Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.08.2017, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 03.08.2017, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 3. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR Nýt þess að vera heima þessa helgi FANNEY GRÉTARSDÓTTIR Hvert á að fara um verslunar- mannahelgina í ár? Ný t þ e s s a ð v e r a h e i m a þessa helgi og kannski verður farið í Reykja- v í k a ð l e i k a túrista. Með hverjum á að fara? Fjölskyldunni, þeim sem við komum í bílinn, hin verða skilin eftir. Það verður dregið. Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina? Nei, hef ekki efni að fara til Spánar á hverju ári. Hvert hefur þú farið um verslunar- mannahelgi síðustu ár? Edrúhátíð, ég finn alltaf tjaldið mitt þar. Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar? Fórum í Ölfusborgir og áttum æðislega viku í góðu veðri. Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna? Sumarbústað, vil hafa fast klósett undir mér, það er bara þannig. Hefur þú verið heppin með veður á ferðalögum þínum í sumar? Já, það er aldrei vont veður bara hugar- farið, spaug. Nýverið héldu íbúar, aðstandendur þeirra, starfsfólk Hrafnistu og þjónustuþegar í dagdvöl Hrafnistu í Reykjanesbæ sumarhátíð sína. Hljóðfæraleikararnir Baldvin og Dói komu og léku á hljómborð og harmonikku en listakokkar Hrafnistu, þeir Magnús og Krissi sáu um veitingarnar. Fjölmennt var og komu yfir 100 manns á Nesvelli, þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Sumarhátíð Hrafnistu í Reykjanesbæ Verslunarmannahelgin Verslunarmannahelgin Rýni oftast í veðurspána ÞORVARÐUR GUÐMUNDSSON Hvert á að fara um verslunar- mannahelgina í ár? Norðurlandið togar a l ltaf í mann en senni- lega verður Suð- au s t u r l a n d i ð ofan á í þetta sinn. Með hverjum á að fara? Með besta ferðafélaganum, henni Ing- unni minni. Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina? Já, ég rýni oftast í veðurspána áður en tekin er ákvörðun um hvert skal halda. Hvert hefur þú farið um verslunar- mannahelgi síðustu ár? Á síðasta ári vorum við í góðum félags- skap á rólegu tjaldsvæði í Þjórsárveri í Villingaholtshreppi, í hittifyrra fórum við um Snæfellsnesið og þar áður vorum við á góðum stað á Kaffi Langbrók í Fljótshlíð. Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar? Við þjófstörtuðum sumrinu með því að fara í tjaldútilegu í maí um Norður- löndin og vorum þar að hluta til með syni okkar og fjölskyldu sem býr í Nor- egi. Sú ferð var alveg frábær en svo erum við m.a. búin að fara í langþráða ferð um Vestfirðina og síðustu helgi fórum við á Eld í Húnaþingi sem er héraðshátíð í Húnaþingi vestra þar sem við bjuggum í mörg ár. Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna? Ég hef prófað flestar tegundir af ferða- vögnum. Frá tjaldi yfir í tjaldvagn og þaðan í fellihýsi og núna í vor keyptum við hjónin okkur húsbíl sem við erum alsæl með. Við erum búin að fara í úti- legur flestar helgar í sumar. Hefur þú verið heppinn með veður á ferðalögum þínum í sumar? Veðrið í sumar hefur ekki beint leikið við okkur hjónin og við grínumst með það að við höfum verið að elta vonda veðrið í sumar. En við ferðumst sólar- megin í lífinu og klæðum okkur bara eftir veðri hverju sinni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.