skemmir bongóblíða ekki fyrir en gott spjall, góður matur og betri drykkir bæta upp hvað það svo sem veðurguðirnir ákveða að gera. Hvert hefur þú farið um verslunar- mannahelgi síðustu ár? Við erum vanaföst og höfum við verið saman með fjölskyldunni í bústað tengdaforeldra minna síðastliðin ár. Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar? Við vorum sæmilega dugleg að leggja land undir fót þetta sumarið. Við byrj- uðum í paradís, eða nánar tiltekið við Sellátra í Tálknafirði í boði Hobbitans Ólafs Þórs Ólafssonar og fjölskyldu hans. Þar vorum við dugleg að rúnta um suðurfirðina og njóta þeirrar einstöku fegurðar sem þar er. Um miðjan júlí fórum við norður á Akureyri í nokkra daga áður en við brunuðum áfram á ættarmót Heiðar- ættarinnar á Þórshöfn á Langanesi. Virkilega gaman að koma þangað aftur eftir fjöldamörg ár. Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna? Eftir dvöl í kúlutjöldum á ótal tónleika- hátíðum í gegnum tíðina þá kýs ég helst fjóra veggi, þak og almenn þægindi í dag. Við erum dugleg að kíkja í bústað- inn allt árið í kring en ég forðast tjald- ferðalög eins og ég get. Samt er kominn pressa frá dóttur minni um fjölskyldu útilegu sem ég verð að bregðast við fyrr en seinna. Hefur þú verið heppinn með veður á ferðalögum þínum í sumar? Svo sannarlega, sólin lék við okkur fyrir vestan þann tíma sem við dvöldum þar. Við vorum reyndar viku of snemma fyrir norðan og misstum af Spánarblíð- unni sem skall þar á með braki og bresti en veðrið var milt og hlýtt fyrir utan smá rigningarsudda á Þórshöfn. Svo vita allir að Sólin er úr Sandgerði og ég get svarið það að hún er hjá okkur alla daga. Myndin er tekin við eyðibýlið Heiði á Langanesi, ættaróðal Heiðarættarinnar. Lindex hefur opnað í Krossmóa ●● 10%●af●íbúum●Suðurnesja●mættu●á●opnunina●í●Krossmóa● ●Styrkti●Heilavernd●um●400●þúsund Verslunarkeðjan Lindex opnaði í Krossmóa síðastliðinn laugar- dag, en opnað var tveimur vikum fyrr en áætlað var í upphafi vegna góðs framgangs í framkvæmdum. Ákveðið var að 10% af andvirði sölu opnunardagsins rynni til Heila- verndar, en um 400 þúsund krónur söfnuðust til styrktar félagsins. Albert Magnússon, eigandi Lindex á Íslandi, sagði í samtali við Víkurfréttir að að opnunin hefði farið langt fram úr væntingum. „Um 2.500 manns mættu við opnun Lindex í Krossmóa, en það er um 10% af íbúum Suður- nesja. Það er eitthvað sem við getum ekki verið annað en þakklát fyrir.“ Verslunin, sem staðsett er í aðalgangi verslunarmiðstöðvarinnar Krossmóa, mun býður upp á allar þrjár megin- vörulínur Lindex. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% framleiðslunnar verði framleidd með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir árið 2020. Auk þess verður 100% af bóm- ull fyrirtækisins framleidd með sjálf- bærum hætti fyrir þann tíma. Verslunarmiðstöðin Krossmói var byggð árið 2008 og fjölþætt þjónusta er í húsinu sem hýsir m.a. verslun Nettó, Lyfju apótek og ÁTVR á Suður- nesjum. Húsið er um 10.000 m² og er staðsett í hjarta bæjarins. Lindex rekur nú fimm verslanir á Ís- landi, í Smáralind, tvær verslanir í Kringlunni, Glerártorgi á Akureyri og undirfataverslun á Laugavegi 7. Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Opið mán-fös 13-18 Sími: 421 1200 STYRKTU MATARSJÓÐ FJÖLSKYLDUHJÁLPAR ÍSLANDS 1.990 - 2.490kr Skemmtilegar húfur margar gerðir Verslunarmannahelgin er framundan! 450kr Regnslár 3 litir 990kr Skyggni 4 litir NÝTT & NOTAÐ ÓTRÚLEGASTA BÚÐIN Í BÆNUM! C M Y CM MY CY CMY K Víkurfréttir 99x140mm 02.pdf 1 19/07/17 13:57 Skötuveisla að sumri ■ Ellefta skötumessan í Garði var haldin í Gerðaskóla á Þorláksmessu að sumri. Alls mættu 400 manns í veisluna þar sem í boði voru skata og salt- fiskur með rófum, kartöflum, hamsatólg og öðru viðbiti. Skötumessan er fjáröflunarskemmtun en skipuleggjendur veislunnar segjast ekki þurfa taka upp veskið í aðdraganda veislunnar. Af þeim sökum rennur allur aðgangseyrir, auk styrkja frá fyrirtækjum, til góðra málefna. Að þessu sinni styður skötumessan við krabbameinsjúk börn á Suðurnesjum, skynörvunarherbergi við Öspina í Njarðvíkurskóla, starfsemi eldri borgara á Ásbrú, Skátana í Keflavík, Íþróttafélag fatlaðra NES og Velferðasjóð Suðurnesja. Á skötumessunni eru ávallt fjölbreytt skemmtiatriði í gamanmálum, söng og tónlist. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá kvöldinu. Nánar verður fjallað um skötumessuna í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í ágúst. Gunnar Þórðarson tónlistarmaður fékk sér bara saltfis. „Aldrei borðað skötu,“ sagði hann og bað um hamsatólg yfir saltfiskbitana. Ólafur Helgi lögreglustjóri fékk sér hins vegar mikið af skötu og fór fleiri en eina ferð á hlaðborðið.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.